Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 27
íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 ●ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 7 SÓLBJÖRT VERA ÓMARSDÓTTIR, NEMANDI Á FYRRA ÁRI Í SJÓNLISTADEILD. AF HVERJU VALDIR ÞÚ ÞETTA NÁM? Frá barnsaldri hef ég haft áhuga á því að læra mynd- list. Mér fannst freistandi að geta einbeitt mér meira að listnáminu en ég gat gert í gamla skólanum mínum og sleppa því að grúska mikið í sálfræðibók- um, stærðfræðidæmum eða þýsku svo eitthvað sé nefnt! HVAÐ HEFUR KOMIÐ ÞÉR MEST Á ÓVART Í NÁMINU? Það sem kom mér mest á óvart er hvað skólinn hefur eflt sjálfstraust og öryggi mitt í kring- um það sem ég ákveð að gera. Ég á miklu auðveldara með að deila hugmyndum mínum með samnemendum og kennurum. HVAÐ HEFUR NÁMIÐ GEFIÐ ÞÉR HINGAÐ TIL? Þetta nám hefur gefið mér áhuga fyrir minni eigin framtíð og tilhlökkun. Námið hefur einnig gefið mér þann möguleika að læra mikilvægar lexíur varðandi sjálfa mig á borð við að bera mig aldrei saman við aðra, vegna þess að það hefur ekkert upp á sig. ER NÁMIÐ FRÁBRUGÐIÐ ÖÐRU NÁMI SEM ÞÚ HEFUR ÁÐUR VERIÐ Í? Fyrir mér er það mjög frábrugðið. Það ríkir allt öðruvísi kerfi í fræðslu og kennslu innan veggja Myndlistaskólans, kerfi sem leyfir nemendum að kanna sitt eigið áhugasvið og kom- ast að því dagsdaglega hvar styrkleikar manns og veikleikar liggja. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA EFTIR ÚTSKRIFT? Ég tek mér mögulega örlitla pásu til að vinna og ferðast. Annars hefur hugurinn alltaf leitað í einhvers konar hönnun. Ég er ennþá að velja á milli grafískrar hönnunar og vöruhönnunar. Svo fékk ég óbilandi áhuga á ritlist eftir að hafa verið í íslensku hjá „Halla Jóns“ snillingi. Sjónlistadeild er tveggja ára námsbraut innan Myndlistaskólans í Reykjavík sem lýkur með stúdentsprófi. Námið er ætlað þeim sem stefna á háskólanám í myndlist, ljósmyndun, vöruhönnun, fatahönnun, tölvuleikjahönnun, arkitektúr eða öðrum sjónrænum greinum. Kennarar eru flestir starfandi lista- menn og hönnuðir en bóklegar greinar eru kenndar í samstarfi við Kvennaskólann. Umsækjendur þurfa að hafa lokið einu ári (miðað við nýtt þriggja ára skipulag til stúdents- prófs) og tilgreindum kjarnaáföngum. Skólinn býður einnig upp á eins árs undirbúningsnám fyrir þá sem þegar hafa lokið stúdentsprófi en vantar grunn í listnámi sem listaháskólar gera kröfu um. Allir umsækjendur þurfa að þreyta inntökupróf þar sem reynir á teikningu og skapandi hugsun. Umsóknar frestur er til mánudagsins 26. maí. Myndlistaskólinn í Reykjavík Að klára grunnskólann er stór áfangi sem leiðir til pælinga um atvinnu og áframhaldandi nám. Tækniskólinn hentar í báðum tilvikum. Í Tækniskól- anum er bæði mjög sérhæft nám sem leiðir til starfs- réttinda og blandað tækni- og bóknám. Námsleiðir Tækniskólans má alltaf tengja beint við framhalds- nám, með því að ljúka sérhæfðum brautum eða bæta við stúdentsprófi. Tækniskólinn er regnhlíf yfir tólf skóla sem starfa undir nafni Tækniskólans. Hver skóli hefur sitt nafn og er faglega sjálfstæður, sjá http://www.tskoli.is/ og hér: Byggingatækniskólinn – Endurmenntunarskólinn – Fjölmenningarskólinn – Hársnyrtiskólinn - Hönnunar- og handverksskólinn – Raftækniskólinn – Skipstjórnarskólinn – Tæknimenntaskólinn - Upplýsingatækniskólinn – Véltækniskólinn – Tækniakademían – Flugskóli Íslands Námið er í þínum höndum, þú velur braut sem hentar hugmyndum þínum og draumum, úr verður skemmtilegt nám og spennandi atvinna. Tækniskólinn hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt. Tækniskólinn – Alls konar nám! „Ég valdi Tækniskólann því ég vildi læra fagleg og vönduð vinnubrögð. Ég stefni á að vera með eigin rekstur í framtíðinni og vildi því læra að búa til flíkurnar frá grunni svo ég þurfi ekki að stóla á einhvern annan til að framleiða fyrir mig.“ SIGRÍÐUR THEODÓRA SIGBJÖRNSDÓTTIR, KJÓLASAUM „Ég hef gengið inn í land drauma og tækifæra með því að vera skráður í Tækniskólann. Tækniskólinn hugsar gífurlega vel um þig og leyfir þér að stjórna námi þínu ótrúlega mikið sjálfur. Mikið framboð af mismunandi námsleiðum gerir það oft að verkum að nemendur halda bara áfram að leggja stund á nám við skólann, og það með bros á vör.“ BJARNI FREYR REYNISSON, NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT, FLUGTÆKNI „Ég valdi Tækniskólann út af fjölbreytninni, hér fæ ég frelsi og þekkingu til að iðka áhugamál mín, og út af tækifærunum sem hann veitir.“ AXEL FANNAR FRIÐRIKSSON, GRAFÍSKRI MIÐLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.