Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 44
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Kommuneqarfik SERMERSOOQ Reykjavíkurborg Tórshavnar kommuna Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2014 Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborga- sjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menn- ingarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Umsókn skal beint til: Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en miðvikudags 26. mars. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til af- greiðslu. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöðum sem nálgast má á vefsíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og borgar- ritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s:411 4500. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í apríl nk. Reykjavík, 28.feb. 2014 Borgarritari ÓSKUM EFTIR DUGLEGUM OG KRAFTMIKLUM VERSLUNARSTJÓRUM OG VAKTSTJÓRUM UMSÓKNIR BERIST Á ES@VIDIR.IS Á föstudaginn 7. mars klukkan átta verður opnuð yfirlitssýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar myndlistar- manns í Listasafni Íslands. „Þetta er búið að standa til lengi,“ segir Laufey Helgadóttir sýningarstjóri, en Magn- ús lést árið 2006, aðeins 57 ára gam- all. Sýningin heitir Form, litur, líkami: Háspenna/Lífshætta. „Titillinn lýsir ferli Magnúsar mjög vel. Hann byrjaði sem formalisti, fór síðan út í að gera samklippur og verk í anda popplistarinnar áður en hann fór að gera alls konar tilraunir með ljós- myndatækni. Þá bætti hann stundum inn í verkin sín setningunni „Háspenna/ Lífshætta“. Líf Magnúsar og ferill voru svolítið þannig. Hann fór út á ystu nöf, var ögrandi, gagnrýninn, beinskeyttur, og veigraði sér ekki við að takast á við viðfangsefni sem aðrir þorðu ekki að taka á.“ Magnús gerði til dæmis myndir þar sem hann notaði sinn eigin líkama, hendur, fætur, og bókstaflega allan lík- amann. „Hann makaði málningu á sig, lagðist á léreftið og útkoman varð mjög sterkar og óvanalegar sjálfsmyndir,“ segir Laufey. „Hann gekk nærri sjálf- um sér, til dæmis með því að nota iðu- lega hættuleg efni í verkin sín. Eftir að ljósmyndatímabilinu lauk fór hann að mála stór olíuverk þar sem hann notaði alls konar fundið efni og undir lokin gerði hann myndir með trúarlegum viðfangsefnum,“ heldur Laufey áfram og bætir við að þessi ólíku skeið hafi jafnvel verið ólík innbyrðis. „Magnús var frábær listamaður, eins konar endurreisnarmaður, sem lést langt fyrir aldur fram og þetta er í fyrsta sinn sem er gerð úttekt á honum. Þetta er yfirgripsmikil sýning sem verður í fjórum sölum í safninu,“ segir Laufey að lokum. olof@frettabladid.is Háspenna– lífshætta Yfi rlitssýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar opnuð á föstudaginn. Ég vann fyrirlesturinn upp úr MA-rit- gerðinni minni þar sem ég fjallaði um þrjár skáldsögur sem eiga átraskanir sameiginlegar, Mávahlátur eftir Krist- ínu Marju, Skaparann eftir Guðrúnu Evu og Kýr Stalíns eftir Sofi Oksanen,“ segir Elín Björk Jóhannsdóttir, MA í almennri bókmenntafræði. Fyrirlesturinn sem hún vísar til ber heitið „Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu – Máva- hlátur og átraskanir“ og hún mun flytja hann í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í hádeginu á morgun. Spurð um nálgunina á umfjöllun- arefnið segist Elín munu byrja á að kynna hina fræðilegu nálgun. „Ég geng svolítið út frá umfjöllun um tví- hyggjuna sem birtist í átröskunar- sjúkdómum, sérstaklega anorexíunni, en því hefur verið haldið fram að þeir sem þjást af anorexíu líti á hana sem sigur andans á líkamanum.“ Hvað var það sem olli því að þú vald- ir þetta viðfangsefni í ritgerðinni? „Ég hef svolítið verið að horfa á líkamann í skáldskap, skrifaði til dæmis BA-ritgerð- ina mína um mannát í sögu eftir Þórar- in Leifsson, þannig að þetta var rökrétt framhald. Þegar ég fór að skoða þessar þrjár skáldsögur komst ég að því að þær áttu ákveðin þemu sameiginleg, svo sem kynþroska og kynverund stúlkna og það er hægt að sjá átraskanir sem viðbragð við því að fara frá því að vera stúlka yfir í að vera kona, með öllum þeim menning- arlegu fylgifiskum sem fylgja því ferli.“ Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og fer fram í fyrirlestrasal þess frá klukkan 12 til 13 á morgun. - fsb Viðbragð við því að breytast í konu „Kona sem átti að vera eins og kókfl aska í laginu“ nefnist fyrirlestur um átraskanir í Máva-hlátri sem Elín Björk Jóhannsdóttir fl ytur í Þjóðminjasafninu á morgun. ENDURREISNAR- MAÐUR „Magnús var frábær listamaður, eins konar endur- reisnarmaður, sem lést langt fyrir aldur fram og þetta er í fyrsta sinn sem er gerð úttekt á honum,“ segir Laufey Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hann fór út á ystu nöf og var ögrandi, gagnrýninn, beinskeyttur og veigraði sér ekki við því að takast á við viðfangsefni sem aðrir þorðu ekki að taka á. ELÍN BJÖRK „Ég geng svolítið út frá umfjöl- lun um tvíhyggjuna sem birtist í átrösku- narsjúkdómum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 VIÐ BJÓÐUM YKKUR GÓÐAN DAGINN Í BÍTIÐ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA MORGNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.