Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 48
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 40
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
27.2.2014 ➜ 5.3.2014
1 Pharrell Happy
2 Pollapönk Enga fordóma
3 Ed Sheeran I See Fire
4 Mono Town Peacemaker
5 Gary Barlow Let Me Go
6 Rudimental / Emeli Sandé Free
7 Björgvin Halldórsson / Jón Jónsson Kæri vinur
8 Greta Mjöll Eftir eitt lag
9 U2 Invisible
10 John Legend All Of Me
Síðustu vikur hafa framlög hinna ýmsu landa til Eurovision verið kunngjörð.
Þó ekki öll, enda má ekki gefa allt sælgætið í einu, en hins vegar er hægt að
fá góða hugmynd um hvað bíður okkar þessa skemmtilegu viku í byrjun maí í
kóngsins København.
Það kemur svo sem lítið á óvart. Frakkar taka keppnina núll-alvarlega eins
og vanalega og senda eitthvert stórfurðulegt lag með sveitinni Twin Twin sem
heitir Moustache. Strákarnir þrír sem flytja það eru svo hrikalegir söngvarar að
ég hefði frekar búist við því að rekast á þá á afdönkuðum karaókíbar í Taílandi.
Svo eru það Hollendingar
sem senda krúttaðan þjóð-
lagadúett sem er afar fram-
bærilegur en passar engan
veginn í þessa keppni. Vissulega
sætt en á aldrei eftir að komast
á toppinn.
Eistar hins vegar færa sig upp
á skaftið með grípandi tölvu-
popplagi sem gæti hugsanlega
heillað Evrópu. Ekki skemmir
fyrir að söngkonan, Tanja, er
þrusudansari og býður upp á
dramatískan nútímadans í stíl
við lagið sitt Amazing. Allar
Eurovision-formúlur nýttar í
botn og enginn fer á klósettið í
miðju lagi.
Næstu vikur munu enn
fleiri lög verða opinberuð og
ég get eiginlega ekki beðið.
Er pínulítið að pissa á mig. Ég
nefnilega elska Eurovision. Ég
gleymi því aldrei þegar ég sá
Siggu Beinteins dilla sér í rauða
kjólnum í Zagreb árið 1990.
Ég trúði því ekki að svona kjólar væru búnir til. Flottasti kjóll sem ég hef á ævi
minni séð. Og ég man ennþá hvað ég var svekkt þegar Selma vann ekki með
All Out of Luck árið 1999. Gina G frá Bretlandi hreyfði við mér árið 1996 en
ókrýnd Eurovision-drottning, að öðrum ólöstuðum, er að sjálfsögðu Ruslana frá
Úkraínu sem kom, sá og sigraði með Wild Dances árið 2004.
Margir hafa reynt en öllum mistekist að fanga hjarta mitt eins og Ruslana
gerði. Ætli einhver nái því í ár?
Þá byrjar ballið
TRYLLT Það jafnast ekkert á við Ruslönu.
Nýjasta plata Pharrells Williams, G I R L, kom út í
vikunni og þótt hann hafi verið viðloðandi tónlistar-
bransann í fjöldamörg ár þá er þetta aðeins hans
önnur sólóplata.
Tónlistarferill Pharrells hófst þegar hann hitti
Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárun-
um. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en
Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit
og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum
Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum.
Þeir tóku þátt í hæfileikakeppni meðal miðskóla og
voru uppgötvaðir af Grammy-verðlaunahafanum
Teddy Riley sem bauð þeim samning strax við útskrift
úr miðskóla.
Chard og Pharrell náðu fljótt að skapa sér nafn sem
pródúsentadúó og voru meðal annars með puttana í
laginu Tonight‘s the Night af plötunni Blackstreet með
samnefndri hljómsveit sem kom út árið 1994.
Næstu þrjú árin komu þeir að ýmsum plötum en
hljómurinn var frábrugðinn þeim sem The Neptunes
átti síðar eftir að tileinka sér. Það var ekki fyrr en
þeir pródúseruðu Superthug með N.O.R.E. árið 1998
að þeir fundu sína hillu. Ári síðan kynnti sameiginleg-
ur vinur Pharrell fyrir tónlistarkonunni Kelis og unnu
þau saman að fyrstu plötu hennar, Kaleidoscope.
Árið 2001 pródúseruðu The Neptunes Britney
Spears-slagarann I‘m a Slave 4 U sem fór á topp-
inn á vinsældalistum víðs vegar um heiminn.
