Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 3íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 ● Grunnskólanemendum gefst kostur á að taka þátt í ratleik um svæðið í Kórnum. Í lok hvers dags verða dregnir út heppnir vinningshafar og birtast nöfn þeirra á heimasíðu verkiðnar, www.verkidn.is. Hópstjórar fá ratleikinn í hendur áður en komið er inn á svæðið. Fjórar útgáfur verða af ratleiknum svo að þátttakendur dreifist betur um svæðið. Miðast skipulag leiksins við uppbyggingu svæðisins. Leikurinn fer þannig fram að nemendur mega prófa, skoða eða leita svara við nokkrum spurningum og fá stimpil í lok hvers verkefnis. Áður en heim er haldið skila nemendur leiknum vel merktum nafni og skóla nærri útgangi í Kórnum. Ratleikur í Kórnum Verkiðn efnir til samkeppni meðal nemenda 8. til 10. bekkjar grunnskóla sem heimsækja Kórinn dag- ana 6. til 8. mars. Verkefnið á að fjalla um upplifun nemenda af heimsókn sinni í Kórinn. Dæmi um heiti er t.d. ÍS- LANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA OG FRAM- HALDSSKÓLAKYNNINGIN: Upplifun mín af því sem ég sá. Hefur heimsóknin áhrif á náms- og starfsval mitt í framtíðinni? Þeir grunnskólar sem ákveða að taka þátt í keppn- inni ákveða útfærsluna sjálfir. Dæmi: Ritgerð eða myndband. Eða einstaklings- eða hópverkefni (2 til 3 saman). Dómnefnd í hverjum skóla fyrir sig velur þrjú bestu verkefnin og sendir þau inn til Verkiðnar. Dregið verður um veglega vinninga. Frekari upp- lýsingar má sjá á www.verkidn.is. Verkefnasamkeppni fyrir unglinga ● KEPPT VERÐUR Í EFTIRTÖLDUM GREINUM Á ÍS LANDSMÓTI IÐN OG VERKGREINA: Sjúkraliðar, kjötiðn, rafvirkjun, rafeindavirkjun, grafísk miðlun, skrúð- garðyrkja, blómaskreytingar, málaraiðn, pípulagnir, trésmíði, bakaraiðn, snyrtifræði, gullsmíði, hársnyrtiiðn, veggfóðrun og dúkalögn, bílamálun, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, leikjaforritun, framreiðsla, matreiðsla, bilanagreining kælikerfa, vefhönnun og málmsuða. ● EFTIRFARANDI GREINAR VERÐA SÝNINGARGREINAR: Trébátasmíði, múrverk, hönnun vökvakerfa, fataiðn og ljósmyndun. ● EFTIRFARANDI FRAMHALDSSKÓLAR OG AÐRAR NÁMSSTOFNANIR VERÐA Á STÓRU FRAMHALDS SKÓLAKYNNINGUNNI: Vísindasmiðja HÍ, Ökuskólinn, Rafiðnaðarskólinn (staðsett á keppnis- svæði), Vinnueftirlitið, Iðan, Iðnú, Kvennaskólinn í Reykjavík, Myndlistaskól- inn í Reykjavík, Fisktækniskóli Íslands, Tækniskólinn – Skóli atvinnulífsins, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Námsflokkar Reykjavíkur, Fashion Academy Reykjavík, Fjölsmiðjan, Menntagátt og Félag náms- og starfsráðgjafa, Snyrtiakademían, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Verzlunarskóli Íslands, Erasmus +, Flensborg, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Landbúnaðarháskóli Íslands, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn við Sund. ÞETTA GETUR ÞÚ Framtíðin er þín Starfsnám á Íslandi er fjölbreytt og nýtist á öllum sviðum atvinnulífsins. Starfsnám er skapandi og skemmtilegt nám. Því fylg ja oft alþjóðleg starfsréttindi sem opna möguleika á störfum erlendis. Hugsaðu um sjálfa(n) þig, veldu nám sem veitir ótal tækifæri. Kynntu þér málið nánar á WWW.MENNTAGATT.IS Starfsmenntun gefur forskot þegar komið er út á vinnumarkaðinn. VEFSMÍÐI LEIKLIST GULL- OG SILFURSMÍÐI TÖLVUFRÆÐI SNYRTIFRÆÐI FATATÆKNI HREYFIMYNDAGERÐ MARGMIÐLUNARFRÆÐI HÁRSNYRTIIÐN HLJÓÐTÆKNI RAFEINDA- VIRKJUN PRENTUN F ÍT O N / S ÍA Myndefni: Almenn hönnun, fatatæknir, kjólasaumur, klæðskurður, listnám, fatahönnun, gull- og silfursmíði, myndlist, hársnyrtiiðn, snyrtifræði, margmiðlunarhönnun, vefsmíðar, hreyfimyndagerð, teiknimyndagerð, leiklist, bókband, bókasafnstækni, grafísk miðlun, upplýsinga- og fjölmiðlatækni, ljósmyndun, prentun, tölvufræði, húsasmíði, húsgagnasmíði, húsgagnabólstrun, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, tækniteiknun, veggfóðrun og dúkalögn, sjúkraliði, lyfjatæknir, fótaaðgerðafræði, tanntæknir, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, flugvirkjun, einkaflugmaður, hljóðtækni, kvikmyndasýningastjórn, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun, rafveituvirkjun, blikksmíði, rennismíði, stálsmíði, vélstjórn, vélvirkjun, skipstjórn, bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla, matartækni, kjötskurður, slátrun, félagsliði, félagsmála- og tómstundanám, verslunarnám, skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, búfræði, leikskólaliði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.