Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 16
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Það hefur lengi verið mér
nokkur ráðgáta að frjáls-
hyggjufólk á Íslandi skuli
margt hvert leggjast
gegn aðild að Evrópu-
sambandinu. Í umræðu
hér á landi flytur þetta
góða fólk fram rök sem
enduróma frá andstöðu
hægriarms Íhaldsflokks-
ins í Bretlandi við aðild
að ESB: Sett eru fram rök
gegn ofstjórn og ströngu
regluverki sem takmarki
athafnafrelsi. Aðild að ESB muni
draga úr athafnafrelsi.
En þessi rök eiga bara ekki við
hér á Íslandi. Hér eru aðstæður
allt aðrar en í flestum öðrum
Evrópulöndum – svo ekki sé
minnst á Bretland.
Evrópsk samfélög eru rótgró-
in markaðssamfélög. Þau byggja
á aldalangri markaðshefð, þar
sem fjölmargir ólíkir aðilar eiga
viðskipti á frjálsum forsendum.
Fákeppni er til muna sjaldgæf-
ari en hér á landi, sérlega meðal
stærri ríkja. Jafnvel Norðurlönd-
in, sem breskir frjálshyggjumenn
horfa til sem ófrelsissamfélaga
ríkisafskipta, byggja á fullkomnu
viðskiptafrelsi, opnu hagkerfi
og mikilli erlendri fjárfestingu.
Viðskiptalíf er mjög frjálst á
Norðurlöndunum, þótt ávinning-
ur einstaklinga og fyrirtækja sé
tempraður með háum sköttum.
Bretland er líklega mesta mark-
aðshyggjusamfélagið í Evrópu.
Fyrir vikið upplifa Bretar oft
að regluverk Evrópusambands-
ins hefti óheft markaðsfrelsi,
með samræmdum reglum um
markaðssetningu samfara opnun
markaða aðildarríkja.
Ísland er ekki markaðssinnað
Ísland er ekki markaðssinnað
land og hefur aldrei verið. Sví-
þjóð er frjálshyggjuparadís
í samanburði við Ísland. Hér
hefur verið landlæg fákeppni og
einokun og pólitískt vald og við-
skiptavald verið samtvinnað allt
fram á níunda áratuginn. Inn-
flutnings- og útflutningshöft
hafa einkennt efnahagslífið og
eru enn ráðandi í fjölmörgum
atvinnugreinum. Allar breyt-
ingar í frelsisátt á Íslandi hafa
komið að utan fyrir þrýsting
alþjóðastofnana og einkum í
kjölfar samninga um evrópska
efnahagssamvinnu – fyrst aðild
að EFTA og svo breytingin mikla
með EES.
Í fljótu bragði man ég bara
eina breytingu í frjálsræðisátt
sem varð fyrir algerlega inn-
lenda baráttu og það var þegar
bjórbannið var afnumið fyrir
réttum aldarfjórðungi.
Fyrir Bretum geta reglur Evr-
ópusambandsins verið
sem ánauð, því þær setja
nýjar reglur um mark-
aðssetningu. Fyrir okkur
hafa sömu reglur í för
með sér frelsun, því við
höfum BÆÐI búið við
séríslenskar reglur um
markaðssetningu OG
bönn við frjálsum við-
skiptum milli landa.
Reglur Evrópusambands-
ins hafa opnað fyrir
okkur markaði og búið til
ný tækifæri hér á landi.
Íslenskt haftasamfélag byggir
á gömlum grunni og það er hægt
að finna hliðstæðu við orðræðu
aðildarsinna og aðildarand-
stæðinga nú í aðdraganda Pín-
ingsdóms árið 1490. Þá, eins
og nú, snerist ágreiningur um
hvort ætti að opna hagkerfið og
auka samkeppni og leyfa þeim
atvinnugreinum sem gátu borgað
hæstu launin að drífa hagþró-
unina áfram, eða hvort ætti
að loka landinu til að tryggja
áframhaldandi drottnunarstöðu
þeirra atvinnugreina sem nutu
sín vel innan hafta og byggðu
samkeppnisforskot sitt á lágum
launum landsmanna. Seinni kost-
urinn varð ofan á með Pínings-
dómi, þriðjungur þjóðarinnar
var hnepptur í vistarband og við
tók 400 ára sjálfsköpuð fátækt-
artíð.
