Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 10
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Ólafur Jóhannsson 534 1020 TIL LEIGU GLÆSILEGT HÚSNÆÐI HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratrygging- ar Íslands hófu um mánaðamótin útgáfu rafrænna afsláttarkorta vegna heilbrigðisþjónustu og hefur útgáfu afsláttarkorta á pappír alfarið verið hætt. Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að kortin hafi hingað til verið heim- send, en því verður nú hætt. Framvegis verður ekki nauðsyn- legt að framvísa korti þegar leitað er til læknis eða sjúkrastofnunar, þar sem allir veitendur heilbrigðis- þjónustu hafa rafrænan aðgang að upplýsingum um útgefin afsláttar- kort. - eb Sjúkratryggingar Íslands: Afsláttarkort nú á rafrænu formi HEILSA Reykskýli hefur verið reist fyrir framan annan innganginn á fyrstu hæð Kringlunnar. Framkvæmdin tengist endur- nýjun á aðalinngöngunum fimm í húsið en sá fyrsti var endurnýjaður fyrr á árinu. Skýlið er upphitað og upplýst og kostaði á þriðju milljón króna. „Við höfum sett okkur það markmið við endurnýjun á inngöngum í húsið að koma upp svona aðstöðu þar sem annars vegar reyk- ingamenn geta verið í skjóli og hins vegar að þeir sem ganga um inngangana okkar geta gert það án þess að ganga í gegnum eitthvert reykjarkóf. Markmiðið er að koma til móts við báða aðila,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kvartað hefur verið yfir reykingamönnum fyrir framan innganga Kringlunnar, sérstak- lega á neðri hæðinni. „Við höfum fengið flest- ar athugasemdir við inngangana sem eru ekki undir beru lofti,“ segir Sigurjón Örn og bætir við að ætlunin sé að reisa annað reykskýli á fyrstu hæðinni síðar á þessu ári. Hinum tveimur verði bætt við seinna. „Þetta kostar allt skildinginn en ég held að það muni skila sér þegar þetta er komið í gagnið alls staðar í ánægðari viðskiptavinum, bæði reyklausum og þeim sem reykja.“ - fb Reykskýli sem kostaði á þriðju milljón króna hefur verið reist og annað er væntanlegt: Ekkert reykjarkóf lengur við Kringluna STJÓRNSÝSLA Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gagnrýnir lagafrumvarp innanrík- isráðherra sem veitir ríkislögreglu- stjóra heimildir til að afla persónu- legra upplýsinga um flugmenn. Um er að ræða upplýsingar um hvort viðkomandi eigi aðild að einkamáli fyrir dómstólum, sé á skrá Creditinfo yfir fjárhagsmál- efni og lánstraust auk upplýsinga um hjúskaparstöðu viðkomandi. Sambærilegra upplýsinga má afla um maka eða sambýling. Öflun þessara upplýsinga er liður í bakgrunnsskoðun á starfs- mönnum sem fara í gegnum Kefla- víkurflugvöll, til að tryggja öryggi og gæta almannahagsmuna. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir eðlilegt að bakgrunns- athuganir séu gerðar til að sann- reyna hver viðkomandi er og athuga hvort hann hafi hlotið dóm en hér sé gengið of nærri friðhelgi einkalífsins. „Ég skil ekki hvernig það varð- ar almannaöryggi hvort ein- hver standi í forræðisdeilu, eigi í nágrannaerjum eða hversu mikið viðkomandi skuldi í húsinu sínu. Það gerir flugmanninn ekki að óheiðarlegum eða hættulegum manni,“ segir Hafsteinn. FÍA kærði þessar athuganir til Persónuverndar þegar þær birt- ust fyrst á eyðublaði félagsmanna árið 2012. Persónuvernd úrskurð- aði fyrir ári að öflun þessara upp- lýsinga væri ríkislögreglustjóra óheimil á grundvelli ákvæða mannréttindalaga um friðhelgi einkalífsins og rétt til atvinnu. Hafsteinn segir viðbrögð stjórn- valda við þeim dómi vera að lög- leiða þessar persónurannsóknir. „Ríkislögreglustjóri fullyrð- ir að verið sé að uppfylla reglur ESB en þær reglur hef ég hvergi séð. Samkvæmt frumvarpinu mun Ísland ganga mun lengra en önnur Evrópuríki í persónunjósnum við framkvæmd bakgrunnsathugana. Þetta minnir á ástandið sem var í Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins.“ Hann segir að með frumvarp- inu sé valtað yfir úrskurð Pers- ónuverndar. Einnig að um mikið hagsmunamál sé að ræða þar sem flugmenn séu háðir því að fá sam- þykkta bakgrunnsskoðun til að geta stundað sína atvinnu. „Þetta varðar starfsöryggi og afkomu félagsmanna og fjöl- skyldna þeirra. Samt sem áður var ekki haft samband við eitt einasta hagsmunafélag við gerð frum- varpsins og leitað álits.