Fréttablaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2014 | SKOÐUN | 15
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Vissulega dramatískt orðalag
og sannarlega einkar óþægi-
leg staða að vera í. Sérstaklega
ef maður hefur ekki kennt sér
neins meins og veit ekki hvers
vegna slíkt ætti að gerast. Þó er
þetta býsna algengt vandamál
og oft ástæða þess að læknar fá
símtal eða viðkomandi leitar á
stofu. Í flestum tilvikum er um
lítið magn að ræða sem kemur
oftar en ekki fram þegar við-
komandi er að skeina sig, smá-
vægilegt smit á pappír og orsök-
in bundin við gyllinæð eða sár
við endaþarm.
Öllu alvarlegra er ef það
kemur ferskt blóð með hægðum
sem er sjáanlegt með berum
augum í klósettskálinni. Því
geta fylgt verkir og mismikil
óþægindi, sumir kenna sér þó
einskis meins. Algengara er þó
að einhver undanfari hafi verið,
almenn líðan verri, aukinn slapp-
leiki og þreyta, mögulega megr-
un, lystarleysi og nætursviti.
Hér er auðvitað um að ræða svo-
kölluð b einkenni sem oft fylgja
alvarlegri sjúkdómum eins og til
dæmis ristilkrabbameini. Þó fer
það mjög eftir aldri hvaða grun
læknirinn hefur þegar sjúkling-
ur kvartar samanber lýsinguna
hér að ofan.
Hjá þeim yngri er líklegra að
um ristilbólgusjúkdóma sé að
ræða þó þeir geti komið fram
á hvaða aldri sem er. Sýkingar
og ýmis hastarleg veikindi geta
einnig orsakað blæðingar frá
ristli. En ef sjúklingurinn er
orðinn rúmlega miðaldra er
mögulegt að hann geti verið að
sýna einkenni um ristilkrabba-
mein, sem í sumum tilvikum er
þá orðið langt gengið og hefur
grafið um sig í töluverðan tíma.
Mikilvægt er þó að muna að rist-
ilkrabbamein þarf ekki að gefa
einkenni um jafnvel margra ára
skeið, þess vegna er mikilvægt
að skima hjá einkennalausum
einstaklingum í skilgreindum
áhættuhópum.
Svipað hjá báðum kynjum
Ég hef um langt skeið verið tals-
maður skimunar fyrir ristil-
krabbameini með öllum tiltæk-
um ráðum, en núna í mars er
alþjóðlegur mánuður um for-
varnir gegn slíku meini og er
mikilvægt að auka vitund og
vitneskju um þann sjúkdóm,
ekki síður en önnur krabba-
mein. Mottumars er árlegt
átak Krabbameinsfélagsins til
að vekja karla til vitundar um
sín kynbundnu mein auk þess
að fræða almennt um einkenni
krabbameina og vinna að for-
vörnum. Það er frábært fram-
tak og nauðsynlegt, það skýtur
hins vegar skökku við að ekki
hafi verið lögð meiri áhersla á
fræðslu, forvarnir og ekki síst
skimun gegn ristilkrabbameini
en raun ber vitni fyrir BÆÐI
kynin á undanförnum árum. Það
stendur nú vonandi til bóta.
Það er nefnilega svo að ristil-
krabbamein er eitt algengasta
mein bæði karla og kvenna, tíðni
er svipuð hjá báðum kynjum
og árlega greinast um 150 ein-
staklingar. Á hverju ári látast
að meðaltali 50 einstaklingar
eftir harða baráttu við erfiðan
sjúkdóm, sumir langt um aldur
fram. Flestar þjóðir í kringum
okkur hafa komið á fót skimun
hjá einkennalausum einstak-
lingum, þar sem reynt er að
finna meinið á frumstigi. Þannig
er það í mörgum tilvikum vel
læknanlegt án stórra inngripa og
sjúklingurinn þarf ekki að undir-
gangast skurðaðgerð, lyfja- eða
geislameðferð með tilheyrandi
aukaverkunum. Þrátt fyrir að
embætti Landlæknis hafi gefið
út klínískar leiðbeiningar um
skimun gegn ristilkrabbameini,
sem hafa verið í gildi síðastliðin
14 ár, hefur enn ekki tekist að
koma á skipulagðri leit og hafa
heilbrigðisyfirvöld borið fyrir
sig mislélegar afsakanir fyrir
því fram til þessa.
