Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 8
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ∞ ∞ vATNIÐ og orkan Morgunverðarfundur í Norðurljósasal Hörpu, föstudaginn 7. mars. ÁRIÐ 2014 ER DAGUR VATNSINS HELGAÐUR VATNI OG ORKU. AÐ ÞVÍ TILEFNI EFNUM VIÐ TIL MORGUN- FUNDAR Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU, FÖSTUDAGINN 7. MARS. Opnun fundar og fundarstjórn Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar Experiences with the Hydropower Sustainability Assessment Protocol: Applying a Sustainability Tool Globally and in Iceland Joerg Hartmann ráðgjafi Sjálfbærnivísar fyrir vatnsafl og jarðhita. Hvernig geta þeir nýst við skipulags- og framkvæmda- áætlanir á Íslandi Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri Rammaáætlun – samkomulag um orkunýtingu og náttúruvernd Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vatnafar: Hvaða afleiðingum má búast við á umhverfi og samfélag? Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands Fyrirspurnir og umræður Fundartími er 8:30-10:00 – boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 8:00. Skráning fer fram á www.os.is eða í síma 569 6000. Allir velkomnir. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, benti á það á ráð- stefnu Sambands sveitarfélaga um gróðurelda í janúar í fyrra, að mikið ósamræmi væri við leyfisveitingar þegar kæmi að meðferð elds á víða- vangi. Áramótabrenna væri háð leyfi landeiganda, slökkviliðs og umsagnar heilbrigðiseftirlits. Þá bæri að vátryggja fyrir hugsanlegum skaða fyrir allt að 150 milljónir króna. Bóndi þarf einungis að hafa samband við búnaðarfélag til að fá umsögn. Að því fengnu skrifar sýslumaður út leyfi til sinubrennslu án þess að greiðsla komi fyrir eða beðið sé um trygg- ingar. Bóndinn beri í raun litla ábyrgð ef illa fer, og sé því síður krafinn um greiðslu vegna skemmda eða kostnaðar slökkviliðs ef til útkalls kemur. Í bréfi Mannvirkjastofnunar til umhverfisráðuneytisins segir að „brýna nauðsyn ber til að auka aðkomu slökkviliðsstjóra, náttúruverndaryfirvalda og heilbrigðiseftirlits að leyfisveitingunni og auka til muna eftirlit með framkvæmdinni. Jafnframt þarf að setja skýrari ákvæði í löggjöfina um að leyfishafi sé ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðar af slökkvistarfi ef brenna fer úr böndunum og jafnvel að sett verði ákvæði um skyldu til að kaupa vátryggingu áður en eldur er kveiktur sambærilegt við það sem gildir um áramótabrennur.“ SAMA GILDI UM ÁRAMÓT OG BÆNDABRENNUR ÖRYGGISMÁL Það er álit Mann- virkjastofnunar að banna beri sinubrennur alfarið. Ef sátt um slíkt bann fæst ekki í samráði við samtök bænda telur stofnun- in að reglur um veitingu leyfa til sinubrenna verði teknar til gagn- gerrar endurskoðunar og leyfum markaður mun skýrari og strang- ari rammi. Þetta kemur fram í svari Mann- virkjastofnunar til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við erindi um álit stofnunarinnar á því hvort banna eða takmarka eigi sinu- brennur. Innan ráðuneytisins er unnið að frumvarpi til laga um varnir gegn gróðureldum, og er málið á þingmálaskrá yfirstand- andi þings. Þeir sem kallaðir voru til ráð- gjafar eru sammála Mannvirkja- stofnun um bann eða strangar reglur; Félag slökkviliðsstjóra, Umhverfisstofnun og margir sýslumenn úti um land. Þessi hópur benti á að af sinubrennum stafaði mengun, hætta, kostnað- ur og óþægindi fyrir íbúa. Fram kom hjá sýslumanninum á Húsa- vík og kollega hans í Borgarnesi að kvörtunum íbúa vegna sinu- brenna bænda fari fjölgandi. Bændasamtök Íslands lögðu hins vegar áherslu á að allar breytingar væru vel ígrundað- ar og rökstuddar, enda byggðust sinubrennur bænda „á gamalli hefð og það væru ekki endilega þær brennur sem væru að valda ónæði eða tjóni“, eins og segir í bréfinu en samkvæmt upplýsing- um frá BÍ eru samtökin sammála því sjónarmiði að skýra þurfi lögin og reglugerðina sem þeim fylgir. Í bréfinu tekur Mannvirkja- stofnun eindregna afstöðu: „Fyrir liggur að sinubrennur valda mengun og óþægindum fyrir fólk í nánasta umhverfi. Fari sinu- brenna úr böndunum og kalla þarf til slökkvilið lendir sá kostnaður á íbúum viðkomandi sveitarfélags. Með breytingum á veðráttu og breyttum búskaparháttum hefur hætta vegna sinubrenna aukist síðustu ár á sama tíma og gagn- semi hennar í landbúnaði er í besta falli umdeild.“ Bjarni Þorsteinsson, slökkvi- liðsstjóri Borgarbyggðar, gerði leyfisveitingar þessar að umtals- efni á málþingi Sambands sveitar- félaga um gróðurelda í fyrra. Ingibjörg Halldórsdóttir, lög- fræðingur hjá Mannvirkjastofn- un og bréfritari, segir að við vinnuna hafi komið í ljós að sinu- brennur tíðkast aðeins á nokkr- um svæðum á landinu, og fáir einstaklingar á afmörkuðum svæðum hafi sótt um slík leyfi á undanförnum tíu árum. Leyf- isveitingarnar séu að stærstum hluta gefnar út af sýslumönn- um fimm umdæma; sýslumanni Snæfellinga í Stykkishólmi og sýslumönnunum á Blönduósi, á Húsavík, í Borgarnesi og í Vík. Umdæmin eru alls 24. svavar@frettabladid.is Vilja bann við sinubrennum bænda Mannvirkjastofnun vill banna sinubrennur bænda alfarið, eða setja mun strangari ramma um leyfis- veitingar. Bændasamtökin vilja að gætt sé að grónum hefðum, en skrifa undir að skýra þurfi lög og reglur. SINUBRUNI Mengun, hætta, kostnaður og óþægindi íbúa er nefnt sem rök fyrir banni við sinubrennum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.