Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 46
| ATVINNA |
DJÚPAVOGSHREPPUR
Auglýsir starf ferða- og menningarmálafulltrúa
laust til umsóknar.
Starfssvið:
Að veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi ferða-
og menningarmál í sveitarfélaginu. Að stuðla að öflugu
menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök
og opinberar stofnanir.
Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum
samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla.
Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnu-
brögð auk góðrar íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.
Launakjör:
Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi
stéttarfélags og samninganefndar sveitarfélaga.
Gert er ráð fyrir að nýr ferða- og menningarmálafulltrúi
taki til starfa 1. október.
Umsóknarfrestur er til 15. september.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri 478-8288
/ sveitarstjori@djupivogur.is
Rafvörumarkaðurinn - Við Fellsmúla - 108 Reykjavík
Lágvöruverslun með rafmagnsvörur
Rafvörumarkaðurinn óskar eftir að ráða
starfsmann til almennra verslunarstarfa.
Vinnutíminn er frá 09:00 til 18:00 virka daga, og
ein helgi í hverjum mánuði. Um framtíðarstarf er
að ræða. Leitum að heiðarlegum aðila með ríka
þjónustulund. Æskilegt er að starfsmaðurinn sé
með reynslu af verslunarstörfum og sé reyklaus.
Upplýsingar sendist á rvm@rvm.is fyrir 21. nóvember.
Verslunarstarf
8. sept r
Kynntu þér málið.
Allar nánari upplýsingar veitir Einar Sveinn Ólafsson
framkvæmdastjóri í síma 897 0303. Einnig má senda
fyrirspurnir á einar@iskalk.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá afhendist á skrifstofu Íslenska
kalkþörungafélagsins eða á netfangið einar@iskalk.is.
Íslenska kalkþörungafélagið leitar að duglegu og jákvæðu
starfsfólki til starfa í verksmiðju fyrirtækisins á Bíldudal. Í boði
eru 5 framtíðarstörf sem henta jafnt konum sem körlum.
Æskileg reynsla og hæfni:
Öryggisvitund
Frumkvæði
Samviskusemi og vandvirkni
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Vinnuvélaréttindi
Okkur sárvantar fólk!
Komdu á Bíldudal
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
12
4
Helstu verkefni
• Gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana ásamt samningagerð
• Samskipti við land- og húsnæðiseigendur
og bygginga- og skipulagsyfirvöld
• Ábyrgð á viðhaldi öryggis-, loftræsti- og kælikerfa
• Rekstur og eftirlit með varaafli
og rafmagnsdreifingu tækjarýma
• Daglegur rekstur og stjórnun fasteignadeildar
Reynsla og hæfni
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri og stjórnun
• Reynsla af samningagerð
• Góð þekking á rekstri og viðhaldi fasteigna
• Leiðtogahæfni
Vertu í fremstu röð
í fjarskiptum
Deildarstjóri fasteignadeildar
Umsóknir óskast fylltar út á www.mila.is
undir starfsumsókn.
Umsóknarfrestur er til og með
7. september næstkomandi.
Fyllsta trúnaðar verður gætt við
meðferð og úrvinnslu umsókna.
Míla byggir upp og rekur fullkomnasta
fjarskiptanet á Íslandi. Míla sér fjarskipta-
og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu
og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar-
strengja sem tengja byggðir landsins við
umheiminn. Míla er lífæð samskipta.
Gildi Mílu eru virðing, forysta og traust.
Míla óskar eftir að ráða deildarstjóra yfir fasteignadeild
fyrirtækisins. Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri, viðhaldi
og fjárfestingum tengdum fasteignum Mílu.
Um umfangsmikið og krefjandi starf er að ræða en Míla
rekur símstöðvar og tækjahús á tæplega 600 stöðum
víðsvegar um landið.
Míla ehf. • Suðurlandsbraut 30 • Sími 585 6000 • www.mila.is
Lífæð samskipta
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR2