Fréttablaðið - 06.03.2014, Page 46
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
FIMMTU
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
19.30 Midori leikur Mendelssohn í
Eldborg í Hörpu. Miðaverð krónur
6.600/5.100/4.400/3.400/2.300.
20.00 Tónleikar með tilgang. Tónleikar
til styrktar mannréttindum í Úganda í
Norðurljósum í Hörpu. Miðaverð 2.000
krónur.
21.30 Magnús R. Einarsson heldur tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Ókeypis inn!
Fræðsla
20.00 Vikulegt Wikipedia-kvöld á Lands-
bókasafni Íslands, tölvuverinu á þriðju
hæð.
Hátíðir
20.00 Fyrsta kvöld þjóðlagahátíðarinn-
ar Reykjavik Folk Festival á Kex Hostel.
Miðaverð þetta kvöld er 3.000 krónur.
Miði á öll kvöldin kostar 7.999 krónur.
Leikrit
19.00 Með allt á hreinu í Austurbæ.
Miðaverð 2.500 krónur.
19.30 Spamalot á Stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu. Miðaverð 5.650 krónur.
19.30 Svanir skilja ekki í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu. Miðaverð 4.750 krónur.
20.00 Gullna hliðið í Samkomuhúsinu á
Akureyri. Miðaverð 4.400 krónur.
20.00 Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu.
Miðaverð 2.500 krónur.
20.00 Óskasteinar á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu. Miðaverð 4.750
krónur.
„Við förum til Winnipeg í maí,
til Frankfurtar í júní og Bergen
í haust á einhverjar listahátíðir
sem ég veit ekki hvað heita,“ segir
Ármann Einarsson, fyrrverandi
skólastjóri sem venti kvæði sínu
í kross og gerðist samtímadans-
ari í verkinu Dansaðu fyrir mig.
„Pétur sonur minn sem leikstýrir
og Brogan tengdadóttir mín sem
dansar líka í verkinu halda utan
um þetta. Ég er bara viðkvæmt
blóm sem dansar,“ segir Ármann.
„Síðustu sýningar á Dansaðu
fyrir mig á Íslandi verða í dag og
á morgun,“ segir Ármann.
Fyrst er förinni heitið til Winni-
peg í Kanada. „Svo förum við til
Frankfurtar og Bergen síðar á
árinu. Þessi ferðalög eru staðfest
en við erum líka að skoða ferðalög
til Írlands, Danmerkur og Bret-
lands. Síðan var okkur boðið að
dansa í Ástralíu en við frestuðum
því um óákveðinn tíma.“
Ármann segir engan bilbug
að finna á hópnum. „Þetta er
ekki leiðinlegt, skal ég segja þér.
Þetta litla ævintýri hefur tekið
óvænta stefnu og er að enda með
að verða ansi stórt ævintýri. Það
eru umboðsmenn sem koma að sjá
þessar sýningar á listahátíðunum.
Þeir útlensku listamenn sem hafa
séð þetta hafa verið hrifnir. Þeir
sem hafa séð sýninguna eru allir
mjög jákvæðir. Þetta er önnur
sýning en fólk býst við,“ segir
Ármann. - ue
Bara viðkvæmt blóm sem dansar
Dansaðu fyrir mig verður sýnt beggja vegna Atlantshafsins á þessu ári. Síðustu
sýningar á Íslandi verða í kvöld og annað kvöld. Fyrsta utanferðin er til Kanada.
DANS Ármann Einarsson var skólastjóri í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar áður en
hann gerðist samtímadansari. Brogan Davisson dansar líka í verkinu.
Samtökin ´78 & Íslandsdeild
Amnesty International, ásamt
nemum í tómstunda- og félags-
málafræði standa fyrir tónleik-
um í kvöld til styrktar mannrétt-
indum í Úganda.
Mannréttindi hinsegin fólks
í Úganda eru fótumtroðin og nú
á dögunum var frumvarp þar í
landi samþykkt sem kveður á
um lífstíðarfangelsi við samkyn-
hneigð í landinu. Með því hefur
rótgróið hatur og mismunum
gagnvart þeim sem eru eða telj-
ast hinsegin fest í sessi.
Samtökin ´78 og Íslandseild
Amnesty International styðja
úgönsk grasrótarsamtök hinseg-
in fólks í mannréttindabaráttu
þess fyrir réttindum sínum.
Eftir að Amnesty bauð lesb-
ísku baráttukonunni Köshu til
Íslands í fyrra ákváðu Samtökin
´78 að hefja samstarf við bar-
áttusystkini í Úganda.
Tilgangur styrktartónleikanna
er að vekja athygli Íslendinga
á stöðu hinsegin fólks í Úganda
sem og að afla fjár fyrir gras-
rót hinsegin fólks þar í landi,
svo það geti hratt og örugglega
unnið gegn hatri og fordómum,
með það að markmiði að opna
augu samlanda sinna fyrir því
hvaða afleiðingar það mun hafa í
för með sér.
Á tónleikunum koma fram
Mannréttindi í