Láttu skoða þig
Vitað er að skimun getur dregið
úr nýgengi sjúkdómsins um tugi
prósenta, allt eftir því hvaða
aðferð er notuð og hvaða rann-
sóknir er stuðst við. Ljóst er að
við hefðum getað bjargað ansi
mörgum lífum hefði þessum
leiðbeiningum verið fylgt. Menn
geta deilt um ágæti þeirra og
nálgun, en óumdeilt er engu að
síður að skimun myndi leiða til
verulegs ábata fyrir þjóðfélagið
í heild sinni hvað þá heldur fyrir
þær fjölskyldur sem þegar hefur
verið höggvið skarð í sökum
framtaksleysis heilbrigðisyfir-
valda.
Alþjóðlegar og innlendar leið-
beiningar gera ráð fyrir því að
KARLAR og KONUR eftir 50
ára aldur séu í aukinni hættu á
að fá ristilkrabbamein og því sé
skynsamlegt að miða við þann
aldur til að hefja skimun. Þeir
sem eiga ættingja sem glímt
hafa við slíkan sjúkdóm ættu að
byrja í kringum fertugt. Ekki
láta blæða úr rassinum á þér,
láttu skoða þig!
Það blæðir úr rassinum!
EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREY
Holtagörðum, Reykjavík 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100
Húsgagnahöllinni, Reykjavík 558 1100
OPNUNARTÍMI HOLTAGÖRÐUM:
Virka daga 1000-1800, Laugardaga 1100–1600
ÁTTU VON
Á GESTUM!
SILO
SVEFNSÓFI
119.900
Fullt verð kr.
139.900
Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði.
Með rúmfata geymslu í tungu. Svefnsvæði 140x190 cm
Stærð 225x 80 Svefnsvæði 120x190 cm. Með rúmfatageymslu. Grátt og brúnt
slitsterkt áklæði. Einnig til án arma DORMAVERÐ KR. 79.900.
Stærð: 241 x 158 cm H. 71 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði.
Rúmfatageymsla í tungu. Tunga getur verið beggja vegna. Svefnsvæði 140x195 cm
RUBEN
SVEFNSÓFI
119.900
Fullt verð kr.
139.900
DAISY
SVEFNSÓFI
89.900
DORMA-
VERÐ
Stærð 192 x 85 cm. Rautt, fjólublátt og grátt slitsterkt
áklæði. Stærð dýnu 147x197 cm. Rúmfata geymsla.
SIESTA
SVEFNSÓFI
119.900
Fullt verð kr.
139.900
Hjá þeim yngri
er líklegra að um
ristilbólgusjúkdóma sé að
ræða þó þeir geti komið
fram á hvaða aldri sem er.
Sýkingar og ýmis hastarleg
veikindi geta einnig orsakað
blæðingar frá ristli.
Sæl, Hanna Birna. Ég
fylgdist með þér á Alþingi
fimmtudaginn 13. febrúar
sl. þar sem ræddar voru
almenningssamgöngur og
þá sérstaklega staða þeirra
á Suðurnesjum. Það vill
þannig til að ég hef fylgst
vel með þessu máli, ég sit í
stjórn Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum (SSS)
sem er með samning við
Vegagerðina um að sjá um
almenningssamgöngur á
Suðurnesjum.
Í kjölfar umræðunnar
sat ég eftir með nokkrar spurning-
ar sem mig langar til að fá svör við.
Það kemur kannski ekki á óvart því
þrátt fyrir orð þín á þingi um að
fundarhöldin milli ráðuneytisins
og SSS síðasta sumar hafi verið
löng og ströng þá funduðum við
bara einu sinni um þessi mál.
Snúið út úr áliti
Í ræðu þinni kom fram að þú teld-
ir leiðina Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar – Reykjavík ekki geta verið
hluta af almenningssamgöngu-
kerfinu þar sem það væri and-
stætt lögum en þú nefndir aldrei
andstætt hvaða lögum. Nú grunar
mig að þú vísir í álit Samkeppnis-
eftirlitsins. Það er samt þannig að
Samkeppniseftirlitið getur aðeins
metið hvort samkeppnislög eru
brotin. Álit Samkeppniseftirlitsins
var að fyrirkomulagið á aksturs-
leiðinni hindraði samkeppni, engu
að síður væri það ekki
brot á samkeppnislögum
þar sem þetta væru sérlög
og því eiga samkeppnis-
lögin ekki við. Samkeppn-
iseftirlitið beindi því til
ráðherra að breyta lög-
unum. Álit Samkeppnis-
eftirlitsins væri það sama
ef fyrirspurn myndi koma
um fyrirkomulag áfengis-
sölu á Íslandi enda hamlar
sérleyfi ríkissins á þeim
markaði samkeppni. Það
þýðir samt ekki að fram-
kvæmd áfengissölu á
Íslandi sé ólögmæt.
