Fréttablaðið - 06.03.2014, Side 56

Fréttablaðið - 06.03.2014, Side 56
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Íslenskar konur eru eins og íslenska nátt- úran; ljós húð sem skín á, hár sem flæðir og augun eru eins og ísjakar í Atlantshafinu. Mirko Kraeft Átta af hverjum tíu Íslendingum eru á Facebook. Þrátt fyrir þetta ótrúlega hlutfall erum við eftirbátar margra þjóða þegar kemur að því að nýta samskipta- miðlana til fulls. Facebook hefur fjölmarga samfélagslega kosti en sem tól til að tengja saman ólíka hópa og skoðanir er það glatað. VINIR og kunningjar eiga samskipti á Facebook, sem síar út þá sem þú átt í litlum samskiptum við. Ef þú lækar status hjá vini þínum eykurðu líkurnar á því að þú sjáir næsta status frá honum. Þannig gerist það smátt og smátt að veggurinn þinn fyllist af fólki sem þú átt samleið með. Umræðan lokast því inni í ákveðnum hópum og slepp- ur ekki út nema í undantekningartilfellum. Hvað getum við gert í þessu? VIÐ byrjum að nota Twitter. Twitter er eins og frjálslynd útgáfa af Facebook — umræða án hindrana í formi vina- beiðna og einkalífsstillinga. Twitter flokkar umræðuna í kassamerki (e. hashtags) og virkar best þegar sér- stakir viðburðir eru í gangi. Fót- boltaáhugamenn (#fotbolti) voru fyrstu íslensku landnemarnir á Twitter en í dag er hópurinn sem notar samfélagsmiðilinn mjög fjölbreyttur og sístækkandi. Gísli Marteinn (#sunnudagur) og Mikael Torfa- son (#minskodun) nýta sér til dæmis Twitt- er til að víkka út umræðuþætti sína á netið með frábærum árangri, Eurovision verður helmingi skemmtilegra (#12stig), eins og Óskarsverðlaunin (#óskarinn) og 25 ára afmæli bjórsins á Íslandi (#bjór25) varð allt í einu persónulegt þegar Íslendingar lýstu fyrstu kynnum sínum af þeim görótta drykk í 140 slögum. TWITTER-BYLTINGIN er hafin og fjöl- miðlar þurfa að vera vakandi með því að birta kassamerki með beinum útsendingum. Við sjáum nefnilega reglulega glötuð tæki- færi til að færa umræðuna á annað stig. Fyrstu oddvitakappræðurnar í Reykjavík fóru fram á Stöð 2 á mánudag en kassa- merkið í horninu var fjarverandi. Umræð- an var því lítil. Kastljós gerði sömu mistök þegar forsætisráðherra settist í rafmagns- stólinn hjá Helga Seljan á þriðjudagskvöld. BÖRNUM er sagt að tala ekki við ókunn- uga en þegar maður verður fullorðinn er það skemmtilegt, gefandi og nauðsynlegt til að víkka sjóndeildarhringinn. Gerum meira af því. Sjáumst á Twitter (@atlifannar). Talað við ókunnuga Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða haldin í Eldborg í Hörpu föstudaginn 14. mars. Margt af okkar helsta tón- listarfólki mun koma fram, það sem skara þótti fram úr á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt aftur til ársins 1993 með aðstoð umsjónarmanna þáttarins Árið er. Fram koma meðal annars Emilíana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld og Mezzoforte. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að kaupa miða á hátíðina. - glp Allir fá aðgang að hátíðinni MIKIL HÁTÍÐ Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég er að leita að íslenskum konum á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára til að sitja fyrir, naktar,“ segir þýski ljósmyndar- inn Mirko Kraeft, sem er hingað kominn til lands frá Berlín, til þess að mynda lokaverkefni sitt við Berliner Technische Kunst- hochschule, sem er listaháskóli þar í borg. Mirko kom fyrst hingað til lands í september í fyrra. „Fyrir utan þessa ótrúlega fallegu birtu, fannst mér óvanalegt landslagið einstaklega heillandi,“ segir hann og bætir við: „Litirn- ir og formin í náttúrunni virtust renna saman í eitt, sem var eitt- hvað sem ég hafði aldrei áður séð, hvorki fyrr né síðar. Bylgj- ótt yfirlagið er eins og einhver sjónbrella – eins og það séu lík sem liggi undir jörðinni,“ segir hann og bætir við að honum hafi þótt mikið til íslenskra kvenna koma. „Íslenskar konur eru eins og íslenska náttúran; ljós húð sem skín á, hár sem flæðir og augun eru eins og ísjakar í Atlantshaf- inu. Ég var virkilega djúpt snort- inn eftir þessa heimsókn mína,“ segir hann og segist hafa ákveð- ið þá og þegar að láta lokaverk- efni sitt við listaháskólann fjalla um þetta. Mig langar til þess að heim- færa þessa kvenlegu fagurfræði upp á íslensku náttúruna – mig langar til þess að rannsaka þetta betur.“ Mirko keypti sína fyrstu myndavél fyrir fimm árum. „Ég varð ástfanginn af ljós- myndun. Ég hætti í skólanum, þar sem ég var að læra verk- fræði, til þess að einbeita mér að ljósmynduninni. Nú hef ég mest- an áhuga á portrettlist og hygg á frama í ljósmyndun,“ segir Mirko að lokum – en áhugasamar fyrirsætur geta haft samband á mirkokraeft@googlemail.com. olof@frettabladid.is Vill mynda nakið kvenfólk Hinn þýski Mirko Kraeft er kominn hingað til lands til þess að klára lokaverkefni sitt í ljósmyndun. FÉLL FYRIR ÍSLENSKU KVENFÓLKI Mirko segist hafa verið djúpt snortinn eftir fyrstu heimsókn sína til landsins í fyrra. MYND/MIRKO KRAEFT MIRKO KRAEFT Hætti í verkfræði og hóf nám í ljósmyndun fyrir fimm árum. MYND/ ÚR EINKASAFNI VIDEODROME SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE MONUMENTS MEN 8, 10:25 RIDE ALONG 5:50, 8, 10:10 ROBOCOP 10:25 LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK AFTENBLADET EXPRESSEN THE MONUMENTS MEN THE MONUMENTS MEN LÚXUS RIDE ALONG LEGO ÍSL. TA L 2D ÍLEGO SL. TA L 3D ROBOCOP HER SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE MONUMENTS MEN NEBRASKA (ÓTEXTUÐ) RIDE ALONG NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP AUGUST: OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 5 - 8 - 10.30 KL. 5 - 8 - 10.30 KL. 8 - 10.15 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.30 - 8 - 10.35 KL. 10.30 KL. 3.30 KL. 8 Miðasala á: og KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 KL. 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.30 KL. 5.25 NÁNAR Á MIÐI.IS THE MONUMENTS MEN RIDE ALONG ROBOCOP KL. 8 - 10.15 KL. 6 - 8 KL. 6 - 10.15 ROLLING STONENEW YORK OBSERVER Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.