Eftir að losnaði um vistar-
bandið upp úr 1880 og fram til
upptöku íslenskrar krónu árið
1920 var skammvinnt frjáls-
ræðisskeið, þar sem Ísland naut
viðskiptafrelsis og ávinnings af
sameiginlegum gjaldmiðli með
helstu viðskiptalöndum. Þetta
var mikill uppgangstími. Erlend
fjárfesting var umtalsverð og
sjávarútvegurinn tók gríðarlegt
framfarastökk sem hann býr að,
enn þann dag í dag.
Samfelld haftasaga
Nærri hundrað ára saga
íslenskrar krónu er hins vegar
samfelld haftasaga. Flest höft
tuttugustu aldarinnar eiga rætur
í vandamálum sem leiddu af
íslenskri krónu. Gjaldeyrisskort-
ur hefur verið viðvarandi og
sífellt hefur þurft að takmarka
kaupgetu almennings með geng-
isfellingum til að lifa með hinni
íslensku krónu. Á ólíkum tímum
hafa menn reynt ólíkar lausnir.
Á sjötta áratugnum var marg-
falt gengi – ólíkt fyrir ólíkar
atvinnugreinar. Hvað er fjár-
festingaleið Seðlabankans í dag,
þar sem Íslendingar með falið fé
í útlöndum fá afslátt af skráðu
gengi, annað en önnur útfærsla
þeirrar hörmungarstefnu? Á
fimmta áratugnum var beitt
skömmtunum, því eftirspurn
fólks eftir innfluttum varn-
ingi var ofviða krónunni. Hvað
er lággengisstefna okkar tíma
annað en önnur leið til að koma
í veg fyrir að venjulegt fólk geti
keypt það sem það hefur áhuga á
af innfluttum varningi?
Það er gott að lesa útlensk
blöð, en það er varhugavert að
draga of víðtækar ályktanir
af erlendum viðhorfum. Aðild
að Evrópusambandinu yrði til
mikils frelsisauka fyrir íslenskt
samfélag. Flestar þær reglur af
evrópskum uppruna sem lúta að
starfsumgjörð almenns atvinnu-
lífs, svo sem er varðar sam-
keppnisreglur, markaðssetningu
almennrar vöru, umhverfisregl-
ur, vinnuvernd og jafnréttismál,
binda okkur nú þegar með EES-
samningnum. Engar nýjar höml-
ur fylgja aðild að ESB að þessu
leyti. Aðild að ESB mun einungis
auka viðskiptafrelsi með land-
búnaðarvörur, opna íslenskum
framleiðendum landbúnaðarvöru
nýja markaði í Evrópu, bæta við-
skiptakjör fyrir íslenskar sjáv-
arafurðir á Evrópumarkaði og
styðja við nýsköpun og framþró-
un. Innlendir iðnframleiðendur
munu komast úr þeirri stöðu að
þurfa að útskýra fyrirbærið EES
fyrir hverjum einasta tollverði í
Evrópu. Fákeppni mun minnka
og erlend fjárfesting aukast. Og
sparifjáreigendur og lántakend-
ur munu loks fá vörn í stöðugum
gjaldmiðli gegn ofríki ríkisvalds
og ráðandi markaðsafla í gegn-
um eilífa hringrás verðbólgu og
gengisfellinga.
Hvernig getur frjálslynt fólk
verið á móti þessari framtíð?
Evrópusambandsaðild
fyrir frjálslynt fólk Ákvörðun ríkisstjórnar-flokkanna um að draga
aðildarumsókn Íslands
að Evrópusambandinu er
uppákoma, atburður, sem
kallar fram óvenjulega
sterk viðbrögð. Stór hluti
þjóðarinnar er augljós-
lega þeirrar skoðunar, að
mál af þessu tagi, sé miklu
stærra en svo, að meiri-
hluti Alþingis, sé einn um
slíka ákvörðun. Málið er
nefnilega svo stórt, að með
því að slíta formlega viðræðum,
er það ákvörðun, sem ekki verður
breytt aftur í einni svipan. Slit á
viðræðum við ESB hafa langtíma
áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að
það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að
snúa við því blaði. Þetta er tíma-
mótaákvörðun sem varir. Að því
leyti er ákvörðun um við ræðuslit
allt önnur en breytingar á lögum,
sem Alþingi setur og samþykkir
alla jafna. Lögum má alltaf breyta,
meðan viðræðuslit við ESB eru
varanleg til margra ára.
