Fréttablaðið - 05.07.2014, Side 4

Fréttablaðið - 05.07.2014, Side 4
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL „Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjör- lega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan mats- menn voru dómkvaddir og tæp- lega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fast- eignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 17 milljarða sem þýðir um 355 milljónir í fasteignagjöld ár hvert. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða. „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríks- son, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Frétta- blaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteign- ir sem eru nýttar með sambæri- legum hætti að hluta til og stað- setning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleik- húsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu mats- gerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamat- ið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði húss- ins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niður- stöðu matsmanna skynsamlega. Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerð- inni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. nanna@frettabladid.is Matsmenn meta söluvirði Hörpu 7 milljörðum lægra Matsgerð var lögð fram í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er hún metin á 10 milljarða. Byggingin hafði áður verið metin á 17 milljarða. Skynsamleg niðurstaða, segir forstjóri Hörpu. EINSTAKT HÚS Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið Harpa er talið alveg ein- stakt og því er ekki hægt að bera það saman við aðrar byggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HALLDÓR GUÐMUNDSSON MARGRÉT HAUKSDÓTTIR 28.06.2014 ➜ 4.07.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BEST SYÐRA Í dag verður hvöss norðanátt um vestanvert landið en dregur heldur úr vindi til morguns. Víða rigning en yfirleitt úrkomulítið sunnanlands. 7° 11 m/s 8° 12 m/s 10° 13 m/s 11° 15 m/s 5-10 m/s. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 27° 31° 23° 32° 20° 23° 24° 25° 25° 25° 22° 31° 31° 30° 27° 30° 26° 25° 14° 9 m/s 12° 5 m/s 13° 5 m/s 10° 7 m/s 10° 8 m/s 8° 12 m/s 4° 14 m/s 13° 14° 8° 8° 15° 15° 12° 13° 11° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Bygg- ingarlóðin er alls 6 hekt- arar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neð- anjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“ ➜ Glæsileg og gríð- arstór bygging EGILSSTAÐIR Hættuástandi var lýst yfir síðdegis í gær þegar flugvél hvarf af ratsjá milli Seyðis fjarðar og Loðmundar- fjarðar en rétt áður hafði stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar fengið neyðarkall frá flugmanninum. Hann var einn í vélinni. Vélin lenti síðan rétt eftir fimm í gær á Egilsstaðaflugvelli og var flugmaðurinn heill á húfi. - nej Týnd en fannst samdægurs: Hættuástand vegna flugvélar ALMANNAÞJÓNUSTA RÚV ohf. hefur ákveðið að auglýsa tvær efstu hæðir útvarpshússins við Efstaleiti til leigu. Breytingarnar eru liður í áherslubreytingum útvarps- stjóra og er áætlað að flytja alla starfsemi stofnunarinnar á tvær neðstu hæðir hússins. Heildarstærð hæðanna tveggja er 966 fermetrar. Gert er ráð fyrir að nýir leigjendur taki við keflinu í september. Búist er við að leigan færi RÚV ohf. umtals- verðar tekjur á næstu árum. - ssb Leigja út hæðir í Efstaleiti: Ríkisútvarpið minnkar við sig Á VETTVANG Björgunarsveitarmenn í Ísólfi voru sendir á báti út á Seyðisfjörð. MYND/ÓMAR fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Hundruð þúsunda barna búa við sára neyð og hungur í Suður-Súdan. Þau þurfa hjálp – núna! Súdan Eþíópía Mið-Afríku- lýðveldið Suður-Súdan Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur klukkustundir var sonur Justins Ross Harris lokað- ur inni í bíl á sólríkum degi og lést hann af þeim sökum. Harr- is verður ákærður. fékk Leon Baptiste í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni en hann stakk annan mann rétt fyrir ofan hjartað þann 30. mars síðast- liðinn. 5 ára dóm stæði fyrir kjúklinga verða í fuglabúinu, sem til stendur að reisa á Rauða- læk, þegar það er komið í fulla stærð. 40.000 18 mánaða dóm fékk Andy Coulson, fyrrverandi rit- stjóri News of the World, fyrir stórfelldar símahleranir blaðsins. 11konur sóttu um þrjár stöður að-stoðaryfi rlög-regluþjóna hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu sem þrír karlar voru svo ráðnir í. 32 tyrkneskum vörubílstjórum, sem íraskir hermenn höfðu tekið sem gísla, var sleppt í vikunni.7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.