Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 47

Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 47
FIMMTUDAGUR 6. mars 2014 | MENNING | 39 DAGUR „Það hafa margir viljað kaupa staðinn undanfarna mánuði og því fór ég að hugsa að það væri kannski rétt að selja staðinn núna. Ég er að leita að öðrum stað og ætla að opna nýjan stað sem allra fyrst,“ segir Aug- ustin Navarro Cortés, fyrrverandi eigandi Næsta bars sem var lokað um liðna helgi. Augustin opnaði Næsta bar árið 2008 og hefur stað- urinn verið einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborg- arinnar þann tíma. „Það var mjög ánægjulegt að sjá að fólk tók það til sín að ég væri að fara loka staðn- um, fólki þykir greinilega vænt um staðinn,“ segir Augustin. Hann segist elska fólk og hann hafi unnið á bar lengi. „Ég byrjaði að vinna á bar fjórtán ára gamall, á Benidorm. Ég flutti til Íslands árið 1986.“ Augustin hefur í hyggju að opna nýjan stað á næst- unni. „Nýi staðurinn á að heita Kaffi list. Ég opnaði Kaffi list árið 1992 en hætti með hann árið 1999,“ segir Augustin sem ætlar að endurvekja gamla stað- inn. „Mig langar líka að bjóða upp á rétt dagsins. Hafa einn veglegan rétt.“ Augustin ætlar að opna Kaffi list um leið og hentugt húsnæði finnst. „Ég elska þetta og þetta er mitt líf. Næsti bar var eins og kirkjan mín. Ég þakka öllum gestum mínum fyrir komuna og öllu mínu frábæra samstarfsfólki.“ - glp Næsti bar leggur niður starfsemina Einum vinsælasta bar bæjarins hefur verið lokað. Ekki er ljóst hvaða starfsemi kemur í hans stað. Augustin, eigandi Næsta bars, ætlar þó að opna nýjan stað. NÆSTA BAR LOKAÐ Augustin Navarro Cortés, fyrrverandi eigandi Næsta bars, ætlar að endurvekja Kaffi list á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Málþing 13.00 Málþingið Heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta í náinni framtíð fer fram klukkan 13-16 í sal HB1 í Háskólabíói. Dans 20.00 Dansaðu fyrir mig í Tjarnarbíói. Miðaverð 3.900 krónur. Uppistand 20.00 Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallar- anum. Miðaverð 2.900 krónur. Fyrirlestrar 12.00 Opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar um val á sam- starfslöndum til þróunarsamvinnu og ákvarðanir um veitingu neyðaraðstoðar í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. 12.00 Halldór Rósmundur Guðjónsson heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Hvers vegna eru nauðgunarmál felld niður? Fyrirlesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði í Háskóla Íslands. 12.00 Þorvaldur Gylfason, prófessor við Hagfræðideild, mun flytja fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands frá kl. 12.00- 13.30 Titill fyrirlestrarins er: Ísland: Hvernig gat þetta gerzt? Myndlist 17.00 Looking at the Big Sky. Kynn- ing á vídeólist á kaffistofu Listasafns Íslands klukkan 17-19. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 17.00 Elín G. Jónhannsdóttur opnar sýninguna Smáfólkiðí Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni Sel- tjarnarness. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Spamalot ★★★ ★★ „Bráðfyndin og skemmtileg sýning en efnið reynist áhorfandanum erfið gáta.“ Jakob Bjarnar Grétarsson Hinsegin kórinn, Sigga Bein- teins & Stjórnin, Páll Óskar, Sykur og Retro Stefson. Kynnar verða Bjarni Snæ- björnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Þá mun Felix Bergsson flytja ávarp. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Hörpu. Miðaverð verður 2.000 krónur og rennur allur ágóði óskiptur til hinseg- in fólks í Úganda. - glp Úganda styrkt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.