Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 46
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Slippurinn er besti bæjarhlutinn í Reykjavík. Kleinur og kókómalt, darraðardans við mávana með Esjuna stolta í baksýn.“ Thelma Marín Jónsdóttir, leikkona. BESTI BÆJARHLUTINN A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði / A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi „Eftir viðtalið í Harmageddon töluðu þeir Frosti og Máni, útvarpsmenn á X-inu, um að ég þyrfti að fá minn eigin útvarpsþátt og ég og frænka mín, Katrín Ásmundsdóttir, tókum það glaðar að okkur,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, en hún vakti gríðar- lega athygli í viðtali hjá Frosta og Mána í Harma- geddon á dögunum þar sem rætt var um klofklipp- ingar, rapp og hvernig endaþarmsmök stuðla að jafnrétti kynjanna. Viðtalið vakti misjöfn viðbrögð, en Hildur Lilliendahl femínisti sakaði þáttastjórn- endur um andstyggilegustu framkomu sem hún hefði orðið vitni að frá íslenskum blaðamönnum í garð kvenna á 21. öldinni, þegar þeir líktu rappferli Önnu Töru og hljómsveitar hennar, Reykjavíkur- dætra, við feril Erps Eyvindarsonar rappara. „Ég kom ekki nálægt þeim umræðum en leið mjög vel þegar ég kom úr viðtalinu. Þetta viðtal hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig og hljóm- sveitirnar mínar, Reykjavíkurdætur og Hljóm- sveitt,“ segir Anna Tara. Þættirnir sem verða vikulegir heita Kynlegir kvistir og verða á dagskrá öll miðvikudagskvöld klukkan tíu. Fyrsti þátturinn fer í loftið annað kvöld. Aðspurð segist Anna Tara vera gallharður fem- ínisti. „Að sjálfsögðu er ég það, tapar einhver á jafnrétti? Femínistar eru bara þeir sem sjá misrétti kynjanna og vilja beita sér fyrir jafnrétti þeirra,“ segir Anna Tara að lokum. - ósk Tapar einhver á jafnrétti? Anna Tara Andrésdóttir stjórnar Kyn- legum kvistum á X-inu ásamt frænku sinni, Katrínu Ásmundsdóttur. GALLHARÐUR FEMÍNISTI Vikulegir þættir Önnu Töru og Katrínar Ásmundsdóttur hefja göngu sína annað kvöld. VÍSIR/ÚR EINKASAFNI „Það stendur yfir leit að heimsins hugrakkasta ferðamanni,“ segir Daði Guðjónsson, einn verkefnis- stjóra Inspired By Iceland, en leit- in fer fram á samfélagsmiðlum þeirra. „Við erum að setja upp leik þar sem við biðjum vini okkar að koma með hugmyndir að skemmtilegum hlutum sem hægt er að upplifa um allt land,“ útskýrir Daði og bætir við að þau vilji draga fram alla þá skemmtilegu hluti sem hægt er að gera í öllum landshlutum. „Í þessari ferð verður meiri fókus á menningarlega hluti sem og þá sem eru tengdir ævintýraferða- mennsku,“ heldur hann áfram, en eitt aðaltakmark Inspired by Ice- land er að dreifa ferðamönnum um landið allt árið um kring. „Leikurinn fer fram á Face book og þú þarft að skrá þig og segja svo af hverju þú telur þig vera hug- rakkasta ferðamann heims.“ Vinningshafi leiksins fær svo ferð að launum á vit ævintýranna í leynilega dagskrá, ásamt vini. Aðspurður segir Daði þau ekki vera að beina ferðamönnum á við- kvæmar náttúruperlur með upp- átækinu. „Öll „leyndarmálin“ sem við erum að sækjast eftir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, mega til að mynda ekki vera viðkvæmar náttúruperlur eða hlutir sem eru hættulegir ferðamönnum. Þessu er ætlað að draga fram alla þá hluti sem okkur þykja skemmtilegir fyrir túrista að heimsækja – það mætti þess vegna vera saltfisk- uppskriftin hennar ömmu!