Í kjölfar hrunsins gerðu Íslend-
ingar tilraun til að spyrja sjálfa
sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað
þarf að laga í stjórnarfari okkar?
Bæði rannsóknarnefndin, heim-
spekingar og stjórnmálamennirn-
ir sjálfir bentu á ýmsa veikleika,
sem hér verður ekki farið út í, en
meginstefið var þó þetta: Íslend-
ingar vaða áfram og gefa skít í
andstæðingana, stjórnmálaflokk-
arnir einblína of mikið á sjálfa sig
(og sína), ákvarðanir eru teknar í
átökum í krafti sérhagsmuna eða
í einhvers konar kappleik, eins og
Páll Skúlason, fyrrum háskóla-
rektor, segir. Það skorti og skortir
samræðu, hugsun og viðleitni til að
hafa almannaheill að leiðarljósi.
Ekki mál tveggja flokka
Ákvarðanir og umræður um til-
löguna um slit á viðræðum við
ESB er ekki mál eins eða tveggja
stjórnmálaflokka. Þar að auki má
halda því fram að kosningarnar til
Alþingis í fyrra hafi alls ekki snú-
ist um Evrópumálin. Þeim var ýtt
til hliðar, með loforðum um að efnt
yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kjósendur tóku mark á því og
kosningabaráttan snerist um allt
annað: niðurfellingu á skuldum
heimilanna, fyrst og fremst. Evr-
ópa var ekki á dagskrá.
Ég ætla ekki að fara að tala
um svik á loforðum um þjóðar-
atkvæðagreiðslu, heldur benda á
að skoðanakannanir sýna aftur
og aftur þá staðreynd, að þjóðin
sé klofin í tvær fylkingar, með
og á móti, og þar sé kannski bita
munur en ekki fjár. Ég er í hópi
þeirra sem vilja vita hvað er í
boði ef gengið er í ESB og hvað er
í boði hvað varðar gjaldeyrismál
og krónu í höftum.
Af hverju geta flokkarnir okkar
ekki sest niður og talað saman um
hvað sé skynsamlegast að gera?
Fyrir okkur öll og komandi kyn-
slóðir. Málið á ekki að snúast um
afstöðu einstakra flokka, heldur
um almannaheill, um framtíðina,
um lífskjör þjóðarinnar.
Í stað þess eru þingmenn og
stjórnmálaflokkar í sömu spor-
unum og við þekkjum frá fyrri
tíð. Með samanbitnar varir, með
lágkúrulegum orðræðum, með
hugsun kappliðsmanna, að nú sé
það allt eða ekkert, nú sé það eina
markmiðið að sigra í þessari lotu.
Þeir hugsa um flokkinn en ekki
þjóðina, þeir skeyta ekki um skoð-
anir annarra en sjálfra sín og við
erum komin aftur í sama farið og
fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða
aldrei.
Aftur í öngstræti
Þetta er sorgleg staða og dapurleg.
Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur
sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í
áliti og verða menn að meiri, for-
ingjar stjórnarflokkanna, ef þeir
legðu til að tillagan um slit á við-
ræðum yrði dregin til baka, að
kalla saman hagsmunahópa, full-
trúa allra flokka, sérfræðinga og
siðfræðinga, til rökræðu og mál-
flutnings og gera þannig heiðar-
lega og vitsmunalega tilraun til
að ná sameiginlegri niðurstöðu
í þágu almannaheilla. Ná sátt í
þágu framtíðar hér á Íslandi. Og
síðast en ekki síst, sýna þjóðinni
að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu
ekki í kappleik fyrir einhvern
flokk, heldur beri hagsmuni sam-
félagsins fyrir brjósti. Eyðum
þessum illindum og offorsi, sýnum
að við erum hugsandi verur. Mikið
mundi það hjálpa Alþingi, stjórn-
málaflokkunum og þjóðinni, til að
öðlast virðingu og traust og trú á
betri framtíð.
