Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 38
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Maður verður að horfa á mynd- ina til að botna eitthvað í henni, en hún fjallar samt klárlega aðallega um kjöt,“ segir Heimir Gestur Valdimarsson sem fékk verðlaun fyrir örmynd ársins á hátíðinni Örvarpanum fyrir myndina Kjöt. Úrslitin voru kynnt á hátíð í Bíó Paradís á laugardagskvöld. „Mér skilst að örmyndaformið gangi aðallega út á mínútulöng mynd- bönd. Margar myndirnar í þess- ari keppni voru mínúta að lengd, en þær máttu vera allt að fimm mínútur. Mín var þrjár mínútur,“ segir Heimir. Myndin var útskriftarverkefni Heimis í skólanum FAMU í Tékk- landi. „Ég lærði kvikmynda- töku þar í eitt ár, en ég hafði þó eitthvað verið að grufla í kvik- myndagerð áður. Þessi mynd var skólaverkefni. Kennari í skólan- um setti okkur fyrir að búa til mynd um drauma. Markmiðið hjá mér var að búa til vídeó sem mér þótti líta vel út og væri súrr- ealískt. Það er smá saga í mynd- inni, en þetta myndræna í mynd- inni er mikilvægara en sagan,“ segir Heimir. Auk þess að gera örmyndir hefur Heimir tekið upp tónlistar- myndbönd. „Meðal annars fyrir hljómsveitina Grísalappalísu, fyrir lag sem heitir Í Mjóddinni, og fyrir hljómsveitina Oyama,“ segir Heimir. Einnig voru veitt áhorfendaverðlaun á Örvarpinu, sem féllu í skaut Einari Baldvini Arasyni fyrir myndina Echos – Who Knew. Erlendur Sveinsson fékk síðan sérstök verðlaun frá dómnefnd fyrir myndina Breathe. Myndin Kjöt fj allar mest um kjöt Heimir Gestur Valdimarsson fékk verðlaun fyrir örmynd ársins á Örvarpanum. ÚTSKRIFTARVERKEFNI Mynd Heimis var sýnd á Northern Wave Film Festival, sem fór fram á Grundarfirði. MYND/ÚR EINKASAFNI Leikkonan Demi Moore, 51 árs, er byrjuð að deita Magic Mike- stjörnuna Alex Pettyfer, 23 ára, en Demi er nýhætt með kærasta sínum, Sean Friday. Demi og Alex sáust saman á klúbbi í Los Angeles á laugar- dagskvöldið og segir heimildar- maður blaðsins Daily Mail að það hafi verið mikill hiti á milli þeirra. „Það var eins og þau hefðu verið elskhugar í langan tíma,“ segir hann. Hvorki blaðafulltrúi Demi né Alex hafa tjáð sig um sambandið. - lkg Komin með nýjan EKKI EIN LENGUR Demi er búin að finna ástina enn á ný. Poppprinsinn Justin Bieber fagnaði tvítugsafmæli sínu um helgina en hann náði einnig öðrum áfanga. Hann varð önnur stjarnan til að fá fimmtíu millj- ónir fylgjenda á Twitter og þakk- aði hann aðdáendum sínum, sem betur eru þekktir sem Beliebers, fyrir þann heiður. Söngkonan Katy Perry varð fyrst til að ná fimmtíu milljónum fylgjenda á samfélagsmiðlinum en það gerðist í síðasta mánuði. Nú eru fylgjendur hennar orðnir 51 milljón talsins. - lkg Tímamót hjá Justin SKIN OG SKÚRIR Ýmislegt hefur gengið á í lífi Justins upp á síðkastið. Spéfuglinn Rebel Wilson mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina. Leikkonan ákvað í staðinn að vera heima hjá sér og fá sér pítsu með vinum sínum. Hún notaði veðrið sem afsökun en það rigndi afskaplega mikið í Hollywood fyrir hátíðina. „Ég ætlaði að fara á Óskarinn en ég ákvað frekar að halda mitt eigið teiti heima hjá mér,“ segir Rebel sem slegið hefur í gegn í myndum á borð við Bridesmaids og Pitch Perfect. - lkg Hætti við Óskarinn HEIMAKÆR Rebel nennti ekki út úr húsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.