Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 34
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 ÓPERA ★★★★★ Ragnheiður Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: PETRI SAKARI LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON LEIKMYND: GRÉTAR REYNISSON BÚNINGAR: ÞÓRUNN S. ÞORGRÍMS- DÓTTIR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON DANSHÖFUNDUR: INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR AÐALHLUTVERK: ÞÓRA EINARSDÓTTIR, ELMAR ÞÓR GILBERTSSON OG VIÐAR GUNNARSSON FRUMSÝNT Í HÖRPU 1. MARS Ég hitti mann á bílastæðinu í Hörpu eftir óperuna hans Gunn- ars Þórðarsonar sem sagði mér að þetta væri eiginlega í fyrsta sinn sem hann táraðist í óperu. Þetta væri „alvöru óperusýning“ eins og hann orðaði það. Það er hægt að taka undir þetta. Óperan hans Gunnars, sem er líka eftir textahöfundinn Frið- rik Erlingsson, er rómantísk eins og gömlu óperurnar. Samt dettur Gunnar hvergi í klisjurnar. Tón- listin, þótt hún sé þægilega lagræn er aldrei fyrirsjáanleg. Hún minn- ir örlítið á Puccini, en samt er eitt- hvað hrífandi íslenskt við hana, eins óljóst og það nú hljómar. Óperan heitir Ragnheiður eftir einni frægustu kvenpersónu Íslandssögunnar, dóttur Brynjólfs biskups í Skálholti á sautjándu öld. Brynjólfur hafði ætlað henni að giftast ættgöfugum manni, en hún varð ástfangin af kennara í Skál- holti og átti með honum barn. Það endaði illa, hún var opinberlega niðurlægð af föður sínum, neydd til að sverja eið um skírlífi. Barn- ið var tekið af henni og hún dó úr sorg, auk þess sem barnið varð ekki langlíft heldur. Brynjólfur stóð þá uppi einn og yfirgefinn, fullur af iðrun og beiskju. Ég sá óperuna í konsertuppfærslu í sjálfri Skálholtskirkju í sumar, sem sagt á sama stað og atburðirnir gerðust. Það út af fyrir sig var alveg einstakt. Ekki er hægt að ætlast til að verða fyrir sömu áhrifum nú í Hörpu. Skálholt er heilagur staður og andrúmsloftinu þar er ekki hægt að pakka inn og flytja þangað sem maður óskar sér. Hins vegar var annað sem var betra núna. Þar ber helst að nefna frammistöðu tenórsins Elmars Gilbertssonar, en hann söng ekki í sumar. Hann var í hlutverki Daða Halldórssonar, barnsföður Ragn- heiðar. Söngur hans var svo magn- aður að ég fékk gæsahúð hvað eftir annað. Röddin var þétt og fókuseruð, afar sterk, söngstíllinn áreynslulaus en músíkalskur. Það var hreinn unaður að hlýða á hann syngja. Nú vil ég ekki nota orðið efnilegur um fullmótaðan lista- mann, en það þarf eitthvað mikið að kom fyrir ef Elmar á ekki eftir að verða áberandi í tónlistarlífinu, bæði hér og erlendis, þegar fram líða stundir. Aðrir söngvarar stóðu sig með sóma. Þóra Einarsdóttir var yndis- leg sem Ragnheiður, Viðar Gunnars- son sannfærandi í hlutverki Brynj- ólfs, Bergþór Pálsson átti stórleik í litlu en mikilvægu hlutverki; sömu sögu er að segja um Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson og Guð- rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Kórinn var flottur, leikstjórn Stefáns Baldurssonar var blátt áfram og eðlileg, og danshreyf- ingar sem Ingibjörg Björnsdóttir sá um voru skemmtilegar. Hljóm- sveitin var líka frábær undir öruggri stjórn Petri Sakari. Lýsing Páls Ragnarssonar var áhrifarík og sviðsmynd Grétars Reynisson- ar var smekkleg og sniðug. Ragnheiður eftir Gunnar og Friðrik er mögnuð ópera sem skilar sér fullkomlega í sviðsetningunni í Hörpu. Ég segi bara bravissimó! Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Framúrskarandi svið- setning stórfenglegrar óperu. Gæsahúð hvað eft ir annað „Nokkur orð urðu til þess að ég endurskoðaði frá grunni afstöðu mína gagnvart söngnum,“ segir Kristinn Sigmundsson, sem bæt- ist í kennarahóp Listaháskóla Íslands næsta vetur, ásamt Þóru Einarsdóttur. „Ýmislegt hend- ir í kennslu sem verður til þess að opna augu fólks.“ Hann segir að það sé skylda sín að miðla til ungs fólks af þrjátíu ára reynslu sinni af því að starfa sem söngv- ari. „Ég get nefnt dæmi um það af eigin reynslu hvernig áhrif er hægt að hafa. Hingað til lands kom eitt sinn austurrískur píanó- snillingur að nafni Erik Werba sem gjörbreytti afstöðu minni gagnvart söngnum með stuttri tölu sem gerði mig fyrst ösku- reiðan og móðgaðan. Svo þegar ég fór að hugsa málið áttaði ég mig á því hvað hann meinti. Ég vann úr því og þetta er eitt af því sem hefur gert mig að þeim söngvara sem ég er í dag,“ segir Kristinn. Kristinn hlustaði mikið á þess- um tíma á sama söngvarann í ljóðasöng: Dietrich-Fischer Dieskau. „Erik sakaði mig um að herma eftir honum. Ég var mjög móðgaður vegna þess að ég hafði ekki heyrt hann syngja neitt af því sem ég var að syngja. Mér fannst þetta ósanngjarnt. Ég ætlaði að hætta á námskeiðinu, en allt í einu rann upp fyrir mér ljós, og ég sá að allt sem ég var að gera litaðist af þessum eina söngvara sem ég leit mjög upp til,“ segir Kristinn. - ue „Gjörbreytti mér sem söngvara“ Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir bætast í kennarahóp Listaháskólans næsta vetur. Kristinn segir að ýmislegt hendi í kennslu sem opnar augu fólks. TÓNLIST Krist- inn Sigmunds- son segir að í Listaháskólanum sé mikil áhersla lögð á íslenska tónlist, og hann ætli að halda því áfram. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON ÞÓRA EINARS DÓTTIR OG ELMAR ÞÓR GILBERTSSON „Söngur hans var svo magn- aður að ég fékk gæsahúð hvað eftir annað,“ segir Jónas Sen. MYND/GÍSLI EGILL HRAFNSSON Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur fjallar um barnsmissi á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar, fimmtudagskvöldið 6. mars kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Allir velkomnir. Kanadíski leikhópurinn Human Cargo sýnir leikverkið Nótt í Gaflaraleikhúsinu annað kvöld klukkan 20. Leikhópurinn kemur frá Toronto og eru meðlimir hans frá ýmsum menningarsvæðum og tala mörg tungumál. Hópur- inn hefur einbeitt sér að verkefn- um sem fjalla um manninn á ystu nöf og sem skapa aðstæður þar sem áhorfandinn getur tekið þátt í djúpri og alvarlegri umræðu um hugmyndafræði samtímans. Verkið hefur verið sýnt á leik- listarhátíðum víða um heim og í byggðum inúíta í Kanada og Alaska. Aðeins verður þessi eina sýning hér á Íslandi. Human Cargo í Gafl araleikhúsinu Kanadískur leikhópur með pólitísk markmið í heimsókn. HUMAN CARGO Leikhópurinn kemur frá Toronto og eru meðlimir hans frá ýmsum menningar- svæðum og tala mörg tungumál. MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.