Fréttablaðið - 30.08.2014, Síða 98

Fréttablaðið - 30.08.2014, Síða 98
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 TÍST „Okkur finnst auðvitað gaman að sýna fullt af myndum nokkrum sinnum á ári en það er enn fremur gefandi að gera eitthvað meira. Veita fólki ákveðna innsýn í hvernig kvikmyndaleikstjórar vinna. Kafa dýpra,“ segir Atli Bollason, með- framleiðandi Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, og bíófíkill. Hinn virti, breski leikstjóri Mike Leigh verður heiðursgestur á RIFF í ár en hátíðin hefst þann 25. septem- ber. Nýjasta mynd hans, Mr. Turner, verður sýnd á hátíðinni auk tveggja eldri mynda, Topsy-Turvy frá árinu 1999 og Life is Sweet frá árinu 1990. Leikkonan Marion Bailey, sem leik- ur í Mr. Turner, kemur með honum til landsins og stefna þau á að skoða land og þjóð áður en þau halda af landi brott. Aðspurður hvort koma hans til landsins hafi einhverja þýðingu stendur ekki á svörunum hjá Atla. „Ég held að það hafi það alltaf,“ segir hann en meðal fyrri heiðurs- gesta RIFF eru Lukas Moodyson, Milos Forman og Jim Jarmusch. „Mike Leigh er náttúrulega einn af fremstu evrópsku leikstjórum síðustu 25 ára. Hann er einnig Íslendingum að góðu kunnur því Secrets & Lies var risasmellur hér. Hann hefur aldrei misst dampinn og ég held að það sé að hluta til út af því að hann er svo mannlegur,“ bætir Atli við. Mike verða afhent heiðursverð- laun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöð- um þann 1. október. Eins og fyrri ár er það forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, sem afhendir þau. Sama dag talar Mike á sérstökum masterklassa í hátíðarsal Háskóla Íslands. „Hann vinnur með þeim hætti að oft er ekki til handrit til að byrja með. Hann vinnur með leikurum til að búa til eftirminnilega karaktera og það er spunnið og spunnið. Það er svo kannski ekki fyrr en rétt fyrir tökur að atburðarásin er smíðuð. Þetta er óvenjulegt vinnuferli en afraksturinn sýnir að það er alveg jafn gilt og annað, ef ekki betra,“ segir Atli um vinnuaðferðir leik- stjórans og hvetur alla til að grípa tækifærið og fá að kynnast kapp- anum enn betur í masterklassanum. Þá verður Mike einnig viðstadd- ur spurt og svarað-sýningu kvöld- ið 30. september á nýjustu mynd sinni, Mr. Turner, sem sýnd verður í Háskólabíói á hátíðinni. Myndin sú var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en ásamt því að vera tilnefnd til Gullpálmans vann aðal- leikari myndarinnar, Timothy Spall, leikaraverðlaunin á hátíðinni. Atli hlakkar mikið til að hitta meistarann. „Ég er strax byrjaður að hugsa um hvaða umræðuefni ég get brydd- að upp á. Ég vil auðvitað koma vel fyrir,“ segir hann og hlær. En hver er hans uppáhaldsmynd eftir kappann? „Ég held að það sé Secrets & Lies. Hún var sú fyrsta sem ég sá og fyrsta myndin situr alltaf í manni.“ liljakatrin@frettabladid.is Mike Leigh heiðursgestur RIFF Hinn virti, breski leikstjóri Mike Leigh verður heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 25. september. Þá fær hann einnig heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistar. Atli Bollason hlakkar til að hitta kappann. HEIÐURS- GESTUR Mike fær heiðurs- verðlaun RIFF í ár. NORDICPHOTOS/GETTY SPENNTUR Atli hlakkar til að hitta Mike Leigh. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Life is Sweet (1990) ■ Naked (1993) ■ Secrets & Lies (1996) ■ Career Girls (1997) ■ Topsy-Turvy (1999) ■ All or Nothing (2002) ■ Vera Drake (2004) ■ Mike Leigh hefur fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna en aldrei hreppt styttuna góðu. ■ Hann hefur hlotið fjórtán tilnefningar til BAFTA- verðlaunanna og hlotið þau fjórum sinnum, þar á meðal fyrir bestu bresku myndina, Veru Drake. ■ Vera Drake hlaut Gullljónið í Feneyjum árið 2004. ■ Þá vann mynd hans Secret & Lies Gullpálmann í Cannes og Mike hlaut verðlaun sem besti leikstjór- inn í Cannes fyrir Naked. ■ Mike fékk Lifetime Achievement-verðlaunin á Empire-verðlaunahátíðinni í Bretlandið árið 1996. Virtur og verðlaunaður Mr. Turner fjallar um ævi og störf eins mesta málara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sér- vitringur á sínum tíma en hann lagði grunninn að auknum hróðri lands- lagsmynda í málaralist á nítjándu öld. Einkunnir: IMDb: Metacritic: 97/100 Rotten Tomatoes: 100/100 The Guardian: 5 stjörnur The Telegraph: 5 stjörnur ➜ Helstu myndir ➜ Fullt hús stjarna MR. TURNER VIKUNNAR Stefán Máni @StefnMni 28. ágúst Spandex-reglan: Ef samanlagður aldur og þyngd er meira en 100 (konur) eða 120 (karlar) þá máttu ekki nota spandex Þossi @thossmeister 27. ágúst Það er eithvað svo fáránlega skemmtilegt og fyndið að búa í landi þar sem ráðuneyti er lagað að ráðherra af því að það voru gerð mistök Þórður Helgi Þórðar @Doddilitli 27. ágúst FOKK HVAR ER VESTIÐ MITT??? #KMU #GOS2 Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts 27. ágúst Ef ég dey á undan eiginmanni mínum heimta ég að hann syngi Problem með Aríönu Grande í jarðarförinni minni. VARASALVI FRÁ BURT’S BEES MASKARI FRÁ L’OREALILMVATNIÐ INSTINCT FRÁ AVON Kíkt í snyrtibuddu leikkonunnar Megan Fox KREM FRÁ AQUAPHOR SÓTTHREINSI - GEL FRÁ EO SÓLARVÖRN FRÁ LANCER LÍFIÐ 30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR Birta Ísólfsdóttir @B_vitamins 26. ágúst Í hvert skipti sem ég rúlla yfir Tinder birtist Sölvi, er hann með marga account-a? Skil ekki #tilbúiníbarneignir Heiða Kristín @heidabest 26. ágúst Jólabókin í ár „Hvað gerir þú þegar þú ert ráðherra og ráðuneytið þitt er undir lögreglurannsókn. Sjálfs- hjálparbók fyrir fullorðið fólk“ Þorsteinn Guðmunds @ThorsteinnGud 28. ágúst Hjólaði framhjá konu sem horfði kynferðislega á mig eins og ég væri kjötflykki. Takk fyrir það. Ég kann vel að meta það. Logi Bergmann @logibergmann 26. ágúst Ég hef ákveðið að flokka frammistöðu United í kvöld sem vinnustaðagrín. #fótbolti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.