Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.07.2014, Qupperneq 22
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Lilja ólst upp í Keflavík hjá foreldrum sínum og þrem-ur systkinum. Pabbi henn-ar vann þrettán tíma á dag en mamma hennar sá mest-megnis um heimilið og börn- in fjögur. Heimilislífið var ósköp venjulegt, mikil umhyggja og hlýja einkenndi fjölskylduna og lífið gekk sinn vanagang. Það var ekki fyrr en Lilja var komin á unglingsaldur að hún áttaði sig á því að mamma hennar væri öðruvísi en aðrar mæður. „Mamma er með milda þroskaskerð- ingu og telst því til seinfærra foreldra. Hún getur stundum átt erfitt með að skilja mann en þá þarf maður bara að orða hlutina öðruvísi. Einnig gat hún lítið aðstoðað með heimanámið eða flókin vandamál á unglingsárunum. En það var sko nóg af knúsi á mínu heimili.“ „Mamma þín er skrýtin“ Lilja segir að hún hafi fundið mun meira fyrir fátæktinni sem fylgdi félagslegri stöðu móður hennar. Hún fékk eingöngu tímabundna atvinnu af og til í gegnum Vinnumálastofnun og þá var um láglaunastörf að ræða. Lengsti starfsferillinn var þegar hún pakkaði inn heyrnartólum fyrir flugfélögin. „Svo fékk maður að heyra það frá umhverfinu að það væri ekki í lagi með mömmu. Krakkar kölluðu á eftir mér að mamma væri skrýtin, meira að segja fyrir framan foreldra sína sem tóku ekkert í taumana. Einn kennari í skólanum kom alltaf fram við mig eins og ég væri líka greindarskert. Hann hafði verið kennari mömmu og þekkti hana vel. Þar af leiðandi gerði hann engar kröfur til mín í náminu og ég þurfti aldrei að skila verkefnum eða svara spurningum í tímum hjá honum. Ég var með mjög fínar einkunnir í skóla en í þessu eina fagi var ég, eðli málsins samkvæmt, alltaf með lélegar einkunnir.“ Systkinin send í fóstur Lilja var 16 ára þegar foreldrar hennar skildu. Í kjölfarið fóru yngri systkini hennar í fóstur því að móðir hennar var ekki talin geta verið ein með fjög- ur börn. „Mamma mætti miklu mótlæti frá félagsþjónustunni og systkinum sínum. Um leið og fólkið í kringum þig missir trúna á þér þá minnkar metnaðurinn sjálfkrafa og mamma gafst upp. Það að senda systkini mín í fóstur var strax fyrsta úrræðið og ekkert annað kom til greina. Tvö systkini mín fóru sátt í fóstur og því var það kannski rétta leiðin fyrir þau. En yngsta systir mín er enn að vinna úr þessari reynslu enda er hún mikil mömmustelpa og vildi bara búa heima hjá henni.“ Tók systur sína í fóstur Yngsta systir Lilju greindist með sjúk- dóm á unglingsárunum sem móðir þeirra hafði ekki skilning á og átti erf- itt með að höndla. Lilja segir að með miklum stuðningi hefði þó vel verið hægt að aðstoða móður hennar við að hafa hana hjá sér. Yngsta systirin var fimmtán ára gömul þegar hún fékk að fara í fóstur til Lilju og hún býr enn hjá henni í dag. „Ég fékk greitt fyrir að vera með hana í fóstri. Fósturvistun kostar sam- félagið mjög mikið og ég skil ekki af hverju fjármagnið er ekki notað til að veita foreldrunum stuðning til að vera sjálfir með börnin. Þrjú börn mömmu voru sett í fóstur, sú summa sem það kostaði hefði getað breytt gífurlega miklu í okkar lífi í formi félagslegs og fjárhagslegs stuðnings.“ Skilningsleysi fagaðila Lilja segir fordóma og skilningsleysi samfélagsins gagnvart seinfærum Mamma á nóg af knúsi að gefa Lilja Árnadóttir ólst upp hjá þroskaskertri móður ásamt þremur systkinum sínum. Þegar foreldrar hennar skildu voru systkini hennar send í fóstur því enginn hafði trú á að móðirin gæti séð sjálf um börnin. Lilja segir fordóma enn ríkjandi í samfélaginu gagnvart seinfærum foreldrum, sem eigi mikla umhyggju að gefa börnum sínum en skorti stuðning. HEIMA Í HLÍÐUNUM Lilja er í fæðingarorlofi og tók hún og sex mánaða dóttir hennar á móti blaðamanni á heimili þeirra í Hlíðunum. Lilja starfar annars sem sérkennari og deildarstjóri á leikskóla og vinnur að mastersritgerð sinni í fötlunarfræðum sem fjallar um börn seinfærra foreldra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Fósturvistun kostar samfélagið mjög mikið og ég skil ekki af hverju fjármagnið er ekki notað til að veita foreldrunum stuðning til að vera sjálfir með börnin. Mamma gaf okkur það sem skiptir mestu máli, ást og umhyggju, og gerir enn. Ég leita bara annað fyrir aðra hluti. Krakkar kölluðu á eftir mér að mamma væri skrýtin, meira að segja fyrir framan foreldra sína sem tóku ekkert í taumana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.