Fréttablaðið - 06.03.2014, Side 50

Fréttablaðið - 06.03.2014, Side 50
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 42 Kvikmyndin 300: Rise of an Em- pire, verður heimsfrumsýnd á Íslandi á morgun. Hún er sjálf- stætt framhald myndarinnar 300 sem Zack Snyder gerði árið 2006. Zack skrifar handritið og fram- leiðir myndina en nú er það Ísra- elinn Noam Murro sem leikstýrir. Myndin er byggð á teiknimynda- sögunni Xerxes eftir Frank Miller og ku ekki gefa 300 neitt eftir. 300: Rise of an Empire gerist þegar Leonídas konungur er fall- inn og persneski herinn, sem leidd- ur er af hálfguðinum Xerxes, nálg- ast Aþenu. Xerxes hefur heitið því að leggja bæði Spörtu og Aþenu undir sig og þurrka út gríska sam- félagið í eitt skipti fyrir öll en her hans er gríðarlega öflugur. Hinn hugrakki Þemistókles leið- ir varnarbaráttu Grikkja en verk- efnið virðist nær ómögulegt. Í aðalhlutverkum eru Sullivan Stapleton, Rodrigo Santoro, Eva Green, Lena Headey, Jack O’Con- nell, David Wenham og Andrew Tiernan. - lkg Kvikmyndin Saving Mr. Banks verður frumsýnd á Íslandi á morg- un en hún fjallar um það þegar Walt Disney ákvað að gera mynd byggða á sögunum um Mary Poppins árið 1938. Það tók Walt yfir tuttugu ár að telja höfundinn, Helen Lyndon Goff sem skrifaði undir höfundarnafn- inu P.L. Travers, á að selja sér kvik- myndaréttinn. Því var myndin ekki frumsýnd fyrr en árið 1961. Það var ekki fyrr en Helen lenti í fjárhagsvanda að hún samþykkti að ræða við Walt. Samt sem áður var hún hörð í horn að taka og fjallar Saving Mr. Banks um þær tvær vikur sem Helen eyddi í Hollywood til að kljást við Walt. Stórleikarinn Tom Hanks var persónulega beðinn um að leika Walt af forstjóra Disney, Robert A. Iger, en Tom er fjarskyldur frændi Walts. Til að búa sig undir hlutverk- ið heimsótti hann fjölskyldusafn Walts Disney í San Francisco oft og mörgum sinnum og talaði við marga ættingja meistarans, þar á meðal dóttur hans, Diane Disney Miller. Að sögn Bobs Gurr, samstarfs- manns Walts, náði Tom honum afar vel og táraðist Bob meira að segja þegar hann horfði á myndina. „Hann, ásamt öðrum Disney-goð- sögnum sem unnu með honum, var snortinn yfir því hvernig leikstjór- inn John Lee Hancock og handrits- höfundurinn Kelly Marcel blésu lífi í Walt. Litlar tiktúrur, eins og það að Walt ræskti sig alltaf til að láta fólk vita að hann væri að koma inn í her- bergi, bæta sannindum við myndina sem oftast gleymast í verkum sem þessum,“ segir í grein á vefsíðunni The Flickcast – All Things Geek. Það kom því mörgum í opna skjöldu að myndin hlaut aðeins eina tilnefningu til Óskarsverðlaunanna og það fyrir bestu tónlist. Bjuggust margir við því að Tom yrði tilnefnd- ur sem og leikkonan Emma Thomp- son sem leikur Helenu. Þá spáðu líka margir gagnrýnendur því að myndin hlyti tilnefningu sem besta myndin. Auk Toms og Emmu eru það Colin Farrell, Paul Giamatti, Kathy Baker og Jason Schwartzman sem fara með aðalhlutverkin. liljakatrin@frettabladid.is Variety 70/100 Movie Nation 63/100 Time Out London 60/100 The Hollywood Reporter 50/100 ➜ Dómar Leikkonan Connie Britton er 47 ára í dag Helstu kvikmyndir/þættir: Friday Night Lights, A Nightmare on Elm Street, Conception AFMÆLISBARN DAGSINS Heimsfrumsýnd á Íslandi Kvikmyndin 300: Rise of an Empire er sjálfstætt framhald myndarinnar 300. HASAR Í FRAMHALDINU Persar og Grikkir berjast í 300: Rise of an Empire. Kvikmyndin sem var hunsuð á Óskarsverðlaununum Saving Mr. Banks fj allar um það þegar Walt Disney ákvað að gera mynd byggða á sögunum um Mary Popp- ins. Kvikmyndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og þeirra sem unnu með Walt sjálfum. Þrátt fyrir það fékk hún aðeins eina tilnefningu til Óskarsverðlauna. SANNFÆRINGARKRAFTURINN Walt reyndi allt sem hann gat til að sannfæra Helenu. GRJÓTHÖRÐ Emma Thompson leikur Helenu sem lætur ekki vaða yfir sig. FRUMSÝNINGAR Eitthvað fyrir alla 3 Days to Kill, spenna AÐALHLUTVERK: Kevin Costner, Hailee Steinfeld, Amber Heard, Connie Nielsen og Tómas Lemarquis. 6,4/10 40/100 31/100 Bönnuð innan 12 ára Ævintýri hr. Píbodýs og Sérmanns, teiknimynd AÐALHLUTVERK: Steinn Ármann Magnússon, Grettir Valsson, Gréta Arnarsdóttir, Esther Talía Casey og Rúnar Freyr Gíslason. 6,8/10 57/100 92/100 7,7/10 65/100 80/100 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.