Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 2

Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 2
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ísland fer á EM Sá einstaki atburður varð í sögu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta á miðvikudaginn að okkar menn tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins þrátt fyrir tap gegn Bosníu. Íslenska liðið barðist hetjulega í leiknum gegn sterku liði Bosníu og náði forystu í öðrum leikhluta en Bosníumenn reyndust of sterkir í seinni hálfleik. Íslenska liðið gat andað léttar fyrir leikinn enda hafði sigur Rúmena á Lettum tryggt að íslenska liðið ætti sætið fullvíst myndi Ísland ekki tapa fyrir Bosníu með meira en 30 stig- um. Jón Arnór Stefánsson spilaði stórkostlega í öðrum leikhluta, og reyndar öllum leiknum. FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM SVARTA HAGKERFIÐ KORTLAGT OG HANARNIR GALA Í MOSÓGLEÐIFRÉTTIN VIKAN 24.08.➜30.08 2014 STJÓRNMÁL Samkvæmt niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um traust til ráðherra treystir 21 prósent aðspurðra engum ráðherra og tæp- lega 40 prósent tóku hvorki afstöðu til hvaða ráðherra þeir treystu mest né minnst. „Ég man ekki eftir að hafa séð lak- ari traustsyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna um að þeir geti ekki gengið að stuðn- ingi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskars- dóttir stjórnmálafræðingur. Fjórðungur aðspurðra ber minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur af öllum ráðherrum, samkvæmt niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um traust til ráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra er bæði sá sem næstflestir treysta mest og minnst. Fimmtán prósent aðspurðra segjast treysta Sigmundi Davíð mest og átta prósent minnst allra ráðherra. Flestir treysta Bjarna Benedikts- syni fjármálaráðherra, eða ell- efu prósent, en sex prósent sögðust treysta Bjarna minnst. Bæði traust og vantraust til annarra ráðherra var vart merkjanlegt að því undan- skildu að fimm prósent aðspurðra sögðust treysta Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra mest. Könnunin var gerð 27. og 28. ágúst. Hringt var í 1.056 manns þar til náð- ist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Könnunin náði til 650 manns sem valdir voru með slembiúrtaki og var svarhlutfall var 61,5%. - ih Mest traust til Bjarna meðal íslenskra ráðherra en minnst til Hönnu Birnu: Flestir treysta ekki ráðherrum TRAUST MEST traust er borið til Bjarna Benediktssonar og minnst til Hönnu Birnu KRistjánsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SUNNUDAGUR Timberlake sló í gegn Bandaríski popparinn Justin Timberlake steig á svið fyrir framan sautján þúsund manns í Kórnum í Kópavogi. Tónleik- arnir heppnuðust mjög vel og virtist Timberlake sjálfur hæstánægður með útkomuna. Sagði hann Ísland vera einn fallegasta stað heims. MÁNUDAGUR 30 kílómetra berggangur Berggangur- inn þar sem kvika þrengir sér frá kvikuhólfinu undir Bárðarbungu var orðinn ríflega 30 kílómetra langur og teygði sig vel norður fyrir sporð Dyngjujökuls. ÞRIÐJUDAGUR Ofbeldi í Rotherham Rannsóknar- skýrsla birt þar sem kemur fram að á árunum 1997 til 2013 hafi 1.400 börn í bænum Rotherham á Englandi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu glæpagengja. Þess var krafist að yfirmaður lögreglu og dómsmála í bænum segði af sér. Áður hafði sveitarstjóri Rotherham sagt af sér. MIÐVIKUDAGUR Hanna Birna í vanda Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra aftók með öllu að hún þyrfti að segja af sér embætti. Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri sagði að bæði Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar hefðu beitt sig þrýstingi í lekamálinu. FIMMTUDAGUR Nýnasistar misnota félag Fréttablað- ið greindi frá því að erlendir aðilar hefðu notað íslenska ásatrúarfélagið ranglega til að gefa, stundum öfgafullum, málstað sínum meiri vigt. Allsherjargoði sagði að Ísland væri álitið „Róm norðursins“ í hugum margra sem aðhyll- ast ásatrú. FÖSTUDAGUR Hraungos í Holuhrauni Hraungos hófst í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju þar sem sprungur höfðu verið að myndast í hrauninu og við jökulsporðinn. Nokkuð dró úr gosinu þegar líða tók á daginn. LAUGARDAGUR „Þetta gekk þokkalega í vor en svo hefur dregið svaka- lega úr þessu. Ágústmánuður hefur verið bara núll.“ Gunnar Bergmann Jónsson, talsmaður hrefnuveiðimanna. ➜ HANNA BIRNA KRIST- JÁNSDÓTTIR innanríkis- ráðherra er umtal- aðasti ráðherrann vegna „lekamáls- ins.“ Umboðsmaður Alþingis hefur hafið formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglu- stjóra. Samkvæmt skoð- anakönnun Frétta- blaðsins vilja tveir þriðju aðspurðra að hún segi af sér. INGIBJÖRG JÓSEFSDÓTTIR, skólastjóri Hagaskóla, segir að eldhús skólans sé löngu sprungið og að heilbrigðis- eftirlitið krefjist þess að mat- vælaframleiðsla í eldhúsinu verði takmörkuð. SAMKVÆMT RANNSÓKN SIGURLILJU ALBERTSDÓTT- UR hagfræðings nemur velta af eiturlyfjum 0,2 prósentum af vergri landsframleiðslu og velta af sölu vændis nemur 0,06 prósentum. MAGNÚS TUMI GUÐMUNDS- SON jarðeðlisfræðingur hefur staðið í ströngu við að útskýra jarðskjálftavirkni í Vatnajökli og lítið eldgos í Holuhrauni. VÍGMUNDUR PÁLMARSSON í Mosfellsbæ er að gefast upp á tveimur hönum nágranna síns sem gala út í eitt. Hann vill að bæjaryfirvöld banni hana. FJÖLMIÐLAR Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að árs- reikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikn- ing félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðna- son, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þor- steins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásak- anir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásak- ar ristjórann um bolabrögð . „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hluta- bréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fund- inum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntan- lega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þann- ig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sig- urður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“ haraldur@frettabladid.is sunna@365.is Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundinum í gær. Á HÓTEL NATURA Reynir Traustason, ritstjóri DV, var bjartsýnn fyrir fundinn og sagðist reikna með því að verða áfram ritstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 25% treysta Hönnu Birnu minnst af ráðherrum í ríkisstjórninni. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntan- lega meirihluta á hluthafafund- inum. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.