Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2014 | FRÉTTIR | 11 OSCAR PISTORIUS Réttarhöldin yfir Oscar Pistorius halda áfram í dag. MYND/AFP ÁSKORUN TIL HEILBRIGÐISRÁÐHERRA OG ALLRA ALÞINGISMANNA VEGNA HÓPLEITAR AÐ RISTILKRABBAMEINI VIÐSKIPTI Sala á nýjum bílum jókst um 30,3 prósent í febrúar. Nýskráðir fólksbílar í mánuð- inum voru 495 samanborið við 380 í sama mánuði 2013, sam- kvæmt fréttatilkynningu Bíl- greinasambandsins. Samtals hafa verið skráðir 1.037 fólksbílar þar sem af er árinu. Það er 23,5 prósenta aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 293 bílaleigubílar „Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í tilkynn- ingunni. - hg Bílasala jókst um 23,5%: Nýskráningum fjölgar um 30% SKOÐAÐ Endurnýjun bílaflotans virðist vera í ágætum farvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Ungir prestar í Dan- mörku vilja fá að hafa guðsþjón- ustu á öðrum dögum en á sunnu- dögum. Þeir vilja ekki bara hefðbundn- ar messur og nefna sem dæmi hugleiðingarmessur, spagettí- messur eða annars konar messur sem söfnuðurinn vill. Ungu prestarnir benda á að miklu fleiri sæki óhefðbundnar messur á virkum dögum heldur en sunnudagsguðsþjónustur og vilja losna við kröfuna um þær síðarnefndu. Frá þessu er greint í frétt á vef Kristilega dag- blaðsins. - ibs Ungir danskir prestar: Messur verði á virkum dögum NOREGUR Prófarkalesara hjá bókasafni blindra í Noregi, sem var sagt upp þegar prófarkalestr- inum var úthýst til Indlands, hafa verið dæmdar 76 milljónir íslenskra króna í bætur. Yfirmaður prófarkalesarans sagði fyrir rétti að prófarkalestur- inn væri auðveldari fyrir Indverja sem ekki kynnu norsku. Á það féllst rétturinn ekki. Yfirmaðurinn hélt því fram að lesturinn í Indlandi væri sjálf- virkur. Verjandinn fékk upplýs- ingar frá Indlandi um að svo væri ekki. - ibs Starfi úthýst til Indlands: Prófarkalesari fær tugi millj- óna í bætur VERÐLAUN Samskip hafa verið útnefnd Menntafyrirtæki ársins 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt. Auk Sam- skipa voru Isavia, Landsbankinn og Rio Tinto Alcan á Íslandi til- nefnd. „Þetta er mikill heiður og um leið viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið á þessu sviði hjá Samskipum,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin á Hilton Reykjavík Nor- dica, þar sem fram fór Mennta- dagur atvinnulífsins í fyrsta sinn. Samtök atvinnulífsins standa að deginum ásamt aðildarfélögum sínum, LÍÚ, SVÞ, SF, SFF, SI, Sam- orku og SAF. - fb Menntafyrirtæki ársins: Samskip bar sigur úr býtum SUÐUR-AFRÍKA Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera sak- laus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusar- daginn í fyrra. „Það var eitthvað hræðilegt að gerast í húsinu,“ sagði Michelle Burger, vitni í málinu, fyrir rétti í gær. Burger segist hafa heyrt ógnvænleg óp og skothvelli frá íbúð þeirra Pistorius og Steen- kamp. „Hún rak upp skelfingaröskur og bað um hjálp. Síðan heyrði ég karlmann hrópa þrisvar eftir hjálp,“ sagði Burger. „Skömmu eftir óp hennar heyrði ég fjóra skothvelli,“ bætti Burger við. Pistorius sat svipbrigðalaus í réttarsalnum í gær og horfði niður í gólfið. Hann hefur alla tíð haldið því fram að dauði Steen- kamp hafi verið hræðilegt slys, en hann taldi sig vera að skjóta inn- brotsþjóf sem hefði falið sig inni á klósettinu. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í hand- legg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Takist ákæruvaldinu að sýna fram á ásetning Pistorius um að myrða kærustu sína gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu standa yfir í þrjár vikur hið minnsta, en ráð- gert er að þau muni taka töluvert lengri tíma í ljósi þess að 107 vitni hafa verið kölluð til í málinu. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Suður-Afríku og þau halda áfram í dag. - js Aðalmeðferð hafin í máli íþróttamannsins Oscars Pistorius vegna meints morðs á kærustu sinni: Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.