Sama ár gaf N.E.R.D, sem samanstóð af Chard,
Pharrell og Shay, út sína fyrstu plötu, In Search
of …, í Evrópu þar sem plata Kelis hafði gengið
vel þar. Þeir tóku plötuna upp aftur með rokk-
sveitinni Spymob og gáfu hana út í Bandaríkjun-
um árið 2002. Sama ár pródúseruðu The Neptunes
lagið Hot in Herre með Nelly og voru í kjölfarið
valdir pródúsentar ársins á bæði Source-verðlaun-
unum og Billboard-tónlistarverðlaununum.
Ári síðar gáfu The Neptunes út plötuna The
Neptunes Present … Clones sem fór í fyrsta sæti
á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum. Nú
var Pharrell á allra vörum og virtist allt sem
hann gerði verða að gulli. The Neptunes unnu
mikið með Jay-Z og pródúseruðu fjölmörg lög
með honum, þar á meðal Frontin‘. Það lag var 34.
stærsta lagið það árið samkvæmt Billboard og
sýndi könnun í ágúst árið 2003 að lög sem voru
pródúseruð af The Neptunes væru tuttugu pró-
sent af öllum lögum sem spiluð voru í bresku
útvarpi á þeim tíma. Útkoman var 43 prósent í
Bandaríkjunum í sömu könnun.
Önnur plata N.E.R.D, Fly or Die, kom út í mars
árið 2004 og hlutu The Neptunes tvenn Grammy-
verðlaun það árið, sem pródúsentar ársins og
fyrir bestu poppplötu fyrir plötuna Justified með
Justin Timberlake sem þeir komu að. Í september
sama ár tók Pharrell þátt í laginu Drop It Like It‘s
Hot með Snoop Dogg en það lag var valið rapplag
áratugarins í Billboard árið 2009.
Pharrell gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2005,
In My Mind. Ári síðar pródúseraði hann aðra
plötu Clipse, Hell Hath No Fury, og sögðu flestir
gagnrýnendur að það væri hans besta verk í mörg
ár. Síðan þá hefur hann unnið með öllum fremstu
popplistamönnum heims, þar á meðal Maroon 5,
Frank Ocean, Madonnu og Shakiru.
Árið 2010 samdi Pharrell tónlistina fyrir teikni-
myndina Despicable Me og samdi til dæmis lagið
Happy fyrir Despicable Me 2 sem var tilnefnt til
Óskarsverðlaunanna í ár.
Þá samdi Pharrell og pródúseraði tónlistina á 84.
Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimur árum
með tónskáldinu Hans Zimmer.
Síðasta ár var klárlega árið hans Pharrells sem kom
að tveimur vinsælustu lögum ársins 2013, Get Lucky
með Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke.
Hann var tilnefndur til sjö Grammy-verðlauna en
lag Daft Punk var valin smáskífa ársins á hátíðinni
og besta lag poppdúetts eða -hóps. Random Access
Memories, plata Daft Punk, var valin plata ársins og
besta dansplatan.
Pharrell hefur einnig rutt sér til rúms í tískubrans-
anum og stofnaði fatalínurnar Billionaire Boys Club
og Ice Cream Footwear. Hann tók þátt í að hanna
skartgripi og gleraugu fyrir Louis Vuitton árið 2008
og vann að húsgögnum með Galerie Emmanuel Perro-
tin og franska framleiðandanum Domeau & Pérès.
liljakatrin@frettabladid.is
Pharrell breytir öllu í
gull sem hann snertir
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams skapaði sér nafn sem pródúsent árið 1994
og hefur framleitt hvern smellinn á fætur öðrum síðustu tuttugu ár. Í vikunni
kom út önnur sólóplata hans, G I R L, sem hefur fengið rífandi góða dóma.
AllMusic ★★★★★
Chicago Tribune ★★★★★
The Guardian ★★★★★
The Independent ★★★★★
Slant Magazine ★★★★
Billboard 85/100
Spin 8/10
➜ Dómar um G I R L
NÚMER EITT
Pharrell stígur
nánast aldrei feil-
spor í tónlistinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Bob Dylan - The 30th Anniversary Concert Celebration
Strumparnir - Strumpastuð
Beck - Morning Phase
Í spilaranum
TÓNNINN
GEFINN
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
1 Ýmsir Söngvakeppnin 2014
2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
3 Kaleo Kaleo
4 Ásgeir In The Silence
5 Mammút Komdu til mín svarta systir
6 Samaris Samaris
7 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó
8 Ýmsir Pottþétt 61
9 Pálmi Gunnarsson Þorparinn
10 Baggalútur Mamma þarf að djamma
www.netto.is
| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn ·
Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör
DAG SEM NÓTT
VERIÐ
VELKOMIN Í