Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 100

Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 100
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 56 BAKÞANKAR Hildar Sverrisdóttur Nú er berjatíminn byrjaður og um að gera að nýta berin í eitthvað gómsætt. Sumir vilja ef til vill breyta til og nota bláberin öðru vísi en bara með sykri og rjóma og því eru þessir litlu bitar algjörlega tilvaldir. Ostakökubitar með bláberjum Rjómaostur Hafrakex Fersk bláber (hér er hægt að nota hvaða ávöxt sem er) Hunang eða agave-síróp Smyrjið hafrakex- ið með rjómaosti og raðið bláberjunum fallega ofan á. Hellið síðan smá af hunangi eða sírópi ofan á og njótið með bestu lyst. Þessir bitar myndu líka sóma sér vel sem smáréttur í hvaða veislu sem er. - lkg Fengið af: www.gimmesomeoven.com Auðveldir ostakökubitar Bara fj ögur hráefni– þetta millimálanasl gæti ekki verið einfaldara. FALLEGUR RÉTTUR Ekki bara gott heldur líka augnayndi. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK NEW YORK DAILY NEWS KS - CHICAGO SUN Miðasala á: TMNT2D KL. 1 - 3.20 - 5.40 TMNT3D KL. 8 - 10.15 TMNT 3DLÚXUS KL.1 - 3.20 5.40 - 8 THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER LÚXUS KL. 10.15 LET́S BE COPS KL. 5.40 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 8 - 10.40 FLUGVÉLAR ÍSL. TAL2D KL. 1 - 3 - 5.50 ÉFLUGV LAR ÍSL. TAL3D KL. 1 - 3 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 1 - 3.15 THE GIVER KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 3.30 - 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 3.20 - 5.45 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 10.15 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30 MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI. BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK! „ LAUFLÉTT SKEMMTUN Í 100 MÍNÚTUR.“ -V.J.V., SVARTHOFDI.IS Allir borga barnaverð TMNT 2D 2 TMNT 3D 3:25, 5, 8 ARE YOU HERE 5:40, 10:10 LET’S BE COPS 8, 10:15 THE EXPENDABLES 3 10 LUCY 8 DINO TIME: TÝND Í TÍMA 1:30 TEMJA DREKANN SINN 2D 2, 5ÍSL TAL ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á HJÓN á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöng- um á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum. ÞÁ byrjar umræðan um að við sem þekkjum íslenska náttúru eigum að leiðbeina þeim sem hvorki kunna að óttast jökulinn né hálar klapp- ir. Skiltaumræðan svokallaða, því það virðist vera helsta lausnin að skiltavæða allar mögulegar hætt- ur landsins, þrátt fyrir þá aug- ljósu vankanta að það er vand- séð hvar eigi að draga línuna, og að við það myndi galdurinn við íslenska náttúru dofna. Í SKILTAUMRÆÐUNNI hef ég oft haldið dramatískar ræður um að þessum vest- ræna heimi okkar sé um að kenna því það sé búið að eyði- leggja innbyggt áhættumat okkar. Ég nota þá sem dæmi skaðabótavædd samfélög eins og Bandaríkin þar sem fólki er einfald- lega ekki lengur hleypt í þær mögulega stórhættulegu aðstæður að hafa opnan- lega hótelherbergisglugga eða fá kaffi án aðvörunar um að það sé heitt. Ég held áfram ábúðarfull og segi að þegar fólk elst upp í barnfóstrusamfélögum þar sem það gengur aldrei á blautu gólfi án þess að þar séu aðvörunarskilti um að það sé blautt, gerir það auðvitað ósjálf- rátt ráð fyrir að skiltalaus klöppin sé bara alls ekkert hættulega hál. Ég klykki svo hneyksluð út með því að segja að vegna þessarar endalausu skaðabótavæddu for- sjárhyggju sé fólk einfaldlega hætt að meta sjálfstætt hætturnar í kringum sig. Í SUMAR var ég svo að hjóla inn í undir- göng í ítalskri borg þegar ég á síðustu stundu áttaði mig á að ég yrði að beygja hausinn svo hann færi mögulega ekki af þarna við gangaloftið. Ég fæ létt áfall og botna ekkert í að undirgöngin séu svona hættulega lág þegar ég sé að maður einn hægir á hjólinu sínu og réttir upp höndina til að meta hæðina á göngunum áður en hann heldur áfram. Hans áhættumat var í orden. Ég hefði hins vegar alveg þegið eins og eitt skilti. Vitlausu túristarnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.