Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 34
| ATVINNA | Sérfræðingur í fjármála- og rekstrarþjónustu Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu sérfræðings í fjármála- og rekstrarþjónustu. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur 62 leikskóla, 36 grunnskóla og 6 frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar og skólahljómsveita. Skóla- og frístundasvið veitir um 20 þúsund börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu. Helstu verkefni: • Ábyrgð á reikningagerð fyrir leikskóla og frístunda- heimili. • Ábyrgð á ráðstöfun frístundakorts inn á reikninga. • Samskipti við foreldra, stjórnendur og aðra aðila vegna reikningagerðar fyrir leikskóla og frístundaheimili. • Uppfærsla gjaldskráa í upplýsingakerfið Völu og upp- lýsingagjöf til foreldra og annarra vegna gjaldskrár- breytinga. • Þróun á upplýsingakerfinu Völu. • Þróun á þjónustu og upplýsingagjöf vegna reikninga- gerðar og gjaldskráa fyrir leikskóla og frístundaheimili. Hæfniskröfur: • Viðskiptafræðimenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af stjórnsýslu kostur. • Þekking á upplýsingakerfum er kostur. • Góð tölvukunnátta. • Reynsla af reikningagerð kostur. • Mikil samskiptahæfni. • Rík þjónustulund. • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð. • Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Frumkvæði og sjálfstæði. Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí nk. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri, og Íris Björk Pétursdóttir, deildastjóri í síma 411-1111. Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is , iris.bjork.petursdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreyti- lega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni. Leikskólinn Barnaból Skagaströnd Leikskólakennarar óskast frá ágúst 2014. Barnaból er tveggja deilda leikskóli með um 35 nemendum. Starfað er skv. kenningum John Dewey og Howards Gardner undir kjörorðinu „ Umsóknarfrestur er t il 1 8. Júlí 2014. Móttaka umsókna og upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins Túnbraut 1-3 og í sími 455 2700 og hjá Þórunni Bernódusdóttur leikskólastjóra gsm 860 2592. Umsóknareyðublað er á heimsíðu Barnabóls á www.leikskolinn.is/barnabol HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is ERTU ÖFLUGUR RAFVIRKI? VIÐ LEITUM AÐ RAFVIRKJA TIL FRAMTÍÐARSTARFA Norðurál leitar að metnaðarfullum og reyndum rafvirkja. Verkefnin eru fjölbreytt og felast m.a. í viðhaldi, endurnýjun og endurbótum á tæknibúnaði Norðuráls, með áherslu á fyrirbyggjandi viðhald. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran starfs anda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa rúmlega 500 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí næstkomandi. Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Guðmundur Óskar Ragnarsson, formaður A hóps á Aðalverkstæði, simi 430 1000. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Sveinspróf í rafvirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla • Sterk öryggisvitund og fyrirmynd í öruggum vinnubrögðum • Reynsla af vinnu við háspennubúnað æskileg • Góð þekking á viðgerðum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta Leitum að fjölhæfum og framsæknum matreiðslu- manni sem hafið getur störf sem fyrst. Matreiðslumaður í stöðu vaktstjóra sushisamba.is Umsóknir sendist til eythor@sushisamba.is 5. júlí 2014 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.