Í bréfi Vegagerðarinnar til SSS
er vísað í að EFTA hafi sagt fyrir-
komulagið vera ólögmætt. Ég hef
afrit af þessum bréfaskriftum. Þar
kemur fram að EFTA hafi ætlað
sér að skoða málið en innanríkis-
ráðuneytið svarað á þá leið að lög-
unum yrði breytt. Því þyrfti ekki
að skoða fyrirkomulagið og mál-
inu var þá lokið. Það er því ekki
hægt að halda því fram að EFTA
hafi sagt fyrirkomulagið ólögmætt
enda engin formleg niðurstaða
heldur aðeins upphaf að athugun
og bréfaskipti þar sem aldrei komu
fram allar staðreyndir málsins.
Hvaða lög er verið að brjóta?
Þú hélst því einnig fram að þú teld-
ir að sveitarstjórnarmenn á Suður-
nesjum og sumir þingmenn væru
að biðja þig um að brjóta lög. Ég
ber mikla virðingu fyrir lögum og
ég vil alls ekki biðja ráðherra um
að brjóta lög. Því þætti mér vænt
um ef þú gætir upplýst mig, og
aðra sveitarstjórnarmenn á Suð-
urnesjum, hvaða lög erum við að
biðja þig um að brjóta? Við höfum
lagt fram ítarlega greinargerð
um lög og dómafordæmi er segja
að þetta fyrirkomulag sé löglegt.
Við höfum samt aldrei fengið neitt
frá þér sem hrekur þá greinargerð
né upplýsingar um það gegn hvaða
lögum fyrirkomulagið brýtur.
Ég bið þig um að útskýra fyrir
okkur hérna megin við Reykjanes-
brautina hvaða lög sérfræðingarn-
ir í ráðuneytinu segja að Suður-
nesjamenn séu að brjóta. Þannig
virka nefnilega samræður milli
aðila, einn leggur fram sín rök
og síðan kemur hinn aðilinn með
mótrök. Þetta er mjög svipað sam-
ræðustjórnmálum sem þú talaðir
mikið um þegar þú varst í borgar-
stjórn. Ég er nokkuð viss um að
slík aðferðafræði getur komið sér
vel í innanríkisráðuneytinu.
Með vinsemd og virðingu í von
um svör.
Opið bréf til innanríkisráðherra
SAMGÖNGUR
Bryndís
Gunnlaugsdóttir
forseti bæjarstjórn-
ar í Grindavík og
stjórnarmaður í SSS
➜ Álit Samkeppniseftirlits-
ins var að fyrirkomulagið
á akstursleiðinni hindraði
samkeppni, engu að síður
væri það ekki brot á sam-
keppnislögum þar sem þetta
væru sérlög og því eiga sam-
keppnislögin ekki við.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Kombakk Sjálfstæðisfl okks
Hvað er sjálfstæðisflokkurinn að pæla? Þessi fyrrum flokkur
frelsis og einkaframtaks er svo gjörsamlega heillum horfinn að
meira að segja spunameistararnir hafa misst jarðsambandið.
Útskýringar ráðherranna á viðsnúningi kosningaloforða sinna
hljóta að hafa fyllt mælinn hjá mörgum og ljóst er að fyrri staða
flokksins, í kringum 40%, er sagnfræðifóður. En hvernig getur
stöndugur, eini markaðshyggjuflokkur landsins, misst svona gjör-
samlega fótanna? Mér dettur í hug fráhvarf frá almennum sam-
keppnismarkaði, náin tengsl við hagsmunaaðila, hræðsla við kjósendur og
andlýðræðislegir stjórnarhættir. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn gamaldags
kyrrstöðuflokkur og hættur að sækja fram með nýjum straumum. Hann er
ekki lengur íhaldsflokkur heldur hreinræktað afturhald. Satt að segja finnst
mér flokkurinn anda mjög köldu og ég á ekki von á kombakki.
http://www.dv.is/blogg/
Lýður Árnason
AF NETINU
XXXX