Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 6
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL „Nauðsynlegt er að skipuð verði sjálfstæð umhverfis- nefnd innan sveitarfélagsins sem lætur sig náttúru sveitarfélagsins einhverju varða,“ segja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Ölf- uss þar sem samþykkt hefur verið að senda breytingu á aðalskipu- lagi Norðurhálsa til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. Að því er kom fram á fundi bæj- arstjórnar nær aðalskipulags- breytingin til svæðis frá Hverahlíð sem stækkar upp á Norðurhálsa um 180 hektara. Aflétta á hverfis- vernd og vatnsvernd að því svæði sem iðnaðarsvæðið nær til. „Ef rannsóknir leiða í ljós að um nýtanlegt vinnslusvæði sé að ræða, verða borholur á Norður- hálsum tengdar gufuveitu Hvera- hlíðarvirkjunar með safnæðum að skiljustöðvum virkjunarinnar,“ segir um tillöguna. Fulltrúar minnihlutans vísa til aðalskipulags Ölfuss til ársins 2022 um að viðhalda eigi samfelld- um, lítt skertum landslagsheildum eins og framast sé kostur og á iðn- aðarsvæðum sé fyrst og fremst gert ráð fyrir umfangsmikilli iðn- aðarstarfsemi eða starfsemi sem geti haft í för með sér mengun. „Í ljósi þessarar skilgreining- ar er með öllu óskiljanlegt að umhverfisþættir í aðalskipulags- breytingunni séu allir settir í „0 kost“. Það eru með öðrum orðum engin neikvæð áhrif samfara þessum hugsanlegu framkvæmd- um OR á Norðurhálsum,“ benda fulltrúarnir á. „Er þetta einhver brandari?“ spyrja þeir. Þá benda fulltrúar minnihlutans á að nýta eigi orkuna fyrir álver í Helguvík og segja það ekki sam- rýmast markmiðum aðalskipulags um að orka sem unnin sé innan Ölfuss nýtist fyrir atvinnulíf þar. Samkvæmt orðum forseta bæjar- stjórnar sé markmiðið að aðstoða OR í vandræðum fyrirtækisins. Fulltrúar meirihlutans segja staðreyndavillur og rangan skiln- ing í málflutningi minnihluta- manna. Umhverfismat muni draga fram í hvaða flokk umhverfis- þættir falla. Minnkun á vatns- og hverfisvernd verði innan við 1 prósent af heildarstærð verndar- svæðisins. Einnig segir meirihluti bæjar- stjórnar að samskiptin við Orku- veituna fari fram samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu. Fulltrúar minnihlutans hafi slitið orð for- seta bæjarstjórnar úr samhengi „svo þau þjóni undarlegum mál- flutningi þeirra“. Orkuveitunni sé ekki hampað umfram aðra. „Hags- munir íbúa sveitarfélagsins hafa verið hafðir að leiðarljósi í þessu máli sem öðrum.“ gar@frettabladid.is Er þetta einhver brandari? Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Ölfuss. Verkir í hálsi og öxlum? Fæst án lyfseðils Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! HELLISHEIÐI Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að nýta orku úr borholum í Hverahlíð í Hellisheiðarvirkjun. MYND/OR Segja engum hampað í Ölfusi Bæjarstjórn Ölfuss sendir til umsagnar hjá Skipulagsstofnun breytingu á skipulagi til að Orkuveitan geti nýtt heitt vatn á Norðurhálsum. Fulltrúar minnihlutans segja málið stríða gegn hagsmunum sveitarfélagsins sjálfs. Hellisheiðarvirkjun Ölfusá Hverahlíð Þjóðvegur 1 NÁTTÚRA „Klakann hefur tekið upp, en það eru víða stórir klaka- flákar eftir. Grasið þolir tvo til þrjá mánuði undir klaka, og þang- að erum við komin í dag,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. Hann segist hafa áhyggjur af því að grasið sem enn liggur undir ísnum verði fyrir kalskemmdum og drepist. „Við þolum það þótt það komi kal á umferðareyjar, en það er verra með boltavelli og í skrúðgörðun- um,“ segir Þórólfur. Hann segist búast við því að eitthvað verði um graslausar skellur í vor, og líklega verði brugðist við því með því að sá grasfræjum í sárin. Þótt borgarstarfsmenn sái í kalsárin segir Þórólfur ljóst að grasið muni aldrei líta vel út þetta sumarið á þeim stöðum þar sem kalskemmdir séu verulegar. Enn sé þó of snemmt að spá um hvort ástandið verði slæmt. Klakinn sé óðum að minnka, en helst þurfi góða hláku til að restin fari. - bj Komið að þolmörkum fyrir gras sem legið hefur mánuðum saman undir ís: Gætu þurft að sá fræjum í sárin 1. Hvar vilja sjálfstæðismenn sýna fornrit Íslendinga í sumar? 2. Hvað hljómsveit, sem fór á ís árið 2004, snýr aftur? 3. Hvaða handboltaþjálfari var ráðinn til tveggja félaga sama daginn? SVÖR: VEISTU SVARIÐ? 1. Í fundarsal borgarstjórnar Reykjavíkur. 2. Maus. 3. Ágúst Jóhannsson. MENNTUN Sjö manns sóttu um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Þeir sem sóttu um voru Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrekt- or, Eyjólfur Guðmundsson hjá CCP, Javier Sánchez Merina aðstoðar- prófessor, Sigurður Kristins- son prófessor, Sveinn Aðalsteins- son framkvæmdastjóri, Sveinn Viðar Guðmundsson prófessor og Ögmundur Knútsson, forseti við- skipta- og raunvísindasviðs HA. - fb Háskólinn á Akureyri: Sjö sóttu um stöðu rektors Hagkvæmasta lausnin til skemmri tíma virðist sú að leiða gufu frá jarðhitasvæðinu í Hverahlíð niður í Hellis- heiðarvirkjun og tryggja þannig full afköst virkjunarinnar og tekjur til næstu ára. Það gefur okkur það tóm sem við þurfum til þess að vinna að öðrum lausnum og varanlegri bæði hvað gufuöflun og niðurdælingu á vinnsluvatni varðar. Heimild: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á vef fyrirtækisins um kosti þess að leiða gufu frá Hverahlíð fimm kílómetra að Hellisheiðarvirkjun. Kostir fyrir OR við nýtingu í Hverahlíð BJARNI BJARNASON LÖGREGLUMÁL Slökkviliðið á höfuð borgarsvæðinu var kallað út vegna heitavatnsleka á Baróns- stíg um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu fór lögn í sundur vegna framkvæmda við gatnamót Hverfisgötu og Barónsstígs með þessum leiðinlegu afleiðingum. Óvíst er hversu mikið tjónið var en slökkviliðsmenn voru í tvær klukkustundir á vettvangi við að ná bleytunni í burtu. - fb Slökkvilið kallað á vettvang: Vatnslögn fór í sundur í húsi við Barónsstíg VATNSLEKI Slökkviliðsmennirnir eyddu tveimur klukkustundum á vettvangi í gær við að hreinsa upp vatn eftir lekann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KLAKABÖND Gras þolir að liggja undir klaka í tvo til þrjá mánuði, en eftir það fer það að skemmast. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.