Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 18
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR NÍELSDÓTTIR Hagamel 44, Reykjavík, lést í Sóltúni 26. febrúar 2014. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 15.00. Pétur Guðmundarson Erla Jóhannsdóttir Níels Guðmundsson Jónanna Björnsdóttir Snorri Guðmundsson Bolette Steen Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF COOPER Gullsmára 7, Kópavogi, lést miðvikudaginn 26. febrúar 2014. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. mars 2014, kl. 13.00. Gylfi Einarsson Margrét Björnsdóttir Konráð Gylfason Anna María Harðardóttir Margrét Gylfadóttir Ólafur Sveinsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN J. STEINSEN lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 1. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rúnar Steinsen Guðrún Guðmundsdóttir Steinn Steinsen Ásta María Björnsdóttir Anna Steinsen Sigurður Már Einarsson Ragnheiður Steinsen Rakel Steinsen barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, ARNDÍS BJARNADÓTTIR tannsmiður, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Bragi Magnússon Aðalheiður G. Kristjánsdóttir Birna Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSBJÖRG RAGNARSDÓTTIR frá Hellissandi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Kársson Ingibjörg Leósdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri ÓSKAR LÁRUS TRAUSTASON varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 24. febrúar. Útför hans fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 15.00. Guðrún Pálsdóttir Trausti Ó. Lárusson Hanna Kjeld Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason Anna Kristín Traustadóttir Sigrún Traustadóttir Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson Elín Ósk, Trausti, Svava Dís, Bjarni, Páll Arnar og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR UNNAR ÞORFINNSSON netagerðarmeistari, Grænatúni 6, Kópavogi, lést miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn. Útför fer fram fimmtudaginn 6. mars kl. 13.00 frá Kópavogskirkju. Stella Guðvarðardóttir Margrét Þórðardóttir Torfi Þórðarson Kristjana Ólafsdóttir Þorfinnur Unnar Þórðarson Bentína Þórðardóttir Reynir Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞENGILSDÓTTIR Mýrarvegi 115, Akureyri, lést miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. mars kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Hlíð. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Reynihlíðar fyrir góða umönnun. Ásgrímur Tryggvason Tryggvi Ásgrímsson Guðrún Agnes Sigurðardóttir Arnheiður Ásgrímsdóttir Hafberg Svansson Ásrún Ásgrímsdóttir Baldvin Stefánsson Þengill Ásgrímsson Selma Hauksdóttir Hákon Ásgrímsson Anna Elín Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Aríurnar eru úr óperum eftir Verdi og Strauss og ástin er í brennidepli í þeim öllum,“ segir Helga Rós Indriða- dóttir sópran sem er komin suður yfir heiðar til að syngja á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag fyrir höfuðborgar- búa. Ekki snýst efnið þó um eintóma sælu að hennar sögn heldur um mismunandi leiðir stoltra kvenna til að höndla vonbrigði ástarinnar og endurupplifa góða tímann. „Við tökum eina aríu úr óperettunni Leðurblökunni, þar eru ungverskir taktar, kampavín og líkjör. Hún er heldur ekkert af baki dottin hún Rosalinde sem við sögu kemur þar,“ segir Helga Rós glaðlega. Antonía Hevesi stendur fyrir þessum viðburði eins og öðrum hádegistónleikum í Hafnarborg sem jafnan eru fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Þeir eru styrktir af Sam- félagssjóði Rio Tinto Alcan og eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 11.30. - gun Syngur um ástir stoltra kvenna Helga Rós Indriðadóttir sópran fl ytur aríur eft ir Verdi og Strauss í dag við undirleik Ant- oníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir kallast Andlit ástarinnar og hefj ast klukkan 12. ANTONÍA OG HELGA RÓS „Við tökum eina aríu úr óperettunni Leðurblökunni, þar eru ungverskir taktar, kampavín og líkjör,“ segir söngkonan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornrit- anna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsum- brotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu land- námsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eld- gos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnáms- öld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmund- arkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hall- mundarhraun hefði runnið fyrir land- nám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sig- urð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir. gun@frettabladid.is Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap Árni Hjartarson jarðfræðingur heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 um tengsl Hallmundarhrauns og hins forna og torræða kvæðis Hallmundarkviðu. JARÐFRÆÐINGURINN Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir Árni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.