“ - ósk Hugrakkasta ferðamannsins leitað Segjast ekki vera að beina ferðamönnum á viðkvæmar náttúruperlur. LEIKUR Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Sá hugrakkasti fær að launum óvissuferð fyrir tvo í ævintýradagskrá. VÍSIR/ÚR EINKASAFNI „Það verður upphitunaratriði á tónleik- um Justins Timberlake og það stefnir allt í að það verði íslenskt,“ segir Ísleif- ur B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu. Ekki hefur verið staðfest hvaða íslenski listamaður hitar upp á tónleikum hans sem fram fara 24. ágúst. Fréttablaðið lagði höfuðið í bleyti og spurði nokkra listamenn sem gætu verið líklegir til að hita upp fyrir Justin. Þeir listamenn sem Fréttablaðið taldi líklega eru Jón Jónsson, Retro Stefson, Moses Hightower og Sykur, ásamt mörgum fleirum. „Það verður væntanlega þannig að við munum stinga upp á nokkrum upphitun- arvalmöguleikum fyrir fólk Justins en svo mun það fólk taka lokaákvörðun um hver hitar upp,“ útskýrir Ísleifur. Hann bætir við að upphitunaratriðið verði ekki tilkynnt fyrr en nær dregur tón- leikunum. Forsala hefst í dag klukkan 10.00 á tónleika Justins Timberlake fyrir þá sem skráðir eru í aðdáendaklúbb Just- ins, The Tennessee Kids. Á morgun hefst svo forsala Wow Air og Vodafone, einnig klukkan 10.00, og stendur til klukkan 17.00. Talið er að fjölmargir Íslendingar hafi skráð sig í aðdáendaklúbb Justins þegar tónleikar hans hér á landi voru staðfestir. Um það bil helmingur þeirra 16.000 miða sem í boði eru á tónleikana verður seldur í forsölu. Ef forsalan gengur vel og allt selst þá verða einungis 8.000 miðar í boði þegar almenna miðasalan fer í gang á fimmtudaginn klukkan 10.00. „Það er ekki fræðilegur möguleiki að bæta við aukatónleikum, þetta er allt of umfangsmikið til að hægt sé að ákveða slíkt með skömmum fyrirvara,“ segir Ísleifur spurður út í mögulega aukatón- leika. „Ef það selst upp er þetta bara vel heppnað og við verðum mjög sáttir.“ gunnarleo@frettabladid.is Íslenskt upphitunaratriði á tónleikum Timberlake Íslenskt tónlistaratriði mun sjá um upphitun á tónleikum Justins Timberlake í sumar. Forsala er hafi n en aðeins helmingur miðanna mun fara í almenna sölu. ÍSLENSK UPPHITUN Allt stefnir í að íslenskur tónlistar- maður hiti upp fyrir Justin Timberlake í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Fréttablaðið spurði fjóra lista- menn hvort þeir og hljómsveitir þeirra hefðu áhuga á að hita upp fyrir Justin Timberlake í sumar. ➜ Líkleg íslensk upphitunaratriði JÓN JÓNSSON Já, að sjálfsögðu væri ég til í það. Hann er geggjað- ur og ég hlusta mikið á hann. Uppáhaldslagið mitt er Seniorita af Justified- plötunni. UNNSTEINN MANUEL ÚR RETRO STEFSON Já, auðvitað, en ég hef svo sem ekkert pælt í því. Uppáhaldslagið mitt er My Love af plötunni FutureSex/ LoveSounds. HALLDÓR ELD- JÁRN ÚR SYKRI Við myndum örugglega taka því, það væri örugg- lega mjög gaman. Uppáhaldslagið mitt er Sexy Back af plötunni Future- Sex/LoveSounds. STEINGRÍMUR KARL TEAGUE ÚR MOSES HIGHTOWER Okkur þætti það mjög gaman. Uppáhaldslagið mitt er Right for Me af plötunni Justified.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.