Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 26
4. MARS 2014 ÞRIÐJUDAGUR6 ● íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 Áfangaskóli með bóknám til stúdentsprófs, starfsnám í heilbrigðisgreinum, viðbótarnám til stúdentsprófs, sérnámsbraut og fjarnám. Áhersla er lögð á hvetjandi námsumhverfi, fjölbreytt náms- úrval og námsmat, sveigjanlega kennsluhætti og framúrskar- andi þjónustu. Skólinn býr við framúrskarandi aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk og er í alfaraleið. Lögð er áhersla á öfluga stoðþjónustu við nemendur þar sem hæfileikar hvers og eins nemanda fá að njóta sín. BÓKNÁM Skólinn býður upp á hefðbundið nám til stúdentsprófs á félags- fræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og viðskipta- og hag- fræðibraut. Þetta nám er undirbúningur fyrir háskólanám auk þess sem stúdentsprófið nýtist þeim sem hafa hug á annars konar námi eða þátttöku í atvinnulífinu. Einnig er í boði nám á almennri námsbraut sem er sniðin að þörfum þeirra sem hafa ekki ákveðið á hvaða braut þeir vilja stunda nám eða fullnægja ekki inntökuskilyrðum sem krafist er á aðrar brautir skólans. STARFSNÁM Heilbrigðisskólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum á framhalds- skólastigi og leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starfsnám á heilbrigðissviði sem er ávallt í takt við þarfir samfélagsins. Nám í Heilbrigðisskólanum veitir fjölbreytt starfsréttindi innan og utan stofnana auk þess að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í heil- brigðisgreinum. Í boði er nám á sjúkraliðabraut, tanntæknabraut, lækna- og heilbrigðisritarabraut, lyfjatæknabraut og heilsunudd- braut. Einnig er í boði framhaldsnám á fjórða þrepi framhalds- skólans fyrir sjúkraliða og lyfjatækna. Nemendur sem ljúka starfs- námi geta lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs. FJARNÁM Frá sumrinu 2002 hefur FÁ boðið upp á fjarnám en um 100 áfang- ar eru kenndir í fjarnámi og stunda að jafnaði 1.400 nemendur í fjarnámi við skólann. Fjarnámið hefur það markmið að sem flestir geti stundað það óháð stað og stund. FÉLAGSLÍF Félagslíf nemenda er fjölbreytt og öflugt og er áhersla lögð á virka þátttöku nemenda. Allir nemendur eiga að geta fundið sér hlutverk í félagslífinu sem fellur að áhugasviði hvers og eins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Í Iðnskólanum í Hafnarfirði er í boði nám á mörgum spennandi brautum. Iðnnám hefur alla tíð verið aðalsmerki skólans enda eftir sótt nám í góðu samstarfi við atvinnulífið. Nýjasta viðbótin í námsframboði skólans er stúdentspróf með fjölbreytilegu verklegu vali af þrem línum, félagsvísinda- línu, náttúrufræðilínu og línu með opnu vali. Nemendur á stúdentsbraut fá góða innsýn í valda starfsgrein sem er dýrmætur undirbúningur undir frekara nám. Í iðngreinum er starfsþjálfun á vinnustað hluti af náminu. Nemendur sem ljúka prófi í iðngrein og taka stúdentspróf hafa öðlast mjög góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi í tæknigreinum. Öflugt félags- líf er í skólanum en nemendafélagið stendur reglu- lega fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn. Iðnskólinn er rótgróinn skóli í hjarta Hafnarfjarðar sem státar af frábærum tækjabúnaði, vel menntuðum og reynslu- miklum kennurum og starfsfólki sem hefur mikla sérþekkingu á sínu sviði. Iðnskólinn í Hafnarfirði Fagmennska - Virðing - Þekking Í Hótel- og matvælaskólanum í MK er boðið upp á fjölbreytt nám í matvælagreinum. Nemendum sem eru að ljúka 10. bekk stendur til boða nám á almennri braut matvælagreina en þar fá nemendur innsýn í nám bakara, fram- reiðslumanna (þjóna), kjötiðnaðarmanna og matreiðslumanna (kokka). Brautin hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár og færri komast að en vilja. Eftir eins árs nám velja nemendur iðn- grein og sækja um námssamning hjá fyrirtæki í matvæla- og veitingagreinum. Námstíminn eftir það skiptist á milli skólans og vinnustaðar- ins. Nemendur eru að jafnaði tvær annir í skól- anum eftir að þeir hafa lokið náminu á almennu brautinni og ljúka námi sínu á þremur til fjórum árum með burtfararprófi og sveinsprófi í sinni grein. Að námi loknu eru nemendur fullgildir fagmenn sem geta hafið störf í greinum sínum en mjög góð atvinnutækifæri eru í matvæla- og veitingagreinum í dag. Hvað varðar annað námsframboð í Hótel- og matvælaskólanum þá er um nokkra möguleika að ræða. Hótel- og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi ● Bygginga- og mannvirkjagreinar ● Húsasmíði ● Húsgagnasmíði ● Tréskipasmíði ● Pípulagnir ● Háriðnir ● Listnám ● Hönnunarlína ● Handverkslína ● Málmiðnir ● Rennismíði ● Stálsmíði ● Vélvirkjun ● Grunnnám bíliðna ● Rafiðnir ● Starfsbraut ● Stúdentsbraut ● Náttúruvísindalína ● Félagsvísindalína ● Opið val ● Tækniteiknun ● Tengibraut NÁMSBRAUTIR IÐNSKÓLANS: NEMENDUR GETA LAGT STUND Á: ● Iðnstúdentsnám ● Matsveinanám ● Matartæknanám ● Meistaranám að loknu sveinsprófi ● Hótelstjórnunarnám Eins og segir hér að framan þá er fjöl- breytt námsframboð í skólanum. Hefur skólinn að bjóða frábæra aðstöðu til kennslu í öllum matvælagreinum og er hann vel tækjum búinn. Allir sem áhuga hafa á að sækja í nám í Hótel- og matvæla skólanum eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn skólans, áfanga- stjóra, námsstjóra eða námsráðgjafa til að fá frekari upplýsingar. Sveinspróf í mat- væla- og veitingagreinum býður einnig upp á mjög fjölbreytt viðbótarnám s.s. til stúdentsprófs, í hótelstjórnun og iðn- meistaranám.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.