Fréttablaðið - 23.05.2014, Síða 21

Fréttablaðið - 23.05.2014, Síða 21
BRAGÐMIKIÐ Frábær bbq-sósa og ljúffengt gráðaostafrauð fullkomna réttinn. MYND/GVA Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjón-varpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúf- fenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að sterkkrydduðum kjúk- lingavængjum með heimalagaðri bbq-sósu og gráðostafrauði. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. BBQ-SÓSA (FYRIR 4) 1 dl tómatsósa 1 msk. tómatpúrra 2 msk. edik 2 msk. hunang eða púðursykur 1 tsk. engiferduft 1 msk. ferskur chilli-pipar, smátt saxaður 1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1 tsk. broddkúmen, steytt 1 dl olía Setjið allt í skál nema olíu og pískið vel saman. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og hrærið vel í á meðan. GRÁÐAOSTAFRAUÐ (FYRIR 4) 1 bátur gráðaostur, við stofuhita 40 g smjör, við stofuhita 2 ½ dl þeyttur rjómi Setjið gráðaost og smjör í mat- vinnsluvél og látið vélina ganga í 4-5 mínútur eða þar til osturinn verður mjúkur og glansandi. Fær- ið þá ostamaukið í skál og hellið rjómanum varlega saman við. 20-24 kjúklingavængir 2 msk. olía 1 tsk. chilli-flögur 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. engiferduft 1 tsk. broddkúmen, steytt 1 tsk. nýmalaður pipar 1 ½ tsk. salt Penslið vængina með olíu. Blandið saman öllu kryddinu og salti. Kryddið vængina á báðum hliðum. Grillið á milliheitu grilli í 20 mínútur. Snúið vængjunum reglulega. Penslið vængina með bbq-sósunni og grillið í 5 mínútur í viðbót. Berið vængina fram með gráðaostafrauðinu og t.d. selleríi, grilluðu grænmeti og kartöflum. STERKKRYDDAÐIR KJÚKLINGAVÆNGIR MEÐ HEIMALAGAÐRI BBQ-SÓSU OG GRÁÐAOSTAFRAUÐI DÚNDURFRÉTTIR Á AKUREYRI Tónleikar Dúndurfrétta verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Flutt verða lög Pink Floyd, Led Zeppelin, Uriah Heep, Deep Purple og fleiri. Hljómsveitina skipa Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Ólafur Hólm Einarsson, Ingimundur Óskarsson og Einar Þór Jóhannsson. GERRY WEBER OG TAIFUN Vertu vinur á Facebook Skoðið laxdal.is/ 15 - 20% AFSLÁTTUR LG BOGIÐ OLED SJÓNVARP Heimsins fyrsta bogna OLED sjónvarpið SÍÐUMÚLA 2 WWW.SM.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.