Fréttablaðið - 05.07.2014, Side 31
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbygg-
ingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk
yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
1
4
-1
6
1
1
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Isavia óskar eftir að ráða deildarstjóra eignaumsýslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Deildarstjóri eignaumsýslu ber ábyrgð á viðhaldi og fasteignarekstri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli ásamt daglegri stjórnun á viðhalds- og tæknieiningum FLE.
Helstu verkefni:
• Umsjón, eftirlit og greining á viðhaldi og fasteignarekstri
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
• Dagleg stjórnun tækni- og viðhaldseininga
• Umsjón með sorphirðu og endurvinnslu ásamt umhverfisvernd
í fasteignarekstri
• Umhirða lóða, göngustíga, bílastæða og annarra útisvæða
• Ráðgjöf og þjónusta við byggingarframkvæmdir og
fjárfestingarverkefni
• Rekstur á rútum og vélbúnaði til flugstöðvarreksturs
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði byggingarverk- eða tæknifræði eða
sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla eða menntun á sviði viðhalds mannvirkja og verkstýringar
er skilyrði
• Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg
• Þekking á gerð kostnaðar-, rekstrar- og viðhaldsáætlana æskileg
• Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi. Umsókn og frekari upplýsingar um starfið má nálgast
á www.isavia.is/atvinna. Einnig veitir Guðmundur Daði Rúnarsson upplýsingar með tölvupósti
á netfangið dadi.runarsson@isavia.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí.
Hjá Nýherja starfar samheldinn hópur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, uppbyggingu þekkingar og framsýna
þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina. Hjá Nýherja og dótturfélögum starfa samtals um 450 starfsmenn á Íslandi og í Svíþjóð.
Kíktu á fleiri áhugaverð laus störf inn á nyherji.is/atvinna.
Starfið felst í rekstri á netkerfum viðskiptavina Nýherja og viðhaldi og endurbótum á netkjarna Nýherja. Við leitum
að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að öðlast sérfræðiþekkingu á Cisco netkerfum.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2014. Sótt er um starfið á vef Nýherja, nyherji.is/atvinna. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem
trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veitir Elva Tryggvadóttir, sérfræðingur starfsmannaþjónustu, elva.tryggvadottir@nyherji.is
Við leitum að
sérfræðingi í netkerfum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
19
8
6
Hæfniskröfur:
• Reynsla af störfum í upplýsingatækni
• Reynsla og brennandi áhugi á netkerfum
• Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
• Þekking á Linux og sjálfvirknivæðingu er kostur
• Cisco sérfræðigráður og þekking á MPLS og BGP eru kostur
Hjá Nýherja er lögð áhersla á:
• Góðan starfsanda og liðsheild
• Fjölbreytt og spennandi verkefni
• Fjölskylduvænt og gott starfsumhverfi
• Uppbyggingu þekkingar og færni
• Góða starfsaðstöðu og úrvals mötuneyti