“ Í svari sem birtist á vef Ríkislög- reglustjóra er fullyrðingu FÍA um aðför að starfsöryggi og afkomu félagsmanna hafnað og áréttað að bakgrunnsathuganir „eru til þess ætlaðar að efla öryggi í flugi og á flugvöllum og eru samkvæmt alþjóðakröfum um flugvernd“. Endurskoða þurfi lagaheimild- ir er varða bakgrunnsathuganir og kveða skýrt á um hvað skuli athuga hjá viðkomandi og hvaða ástæður geta valdið neikvæðri umsögn. erlabjorg@frettabladid.is Gagnrýna „persónunjósnir“ Í nýju frumvarpi eru ríkislögreglustjóra veittar auknar heimildir til bakgrunnsskoðunar á flugmönnum. Geng- ið er gegn úrskurði Persónuverndar og formaður FÍA segir eftirlit minna á Austur-Evrópu á kaldastríðsárunum. Nýlegt dæmi af félagsmanni FÍA sýnir hversu alvarlegar afleiðingar bak- grunnsskoðun getur haft á líf og starf flugmanna. Flugmaðurinn svaraði spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann tekið þátt í ólöglegu athæfi. Hann taldi sig þurfa að útskýra að hann hefði tekið gengislán hjá Íslandsbanka, sem síðar voru dæmd ólögleg. Í framhaldi af því var hann kallaður á fund þar sem hann útskýrði betur hlið sína og baðst afsökunar á misskilningi. Í kjölfarið var honum samt sem áður hafnað um bakgrunnsskoðun. Það þýðir að hann hafði ekki leyfi til að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll og stóð þar af leiðandi frammi fyrir því að geta ekki stundað starf sitt. FÍA kærði málið til innanríkisráðuneytisins sem sagði höfnunina ómál- efnalega og var hún dregin til baka. „Þetta dæmi sýnir að ríkislögreglustjóri stendur ekki faglega að at- huguninni og við óttumst þessi vinnubrögð,“ segir Hafsteinn. „Með auknum heimildum fást fleiri fletir sem gætu haft áhrif á bakgrunns- skoðun. Þetta eru atriði sem hafa ekkert með flugöryggi að gera en ógna um leið verulega starfsöryggi flugmanna.“ Óvönduð vinnubrögð ríkislögreglustjóra Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Til að flugmenn geti farið um Keflavíkurflugvöll þurfa þeir að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SKÁK Fimmtugasta Reykjavíkur- skákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar upp- ákomur. Heiðursgestur verður Garrí Kasparov, fyrrverandi heims- meistari í skák, og verður hann á landinu 9.-11. mars. Hann ætlar að heimsækja leiði Bobbys Fischer á 71. fæðingardegi Fischers, 9. mars. Kasparov mun einnig árita bækur fyrir skák- áhugamenn í Hörpu 10. mars. Búist er við metþátttöku í mótinu. Gera má ráð fyrir að keppendur verði á bilinu 260 til 270 talsins, frá um 45 löndum. Meðal kepp- enda eru 27 stórmeistarar og þrjátíu alþjóðlegir meistarar. - fb Reykjavíkurskákmótið: Garrí Kasparov heiðursgestur GARRY KASPAROV Heimsmeistarinn fyrrverandi verður heiðursgestur. NORDICPHOTOS/GETTY Ég skil ekki hvernig það varðar almanna- öryggi hvort einhver standi í forræðisdeilu, eigi í nágrannaerjum eða hversu mikið viðkomandi skuldi í húsinu sínu. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA REYKSKÝLIÐ Skýlið við inngang Kringlunnar er bæði upphitað og upplýst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI Hlutabréfavelta í Kaup- höllinni jókst um 28 prósent milli janúar og febrúar, samkvæmt yfir- liti sem Kauphöllin birti í gær. Aukning milli ára nemur 58 pró- sentum. Í febrúar í fyrra námu við- skiptin um 1.006 milljónum á dag. Viðskipti með hlutabréf í Kaup- höllinni í nýliðnum mánuði námu 31.892 milljónum króna eða sem svarar 1.595 milljónum á dag. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group, 14,6 milljarðar. - óká, fbj Dagsvelta var 1,6 milljarðar: Hlutabréfavelta jókst um 58% MATVÆLI Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, furðar sig á orðum formanns Bændasam- taka Íslands, Sindra Sigurgeirs- sonar, um sóknarfæri í útflutn- ingi matvæla. Í ræðu Sindra kom fram að inn- flutningur á matvöru nemi um fimmtíu milljónum króna á dag umfram útflutning. „Staðreyndin er að við flytjum út fyrir meira en 600 milljónir króna á dag umfram innflutn- ing,“ skrifaði Gylfi á Facebook- síðu sína. Stærsti hluti matvæ- laútflutnings Íslendinga skrifast á sjávarútvegsafurðir. „Við flytj- um út um tvö tonn á ári fyrir hvern Íslending og varla nokkur þjóð í heimi sem gerir betur en það.“ Í samtali Vísis við Gylfa árétt- aði hann undrun sína á málflutn- ingnum og sagði: „Mér finnst þetta mjög skrýtið af því það er ekki eins og þetta sé leyndarmál. Þetta eru opinberar hagtölur um útflutning.“ - ss Gylfi Magnússon hjá viðskiptafræðideild HÍ: Undrast ummæli GYLFI MAGNÚSSON Furðar sig á orðum formanns Bændasamtaka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.