Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 4
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Hleruðu án heimildar Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 300 þúsund krónur eftir að sími hennar var hleraður án heim- ildar af embætti Sérstaks saksóknara. Ekki lá fyrir úrskurður um hlerun síma konunnar. Vísbending sem lög- regla byggði á þegar hún hóf hlerun síma konunnar var sú að eiginmaður hennar hafði beðið viðmælanda sinn um að hringja í símanúmer hennar. Sú ályktun ein og sér dugði ekki til að heimila hlerun á síma hennar. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 8-15 m/s. ÉL EÐA SLYDDUÉL Vestlæg átt með éljum eða slydduéljum næstu daga sunnan- og vestanlands. Einhver úrkoma verður í dag um norðaustan- og austanvert landið en úrkomulaust að mestu norðan til næstu daga. 1° 4 m/s 3° 6 m/s 3° 5 m/s 6° 10 m/s Á morgun Hvöss vestanátt syðra. Gildistími korta er um hádegi 0° -2° -1° -2° -3° Alicante Basel Berlín 19° 11° 10° Billund Frankfurt Friedrichshafen 7° 11° 7° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 18° London Mallorca New York 11° 19° -3° Orlando Ósló París 25° 4° 9° San Francisco Stokkhólmur 15° 5° 4° 6 m/s 6° 6 m/s 5° 7 m/s 4° 10 m/s 0° 3 m/s 2° 3 m/s -2° 4 m/s 2° -1° 2° 3° 0° VIÐSKIPTI Íbúðalánasjóður, stærstu bankar og dótturfélög eiga 3.406 fasteignir. Þetta kemur fram í samantekt sem spyr.is hefur unnið. Langflestar eignirnar eru í eigu Íbúða- lánasjóðs og dótturfélags hans, Kletts, 2.634. Íbúðalánasjóður átti 2.117 íbúðir í lok janúar, þar af stóðu 197 þeirra auðar. Klettur leigufélag er með 517 íbúðir á sínum snærum og eru þær allar í útleigu. Af íbúðunum sem stóðu auðar voru 20 á höfuðborgarsvæðinu, 102 á Suðurnesjum og 37 á Vesturlandi. Arion banki og dótturfélagið Landey eiga 236 fasteignir, af þeim flokkast 141 sem íbúðarhúsnæði og þar af standa 42 eignir auðar. Landey á eina eign sem er íbúðarhæf en stendur auð og bíður þess að verða seld. Landey er auk þess með 16 eignir sem eru á byggingarstigi. Landsbankinn og dótturfélagið Hömlur áttu 244 íbúðir um áramót. 116 stóðu tómar, í leigu voru 76 og 52 voru á byggingarstigi. Íslandsbanki og dótturfélag hans, Miðengi, eiga 275 íbúðir en af þeim eru 126 í útleigu. Bankinn áætlar að 159 eignir standi auðar, séu á byggingarstigi, teljist ekki íbúðar hæfar eða séu á sölu. Á heimasíðu spyr.is segir að af þessum 3.406 eignum megi gera ráð fyrir að á milli 400 og 500 eiginir standi auðar. Langflestar þeirra hafi áður verið í eigu einstaklinga. johanna@frettabladid.is KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI 40 lönd utan Íslands hafa notið þekkingar sérfræðinga Íslenskra orkurannsókna á undanförnum árum. Níu af þeim verkefnum sem stofnunin hefur komið að hafa verið í Afríku. Heimild: Vefur ÍSOR UTANRÍKISMÁL Næsti fundur vinnu- hópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þró- unarsjóðs EFTA (Evrópska fríversl- unarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. Viðræður um greiðslur Íslands, Noregs og Liechtenstein fyrir áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópu á næsta tímabili, 1. maí 2014 til 30. apríl 2019, hófust 22. janúar síðastliðinn. Á tímabilinu sem nú er að ljúka hafa greiðslur Íslands samsvar- að um 1,5 milljörðum króna á ári hverju, eða 7,8 milljörðum alls. Hlutur Íslands í heildargreiðslum hefur numið fimm prósentum og Liechtenstein einu prósenti, meðan Noregur hefur staðið undir 94 pró- sentum heildargreiðslna. Kostnað- ur EES/EFTA-ríkjanna fyrir tíma- bilið sem nú er að ljúka nemur alls 998,5 milljónum evra, eða sem svar- ar 155,5 milljörðum króna. „Þessar viðræður eru hafnar en þær eru á algjöru frumstigi og engu hægt að svara á þessari stundu um tímasetningar eða fjár- hæðir,“ segir Urður Gunnarsdótt- ir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu- neytisins. Lars-Erik Hauge, fjölmiðla- fulltrúi sendinefndar Noregs hjá Evrópusambandinu, segir að frá því að samningsaðilar kynntu upphaflegar kröfur á fyrsta fundi í janúar hafi vinnuhópar hist tvisv- ar. Stefnt sé að því að þeir fundi aftur um miðjan mars. Eiginlegur samningafundur hafi ekki verið fastsettur. - óká Samningar standa yfir um verð EES/EFTA-ríkja fyrir áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópu: Næsti fundur haldinn um miðjan mánuð Í janúarlok átti Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra fund með Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópu- málaráðherra Noregs, þar sem EES- samningurinn og framtíð hans var til umræðu. Utanríkisráðherra gerði þá grein fyrir breyttum áherslum nýrrar ríkisstjórnar í Evrópumálum og lagði áherslu á mikilvægi EES- samningsins, sem væri grunnurinn að samstarfi Íslands við ESB. ➜ Áhersla lögð á EES MUNUR Kílóið af íslenskri agúrku kost- aði 420 krónur í Bónus en 714 krónur hjá Samkaupum-Strax. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NEYTENDUR Allt að 218 prósenta munur var á verði matvöru þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum nýverið. Hæsta verðið var oftast í versl- un 10/11, í meira en helmingi til- vika. Vöruúrvalið reyndist best í Fjarðarkaupum, þar sem 82 af 83 tegundum sem skoðaðar voru fengust. Mesti verðmunurinn var á app- elsínum, sem kostuðu 157 krónur kílóið hjá Samkaupum-Strax en 499 krónur hjá 10-11. Munurinn er 218 prósent. Verðmunur á ávöxtum og grænmeti var tals- verður, að lágmarki 70 prósent. Minnstur var verðmunurinn á osti, viðbiti og mjólkurvörum. - bj Verðkönnun ASÍ á matvöru: Verðmunurinn allt að 218% ÍLS og bankar eiga 3.400 íbúðir Talið er að á milli 400 og 500 íbúðir sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs og banka og dótturfélaga þeirra standi auðar. Bankarnir eiga nær 1.400 íbúðir en Íbúðalánasjóður á rúmlega 2.000. Flestar voru áður í eigu einstaklinga. FRÁ REYKJAVÍK Íbúðalánasjóður og bankarnir eiga 3.406 fasteignir. Gera má ráð fyrir að af þeim standi á milli 400 og 500 eignir auðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íbúðalánasjóður og Klettur 2634 Arion banki og Landey Íslandsbanki og Miðengi Landsbanki og Hömlur 253 273 244 FASTEIGNIR Í EIGU SJÓÐA OG BANKA Heimild: spyr.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.