Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 42
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 Ég hef hafnað atvinnutilboðum þar sem ég hefði getað haft hærri laun því ég hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina. Hannes S. Jónsson. SPORT TIL LEIGU 15619 Útleiga á aðstöðu í Skálholti til sölu veitinga og gistireksturs. Kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar óskar ef tir t ilboðum í gisti- og veitingarekstur í Skálholti, Bláskógabyggð. Hið leigða eru ef tir taldar fasteignir ásamt heitu vatni og búnaði: Skálholtsskóli, Sel (einbýlishús) og Rektorhús (einbýlishús). Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Áhugasamir leggi inn lágmarksupplýsingar ásamt y firlýstum áhuga á verkefninu eigi síðar en 12. mars 2014. AÐALFUNDUR Brú félag stjórnenda heldur aðalfund sinn mánudaginn 17. mars kl. 19:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50d D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundastörf Kosning til stjórnar Kjósa skal um: – Formann til eins árs – Gjaldkera til 2ja ára – Varaformann til 2ja ára – Meðstjórnanda til 2ja ára – Einn varamann til 2ja ára og einn varamann til eins árs. Félagar fjölmennum !! Stjórnin. Ég er 44 ára kona og óska eftir aðstoðarkonu í helgarvaktir sem fyrst. Er gift og móðir 2 ára drengs. Mér finnst gaman að lesa bækur, ferðast, þjálfa hundinn okkar og er laganemi í Háskóla Reykjavíkur. Lifi lífinu lifandi. Starfið felur í sér aðstoð við athafnir daglegs lífs og heimilishald. Unnið er eftir hugmyndafræði um notendastýrða persónulega aðstoð. Hæfniskröfur: Góð almenn menntun og íslenskukunnátta. Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, jákvæðni, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð. Hreint sakavottorð skilyrði. Bílpróf. Umsóknarfrestur er til 10 mars Umsóknir og nánari upplýsingar berist í tölvupósti til Ásdísar Jennu: AsdisJenna@npa.is KÖRFUBOLTI „Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaður- inn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurð- ur hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmda- stjóri körfuknattleikssambands- ins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem fram- kvæmdastjóra á dögunum í hag- ræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sam- bandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og fram- kvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstak- lega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flest- um hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefnd- arfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krón- ur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyf- ingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir pen- ingana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður stað- an hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sam- bandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuld- um enn 20 milljónir. Það er alvar- legi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“ henry@frettabladid.is Ekki í þessu starfi út af peningunum Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, segir það ekki vera eðlilega stöðu að hann sinni bæði stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Sú staða verður endurskoðuð í haust. Hannes leynir ekki launum sínum og segir menn ekki verða ríka hjá KKÍ. Í LYKILSTÖÐU Hannes sinnir tveimur aðalstörfunum hjá KKÍ fram á haust þó að hann segi það ekki vera eðlilega stöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN HANDBOLTI „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bik- arinn. Sjálfur vann ég hann tvisv- ar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bik- armeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr vann bikarinn tvívegis með Haukum, fyrst árið 1997. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta stóra bikar á Íslandi er litli-Baumruk kominn á bragðið. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkam- lega sterkari,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spil- aði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evr- ópubikarinn 1984. „Ég spilaði þrjá vináttulands- leiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægð- ur með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr Baum- ruk en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eins og sjá má eftir félaginu sem hann ann svo heitt. - tom Litli-Baumruk vann 17 árum síðar Adam Haukur Baumruk fagnaði fyrsta stóra titlinum á ferlinum með pabba. FEÐGAR Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pepsi-deildarlið Fylkis á von á flottum liðsstyrk fyrir átökin í sumar en Andrés Már Jóhannesson og Ragnar Bragi Sveinsson eru á leið aftur til síns uppeldisfélags. Andrés Már hefur leikið með Haugesund í Noregi undanfarin misseri en Ragnar Bragi verið í unglingaliði Kaiserslautern í Þýskalandi. „Við erum búnir að ná samkomulagi við þá báða og það er verið að ganga frá lausum endum úti. Þeir eru að öllu óbreyttu á leið í Fylki,“ sagði Ólafur Geir Magnús- son, stjórnarmaður í Fylki, við fótbolti.net í gær. Andrés Már kom að láni til Fylkis síðasta sumar og átti stóran þátt í breyttu gengi liðsins í seinni umferðinni. Þegar hann var kominn í gott stand spilaði hann frábærlega í hverjum leiknum á fætur öðrum áður en hann hvarf aftur á braut til Haugasunds. Ragnar Bragi er eins og Andrés uppalinn Fylkismaður og sá yngsti sem leikið hefur með meistaraflokki félagsins í sögu þess. Spennandi leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í sumar. Tveir heimamenn snúa aft ur í Árbæinn FÓTBOLTI Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu mættu til Algarve í Portúgal í gærkvöldi en þar hefst Algarve-mótið á miðvikudaginn. Um er að ræða sterkt alþjóðlegt mót sem haldið er í 21. sinn í ár en Ísland leikur í efri deild þess eins og undanfarin ár. Allt fór vel hjá stelpunum á leiðinni en í fluginu til Lissabon fengu þær rjómabollur í tilefni bolludagsins. Þegar lent var tók svo við ríflega þriggja tíma rútuferð til Algarve. Veðrið er frábært í Portúgal en um 15 stiga hiti var þegar stelpurn- ar lentu. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á miðvikudaginn gegn Evr- ópumeisturum Þjóðverja en auk þeirra eru í riðli með Íslandi lið Noregs, sem lenti í öðru sæti á Evrópumótinu síðasta sumar, og Kína. Ísland lenti í 9. sæti á Algarve-mótinu í fyrra eftir sigur á Ungverjalandi í lokaleik. Bestum árangri náði Ísland á mótinu 2011 en þá komst liðið alla leið í úrslit. Stelpurnar mættar í sólina MÆTTAR Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla og Sandra Sigurðardóttir í Lissabon í gær. MYND/KSÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.