Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 44

Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 20142 Þegar Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfis-stofnunar, og Símon Ormars- son, flugþjónn hjá Icelandair, skipu- lögðu langa helgarferð til Stokk- hólms fyrr í sumar grunaði þá ekki að þeir myndu enda í Kambódíu í staðinn. Guðfinnur segir að vinkona þeirra, Ingibjörg Lárusdóttir, hafi litið í heimsókn í upphafi júlímánað- ar og sagt þeim frá ferð sem hún var nýbúin að panta til Kambódíu. „Áður en við vissum af vorum við lagst- ir í rannsóknir á netinu. Þegar við kvöddum Ingibjörgu var handsal- að að við færum tveir saman, ásamt Ingibjörgu og börnum hennar þrem- ur, hinum megin á hnöttinn. Þremur vikum síðar var haldið af stað.“ Að sögn Guðfinns er svo ótal margt sem heillar og grípur augað í Kambódíu, meðal annars náttúru- fegurðin, litadýrð blómanna, fugla- söngur í iðgrænum skóginum og fjölskrúðugt mannlífið. „Ein áhrifa- mesta upplifunin var að koma í „þorpið fljótandi“ þar sem fiskimenn búa með fjölskyldum sínum í húsum sem fljóta á vatni. Vatnið er svo stórt að það minnir meira á opið úthaf. Við keyptum hrísgrjónapoka þar því ferðinni var heitið í skóla fyrir mun- aðarlaus börn og með þessu lítilræði styrktum við starfið þar. Það var þremur börnum Ingu, þeim Ágústi, Lárusi og Önnu Maríu, og ekki síður okkur fullorðna fólkinu, mikill lær- dómur að heimsækja þennan skóla og mæta þar bæði gæsku og gleði barna sem enga forgjöf fá í lífinu. Það fyllti okkur auðmýkt.“ Fóru á fílsbak Hápunktur ferðarinnar var búdda- hofið Angkor Wat sem byggt var snemma á 12. öld. „Þetta er gríð- arstórt mannvirki en rústirnar eru á heimsminjaskrá UNESCO. Hofið er tákn Kambódíu og óviðjafnanleg upplifun að skoða það. Það er ótrú- leg tilfinning að ganga um og skoða allar skreytingarnar á veggjunum og byggingarlistina sem hvarvetna blasir við og anda að sér sögunni. Mér fannst ég staddur í ævintýrum Tinna og það stóð líka heima því ein af Tinna bókunum gerist ein- mitt í Angkor Wat.“ Guðfinnur hefur lengi haft dá- læti á fílum og lét gamlan draum um að sitja á fílsbaki rætast. „Til þessa hef ég dáðst að þeim úr fjarska en það er ekki laust við að maður fyllist óttablandinni virð- ingu þegar maður mætir fíl í fyrsta sinn í návígi svo tignarleg sem skepnan er.“ Mættu mikilli hlýju Þrátt fyrir alla dýrð og dásemd landsins var það kambódíska þjóð- in sem heillaði þá mest. „Harðræði liðinna áratuga, spillt stjórnvöld og fátækt hefur leikið þjóðina grátt en reynsla okkar var sú að við höfum sjaldan mætt eins hjartahlýju fólki á ferðum okkar. Það vildi allt fyrir okkur gera og það var einhver fágæt fegurð í allri framkomu þess.“ Guðfinnur segir öllum hollt að sjá að heimurinn hefur marg- ar víddir og að raunveruleikinn er ekki alls staðar eins. „Það opnar augu fólks, eykur víðsýni, menntar og þroskar. Það verður ekki öll vitn- eskja fengin úr bókum eða heims- fréttunum, það kemur ekki í stað- inn fyrir upplifunina sem ef lir skilninginn. Við í það minnsta telj- um okkur betri menn og breytta eftir þessa ferð. Kambódía situr í okkur.“ Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, s. 512 5447, kkolbeins@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Í fótspor Tinna í Kambódíu Á nokkrum klukkutímum breyttist helgarferð til Stokkhólms í ævintýraferð til Kambódíu hjá Guðfinni og Símoni. Landið býður upp á mikla náttúrufegurð, stórkostlegar minjar og fjölskrúðugt mannlíf. Þrátt fyrir fegurðina heilluðu íbúar landsins þá mest. „Reynsla okkar var sú að við höfum sjaldan mætt eins hjartahlýju fólki á ferðum okkar,” segir Guðfinnur Sigurvinsson og Símon Ormarsson. MYND/ÚR EINKASAFNI Draumur Guðfinns rættist þegar þeir settust á fílsbak. MYND/ÚR EINKASAFNI Angkor Wat er á heimsminjaskrá UNESCO og tákn Kambódíu. Það var mikil upplifun fyrir þá að skoða hofið. MYND/ÚR EINKASAFNI Þjónustusími: 561 4200 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Jeppadekk Barcelona-búar eru ekki alltaf kátir með allan þann fjölda ferð- manna sem streymir til borgarinnar. Íbúar hafa raunar lengi pirrað sig á framferði ferðamanna. Steininn tók úr á dögunum þegar þrír ítalskir túristar völs- uðu um stræti La Barceloneta-hverfisins í þrjá klukkutíma kviknaktir og með drykkjulæti. Myndir af þessum kátu strípal- ingum fóru um gervallt internetið. Hundruð Barc- elona-búa ákváðu að þetta gengi ekki lengur, tóku sig til og héldu mótmælafundi á nokkrum stöðum. Þar hvöttu þeir yfir- völd til að sporna við lággjalda fyllerís-túr- isma. Telja þeir slík- an túrisma fæla frá vel stæða og prúðari ferðamenn. Í einum mótmæl- unum gengu mót- mælendur með kort yfir ferðamannaleiguíbúðir, höfðu uppi á leigusölum og hvöttu þá til að hætta að leigja ferðamönnum. Yfirvöld hafa á skrá 72 ferðamannaíbúðir í La Barceloneta en þegar netið er skoðað koma í ljós um 600 íbúðir sem eru til leigu fyrir ferðamenn. Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum í Barcelona á síð- ustu árum. Þeir voru 1,7 milljónir 1990 en árið 2012 voru þeir orðnir 7,4 milljónir. Íbúar Barcelona eru 1,6 milljónir og því má ætla að á sumum tímabilum séu ferðamenn mun fjölmennari en íbúar borgarinnar. Mótmæla ferðamönnum Íbúar La Barceloneta skunduðu út á göturnar og mótmæltu lággjalda fyllerís- túrisma. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.