Fréttablaðið - 23.05.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 23.05.2014, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSumar & Börn FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 20148 Þegar skóla sleppir og sólskinsbörn tvístrast um allt í sumarleyfi heyrist iðulega setningin: „Mér leiðist“. Þá er upplagt að kafa í hugmyndabankann og gera eitthvað uppbyggjandi og skemmtilegt í stað þess að gefa strax eftir með sjónvarpsgláp eða tölvuleik. ● Leyfið börnunum að sá fræjum og búa sér til gróðursælt horn í garðinum. Þau elska að fylgjast með fræjunum spíra og vaxa yfir sumarið. ● Búið til stuttmynd saman eða leikrit. Flestar spjaldtölvur og snjallsímar eru útbúin myndatökuvél og forritum til frekari mynd- og hljóðvinnslu. ● Farið í rannsóknarleiðangur með sjónauka að vopni og athugið hversu margar fuglategundir þið þekkið. ● Stofnið bókaklúbb til að viðhalda lestrarkunnáttu barna. Ræðið söguþráðinn eftir lesturinn og bjóðið vinum að vera með. ● Farið í lautarferð. Það er skemmtilegra að borða úti en inni. Takið flugdreka með. ● Skrúfið frá garðslöngunni og leyfið börnunum að busla og skemmta sér á sólríkum degi. ● Farið á útitónleika. ● Kíkið í gæludýrabúð og skoðið öll krúttlegu dýrin. Hver veit nema umkomulaust dýr eignist nýtt heimili? ● Farið í tertuslag. Hvern dreymir ekki um að upplifa það sem svo oft sést í bíómyndunum? ● Ferðist um heiminn án þess að fara að heiman. Lesið um önnur lönd og eldið hefðbundinn mat ein- hvers landsins í kvöldmat. ● Farið í bókasafnið og finnið spennandi handbækur til að læra eitthvað nýtt saman. ● Tjaldið í bakgarðinum og grillið útilegumat og sykurpúða. ● Safnið pöddum og flugum í krukku til að skoða og greina eftir tegundum. ● Farið í snyrtistofuleik. Lakkið neglur, greiðið hár og málið andlit barnanna og leyfið þeim að gera hið sama við ykkur. ● Bakið sykursæta sumarköku og leyfið börnunum að hjálpa til við baksturinn. Látið ykkur ekki leiðast! FERSKUR SVALADRYKKUR Þegar börn eru búin að vera að hlaupa um og hamast úti í sólinni allan daginn finnst þeim gott að fá sér kaldan og svalandi drykk. Þessi uppskrift er einföld og geta krakkarnir jafnvel gert drykkinn sjálfir. Fyrir þá sem vilja ekki gos má setja vatn eða eplasafa í stað sprite. Uppskriftin er fyrir tvö lítil glös. 2 tsk. íste (duft) ½ bolli sprite ½ bolli jarðarberjasafi 1–2 kreistar sítrónur klakar Hristið saman jarðarberjasafa, sítrónusafa, íste og klaka (og vatn eða eplasafa ef það er notað). Bætið sprite saman við og hellið í glös. Skreytið fallega með til dæmis ávöxtum eða berjum og berið fram. Girni- legur sumar- drykkur sem einfalt er að gera. MYND/GETTY LESIÐ Í SUMAR Það er alltaf gott að grípa í bók til að hafa ofan af fyrir sér. Bækur eru ekki einungis góðar til afþrey- ingar heldur er lestur góður fyrir virkni heilabúsins, hann bætir málskilning og eflir máltöku, eykur orðaforða og sjálfstæða hugsun. Það er því ekki úr vegi að hvetja börn til að taka sér bók í hönd og sökkva sér niður í lestur þegar tími gefst til í sumarfríinu. Hér eru nokkrar bækur sem flestir foreldrar kannast við og hafa jafn- vel lesið sjálfir: Bróðir minn ljónshjarta, Madditt og Lína langsokkur ( já, eða bara allar bækur Astridar Lindgren), Harry Potter-bækurnar eftir J.K. Rowling, Pollýanna eftir Eleanor H. Porter, Benjamín dúfa eftir Frið- rik Erlingsson, Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur, Kalli og sælgætisgerðin og Mat- ilda eftir Roald Dahl, Pétur Pan eftir James Barrie, Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson, Kötturinn með höttinn eftir Dr. Seuss, Ljónið, nornin og skápur- inn eftir C. S. Lewis. Lítil fluga getur breytt leið- indum í forvitni og skemmtileg ævintýr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.