Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 10
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
síðasta árs liggi ekki fyrir hjá fjár-
málaráðuneytinu. Því má gera ráð
fyrir að launakostnaðurinn hafi
hækkað talsvert.
Í flestum tilvikum er það sama
fólkið sem skipar stjórnirnar, en
af svari fjármálaráðherra er ekki
hægt að ráða hvað hver og einn fær
í laun en gera má ráð fyrir að þeir
sem sitja í flestum stjórnunum hafi
fengið stærsta bitann af kökunni.
j ohanna@frettabladid.is
EFNAHAGSMÁL Launakostnaður
vegna slitastjórna Frjálsa fjárfest-
ingabankans og SPRON nam 1.473
milljónum króna og launatengd
gjöld námu 396 milljónum króna.
Laun og launatengd gjöld voru því
hátt í tvo milljörðum króna.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu
fjármálaráð-
herra um Dróma
hf. Þingmenn úr
öllum flokkum á
Alþingi báðu um
skýrsluna. Drómi
var eignarhalds-
félag sem fór með
eignasafn SPRON
og Frjálsa. Í því
voru meðal annars lán sem SPRON
og Frjálsi veittu einstaklingum og
fyrirtækjum fyrir hrun.
Í svarinu kemur fram að töl-
urnar séu unnar upp úr árs-
reikningum hlutafélaga, það er
Dróma, á árunum 2009 til 2012
en það eru dótturfélögin Steins-
nes ehf., Rekstrarfélag SPRON hf.
og SPRON Factoring sem mynda
Dróma Frjálsa hf. fyrir árin 2010
til 2012 og SPRON verðbréf fyrir
sama tímabil. Það eru slitafélögin
sem borga launin en ekki ríkissjóð-
ur eða Fjármálaeftirlitið. Í skýrsl-
unni kemur fram að ársreikningar
10
Við minnum viðskiptavini okkar á að sækja um
höfuðstólsleiðréttingu vegna verðtryggðra
húsnæðislána í síðasta lagi 1. september.
Hægt er að sækja um leiðréttinguna á vef
ríkisskattstjóra, www.leidretting.is.
Þar er einnig hægt að sækja um heimild til
ráðstöfunar iðgjalda séreignarsparnaðar inn á
höfuðstól húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.
Mundu að sækja
um leiðréttingu
húsnæðislána
www.ils.is
Borgargtúni 21, 105 Reykjavík
Sími 569 6900, fax 569 6800
Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi húsnæðislána á Íslandi. Tilgangur
sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að
landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum
verði sérstaklega varið til að auka möguleika fólks til að eignast og leigja
húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Umsóknarfrestur rennur út 1. september
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
4
2
7
9
9
SÁTU Í STJÓRNUM OG SLITASTJÓRNUM FRJÁLSA
FJÁRFESTINGARBANKANS OG SPRON Á ÁRUNUM
FRÁ 2009 TIL 20012
Hlynur
Jónsson
Jóhann
Pétursson
Hildur Sólveig
Pétursdóttir
Skilastjórn SPRON*
Slitaastjórn SPRON
Drómi hf.**
Skilastjórn Frjálsa hf.
SPRON verðbréf
Slitastjórn rekstarf. SPRON
* Davíð Arnar Einarsson, Feldís Lilja Óskarsdóttir og Guðrún Torhildur Gísladóttir sátu
í skilanefnd SPRON
** Magnús Steinþór Pálmarsson og Þorsteinn Rafn Johnsen sátu í stórn Dróma hf. en eru
hættir
Launin námu 1,5
milljörðum króna
Samkvæmt nýrri skýrslu um Dróma námu laun og launatengd gjöld vegna slita
SPRON og Frjálsa nærri tveimur milljörðum króna á þremur árum. Þrír sátu í
langflestum slita- og skilastjórnunum en átta þáðu laun samkvæmt skýrslunni.
HLYNUR
JÓNSSON
JÓHANN
PÉTURSSON
HILDUR SÓLVEIG
PÉTURSDÓTTIR
SÝRLAND, AP Þrjár milljónir Sýr-
lendinga hafa flúið land vegna
borgarastyrjaldarinnar þar í
landi, sem orðið hefur 190 þúsund
manns að aldurtila. Þar af hefur
ein milljón flóttamanna flúið land-
ið síðastliðið ár.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna segir neyðarástand hafa
skapast á svæðinu og þörf sé á
stærstu aðgerð í 64 ára sögu sam-
takanna til að koma flóttamönnun-
um til hjálpar.
„Ástandið í Sýrlandi hefur skap-
að versta mannúðarástand okkar
tíma og alþjóðasamfélagið hefur
brugðist þörfum flóttamannanna,“
sagði Antonio Guterres, flótta-
mannafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna.
Til viðbótar við þá sem flúið
hafa land hefur sex og hálf milljón
Sýrlendinga þurft að flýja heimili
sitt innan Sýrlands.
Fjöldi aðila hefur lýst yfir
áhyggjum vegna ástandsins í þeim
löndum sem flóttamennirnir hafa
flúið til. Mikið álag er á innviðum
þeirra landa og hætta talin á því að
ofbeldi breiðist meira um svæðið
en nú er orðið.
Fulltrúar Flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna segja þá
Sýrlendinga sem hafa flúið land
vera skelfilega illa haldna. Að sögn
starfsmanna SÞ eru flóttamenn-
irnir hræddir, uppgefnir og búnir
með allt sparifé eftir að hafa verið
á flótta í allt að tvö ár.
- ih
Kalla eftir aðstoð heimsins vegna flóttamanna:
Þrjár milljónir hafa
flúið frá Sýrlandi
Á FLÓTTA Tæplega helmingur Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sitt.
MYND/NORDICPHOTOS/AFP