Slíðrum sverðin
Í mínu ungdæmi úti á landi
voru margir framsóknar-
menn. Þetta var sómakært
fólk og lítillátt, starfaði
flest hjá kaupfélaginu og
ræktaði garðinn sinn. Það
lagði góðum málum lið,
var annt um samfélagið
sitt og mátti ekki vamm
sitt vita. Það bjó að sínu,
las málgagnið og kaus
flokkinn sinn. Hagsmuna-
bröltið á stóra sviðinu var
utan þeirra verkahrings.
Það var góður andi í kringum þetta
fólk, stundum glaðværð en stund-
um þögn. Það var notaleg þögn. Þá
heyrðist ekkert hljóð nema tifið í
stofuklukkunni sem var merki um
að allt væri í stakasta lagi.
Fjörutíu árum síðar er fram-
sóknarmaðurinn á leið til Reykja-
víkur á glæsikerrunni sinni.
Hraðamælirinn sýnir 160 km á
klst. Það er í góðu lagi, hann á
þetta land. Hann lítur ekki í bak-
sýnisspegilinn, það er óþarfi, bak-
landið er tryggt. Hann er í síman-
um, það þarf að treysta samböndin
og leggja á ráðin um stóru málin.
Í bænum hittir hann félagana.
Það fer vel á með þeim og þeir
byrja að belgjast út og stækka.
Þeir horfa til austurs. Ekki til
Norðurlandanna, ekki til Evr-
ópusambandsríkja held-
ur út á víðlendur Rússlands og
Asíu. Þar eru nýju stórveldin,
jafningjar þeirra. Og kóngurinn,
sjálfur Framsóknar-Pútín. Hann
og Brellu meistarinn mikli munu
tryggja viðskipti og stöður á norð-
urslóðum. Þar er lífsrýmið, ónýttu
tækifærin, olían, ríkidæmið, mátt-
urinn og dýrðin.
Okkar maður sendir frá sér vel-
líðunarstunu og glott færist yfir
þrútið andlitið. Að utan berst takt-
fastur sláttur frá skrílnum, sönn-
un þess, hugsar hann, að Ísland er
á réttri leið.
En kjósandinn hugsar (betra
seint en aldrei) að tími sé kominn
á róttæka endurnýjun í íslenskum
stjórnmálum, ný vinnubrögð og að
rjúfa tengslin við einstaklinga og
hagsmunaöfl sem beita ofríki.
Stökkbreytingin
trarvörurReks
inna með þér - v
EVRÓPUMÁL
Ellert B. Schram
fv. alþingismaður
➜ Þeir hugsa um
fl okkinn en ekki þjóð-
ina, þeir skeyta ekki
um skoðanir annarra
en þeirra sjálfra og
við erum komin aftur
í sama farið og fyrir
hrun. Allt eða ekkert.
Nú eða aldrei.
STJÓRNMÁL
Arnþór
Gunnarsson
sagnfræðingur
➜ Fjörutíu árum
síðar er fram-
sóknarmaðurinn á
leið til Reykjavíkur á
glæsikerrunni sinni.
Hraðamælirinn sýnir
160 km á klst. Það er
í góðu lagi, hann á
þetta land.
➜ Evrópsk samfélög eru
rótgróin markaðssamfélög.
Þau byggja á aldalangri
markaðshefð, þar sem
fjölmargir ólíkir aðilar eiga
viðskipti á frjálsum forsend-
um. Fákeppni er til muna
sjaldgæfari en hér á landi,
sérlega meðal stærri ríkja.
Jafnvel Norðurlöndin, sem
breskir frjálshyggjumenn
horfa til sem ófrelsissam-
félaga ríkisafskipta, byggja
á fullkomnu viðskiptafrelsi,
opnu hagkerfi og mikilli
erlendri fjárfestingu. Við-
skiptalíf er mjög frjálst á
Norðurlöndunum, þótt
ávinningur einstaklinga og
fyrirtækja sé tempraður
með háum sköttum.
EVRÓPUMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður Sam-
fylkingarinnar