Fréttablaðið - 05.07.2014, Page 70

Fréttablaðið - 05.07.2014, Page 70
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 38 BAKÞANKAR Snærósar Sindradóttur Móðurhlutverkið þykir óeigingjarnt og vanþakklátt starf. Það er þekkt stærð að mæður fá ekki frið á klósettinu og eftir að hafa alið upp stjúpbörnin tvö í tæplega þrjú ár hef ég fyrirgert rétti mínum til að læsa að mér í sturtu. Það var ótvíræður gæðastimpill á minni eigin mömmu þegar stjúpbróðir minn (fjölskyldumeðlimir mínir eru meira og minna ekkert skyldir hver öðrum) sagði að mamma mín væri svo góð því hún hugsaði alltaf um okkur börnin fyrst. ÞESS vegna kom það mér á óvart þegar ég vaknaði, með vömbina út í loftið, og áttaði mig á því að það hégómafyllsta sem ég hef á ævi minni gert er að eiga von á frumburðin- um. Ég sem hafði planað að vera í móður Teresu-hlutverkinu. Æðrulaus gagnvart því að „tak- ast á við þetta nýja ábyrgðar- fulla verkefni“. Ég ætlaði að segja spekingslega út í loftið: „Ég vona bara að barnið verði heilbrigt og annað skiptir engu máli.“ Kjaftæði. ÞAÐ sló saman í höfðinu á mér. Þegar ég var hálfnuð með meðgönguna kveikti ég allt í einu á því að ég væri ekki bara að eignast eitthvert barn út í bláinn. Ég væri að eignast barn með minni eigin gena- samsetningu. Hugsið ykkur. Sama hvaða mótþróakast þetta barn mun taka þá á ég alltaf helminginn af svamlandi litning- um þess. Ég myndi eigna mér fleiri ef ég bara gæti. OG upphófst þá hégómleg upptalning á kostum mínum. Ég vona svo innilega að barnið erfi góða skapið mitt. Og djöfull vona ég að barnið fái varir í þykkara lagi. Það væri ekki verra ef barnið yrði hávax- ið eins og mamma sín og fengi í vöggu- gjöf hæfileikann til að verða sólbrúnt. Barnið má gjarnan erfa gáfurnar sem skiluðu mér fluglæsri inn í grunnskól- ann. Og hæfileikinn til að taka ákvarð- anir hratt og örugglega, það þarf að koma frá mér. BARNIÐ má svo taka rýmisgreindina frá pabba sínum. Og almenn skynsemi erfist vonandi frá honum líka. Hégómafulla móðirin „Hugmyndin er að það sé enginn staður sem fólk þarf að fara á, fólk getur bara séð sýninguna heima hjá sér,“ segir Una Björg Magnúsdóttir, en hún opnar sýningu sína Wavering á vefsíðunni artclickdaily.info í dag. Una útskrifaðist úr myndlist við Listaháskóla Íslands í vor en hún vinnur mest með skúlptúra og inniheldur sýning hennar rafræna skúlptúra. „Waver- ing er bæði vísun í bylgju og eitthvað sem hörfar og minnkar,“ segir Una. „Skúlptúrarnir eru sem sagt fánar sem ég hef unnið með í öðru formi en eru núna á netinu þannig að þetta eru svona stafrænir fánar,“ segir Una en galleríið sem hýsir sýninguna er vefsíða sem Ívar Glói Gunnarsson og Brynjar Helgason stofn- uðu fyrir ári og verður þetta áttunda sýningin sem sett er upp í netgalleríinu. „Þetta er annar vettvangur, ekki hefð- bundið þar sem allir fara á einhvern stað og hanga þar, heldur getur fólk bara farið inn á net- inu,“ segir Una en sýningin verður opnuð klukkan 12.00 í dag á art- clickdaily.info. - bþ Opnar skúlptúrasýningu á netinu Una Björg Magnúsdóttir er nýútskrifuð úr myndlist við Listaháskólann en hún fæst mest við skúlptúra og opnar sýningu sína Wavering í dag á internetinu. Skúlptúrarnir eru sem sagt fánar sem ég hef unnið með í öðru formi en eru núna á netinu þannig að þetta eru svona stafrænir fánar. Una Björg Magnúsdóttir myndlistarkona. HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI 8 LIÐA ÚRSLIT FÖS-LAU KL 16.00 & 20.00 ANTBOY ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR FRÍTT INN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE SALVATION TRANSFORMERS 2D TRANSFORMERS 3D TRANSFORMERS 3DLÚXUS AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL AÐ TEMJA DREKANN 2 3DÍSL. TAL 22 JUMP STREET TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL VONARSTRÆTI KL. 8 - 10.40 KL.1-4 KL. 8 - 10.10 KL. 1 - 5 - 9 KL. 1 - 3.15 - 5.30 KL. 1 - 3.15 - 5.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 1 KL. 8 THE SALVATION AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL AÐ TEMJA DREKANN 2 3D ÍSL. TAL TRAIN. . . DRAGON 3DENS. TAL ÓTEXT. 22 JUMP STREET X-MEN 3D ÖT FRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI KL. 5.50 - 8 - 10.10 KL. 3 - 5.45 KL. 3 KL. 8 KL. 10.15 KL. 10.40 KL. 3 KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 3 - 5.20 - 8 -T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL -FRÉTTABLAÐIÐ-DV S.R.S TRANSFORMERS 3D 7, 10:10(P) TEMJA DREKANN SINN 2D 2, 4:30 TEMJA DREKANN SINN 3D 2 BRICK MANSIONS 10:40 22 JUMP STREET 5:40, 8 MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:20 VONARSTRÆTI 5, 8 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 2, 3:50 ÍSL TAL ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN LOS ANGELES TIMES TOTAL FILM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.