Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA STÓRAR OG LITRÍKAR TÖSKUR Í HAUST TÖSKUTÍSKA Á tískuvikunni í París voru mörg módelin með stórar og litríkar töskur sem fylgihluti. Það er því óhætt að geyma stóru töskurnar sem verið hafa í tísku undanfarið því þær verða áfram næsta haust og vetur. Samkvæmt tískusýningum liðinnar helgi á ekki að láta töskurnar sveiflast á öxlunum heldur bera þær í fanginu eða halda í haldföng þeirra. GUL OG GLAÐLEG FRÁ KENZO GIAMBATTISTA VALLI GERÐI ÞESSA DÖMULEGU TÖSKU MJÚK OG MEÐFÆRILEG FRÁ DRIES VAN NOTEN TASKA FRÁ AKRIS SEM ER TILVALIN ÞEGAR FARA Á EITTHVAÐ FÍNT Breska leikkonan Helen Mirren vekur gjarnan athygli hvar sem hún kemur fyrir fágaða fram- komu og glæsilegan fatastíl. Síð- ast vakti hún mikla athygli þegar hún tók á móti heiðursverð- launum úr höndum Vilhjálms Bretaprins á BAFTA-verðlauna- hátíðinni í febrúar. Þessi marg- verðlaunaða leikkona, sem verður 69 ára á árinu, geislaði á hátíðinni. Helen hlaut Óskars- verðlaun árið 2007 fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Queen en prinsinn nefndi einmitt að hann ætti kannski bara að kalla leikkonuna „ömmu“ auk þess sem hann hrósaði henni fyrir framúrskarandi hæfi- leika. Án efa er Helen ein virtasta leikkona Breta. Það sem vakti einnig at- hygli var að Helen mætti í fallegum síðkjól sem hannaður var af Jacues Azagury en hann hannaði einnig marga fallega kjóla fyrir Díönu prins- essu á sínum tíma. Azagury hefur hannað fyrir margar Hollywood- stjörnur. Tískulögg- ur eru sammála um að Helen sé ævin- lega fallega klædd og þar að auki alltaf glaðleg. ALLTAF GLÆSILEG FRÆGUR HÖNNUÐUR Kjóllinn er eftir Jacues Azagury sem hannaði fyrir Díönu prinsessu á sínum tíma. FRÆGUR KJÓLL Þessi kjóll er frá Dolce & Gabbana en fleiri þekktar konur hafa sést í sams konar kjól. Foreldrar, vinir, kennarar og aðrar fyrirmyndir eru líklegar til að hafa áhrif á námsval ungs fólks og er það vel. Gættu þess þó að fylgja ekki straumnum án þess að hafa neitt um það að segja sjálfur hvar þig ber niður. Kynntu þér vel þá valkosti sem eru fyrir hendi. Ekki hræðast það að vera frumlegur og fara ótroðnar slóðir. Í samfélagi okkar eru staðal- myndir um hlutverk kynjanna rótgrónar. Þegar kemur að því að velja náms- eða starfsvettvang hafa möguleikar okkar að sumu leyti verið takmarkaðir vegna þessara viðmiða. Hafðu það hugfast þegar þú velur þér nám að láta ekki stað- almyndirnar flækjast fyrir þér. Sjálfsþekking er grunnurinn sem við byggjum á. Ef góð sjálfsþekk- ing er til staðar eru meiri líkur á að við finnum farveg sem gerir okkur hamingjusöm. Skoðaðu vel hvað það er sem veitir þér ánægju. Eitt meginhlutverk náms- og starfsráðgjafar er að aðstoða ein- staklinga við að uppgötva styrk- leika sína, færni og áhuga til að auð- velda þeim að ákveða stefnu í námi og/eða á vinnumarkaði. Ef þú ert óviss varðandi framhaldið ættirðu að leita aðstoðar náms- og starfs- ráðgjafa sem hefur sérþekkingu á þessu sviði og getur leiðbeint þér. Gangi þér vel með framhaldið og umfram allt skaltu muna að standa með sjálfum þér og velja sam- kvæmt áhuga þínum og gildismati. KÆRI NEMANDI Í 10. BEKK! ÍSLANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA KYNNIR Nú stendur þú frammi fyrir þeirri spennandi ákvörðun sem val á námi að loknum grunnskóla er. Fram- tíðin er þín. Kannski ertu búinn að ákveða hvert þú stefnir. Líklegra er þó að þú sért ekki alveg viss enda um ótal leiðir að velja. Helga Helgadóttir bendir nemendum á að taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun. ÁRÍÐANDI Helga segir að áríðandi sé að velja sér nám við hæfi. Sjá fleiri myndir á Kjólar 14.990 kr. Stærðir 38-46 FLOTTIR KJÓLAR NÝ SENDING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.