Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 110

Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 110
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66 STREYMT Á SMÁFORRITI Ásgeir Trausti heldur tónleika inni í listaverki Ólafs Elíassonar á þaki lista- safnsins ARoS í Árósum í Danmörku í kvöld. Hægt verður að streyma tónleikunum í beinni útsendingu á smá- forritinu SubCell en forritið er fáanlegt á iTunes og Google Play og kostar fimm dollara, tæplega sex hundruð krónur. Löngu er uppselt á tónleikana en aðeins voru 250 miðar í boði. - lkg HEF FLUTT MIG UM SET Býð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari GREIÐAN Háaleitisbraut 58-60 sími 5813090 / 8621323 HÁRNÝ hársnyrtistofa Nýbýlavegi 28, 200 Kópavogur sími: 554 6422 NÁM Í HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGJARMEÐFERÐ HJÁ UPLEDGER Á ÍSLANDI HEFST 20. SEPTEMBER 2014 Á fyrstu önninni eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp í 10 þrepa kerfi, sem ersérstaklega hannað og hugsað til að þjálfa færni og næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama. Upplýsingar um námið og skráning í síma 8630610 eða erla@upledger.is www.upledger.is Vertu vinur okkar á Facebook „Ég get ekki beðið eftir henni.“ LEIKKONAN HAYDEN PANETTIERE TALAÐI AF SÉR Á EMMY-VERÐ- LAUNAHÁTÍÐINNI OG KOM Í LJÓS AÐ HÚN OG WLADIMIR KLITSCHKO EIGA VON Á STÚLKU- BARNI. „Þetta er stund sem ég mun aldrei gleyma og ég á ekki orð til þess að lýsa því hvað ég er þakklát- ur fyrir að eiga þessa yndislegu vini sem standa svo sannarlega við bakið á mér,“ segir hinn átján ára gamli Marteinn Högni Elías- son, nemi í Verzlunarskóla Íslands. Þegar hann mætti í skólann í vik- unni beið hans fjöldi samnemenda á Marmaranum, sem er sam- komusvæði Verzlunarskólans, og klæddust þeir bolum sem eru seld- ir til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini og til að minn- ast móður Marteins Högna. Móðir Marteins Högna, Krist- björg Marteinsdóttir, Kittý, eins og hún var jafnan kölluð, lést af völdum brjóstakrabbameins í lok árs 2009 eftir að hafa bar- ist við sjúkdóminn í 6 ár. „Þegar mamma greindist með krabba- meinið ákvað hún strax að láta ekkert stöðva sig og gekk til að mynda og gerði alltaf eittvað á hverjum degi,“ segir Marteinn Högni. Framan á áðurgreindum bol stendur einmitt „Eitthvað á hverjum degi“ sem var einmitt hugsjón Kitt ýjar. Hún hefði orðið fimmtug á árinu og var virkur og ötull félagi í styrktarfélaginu Göngum saman, sem er grasrót- arfélag sem styrkir grunnrann- sóknir á brjóstakrabbameini, og átti margar hugmyndir að fjáröfl- un til rannsókna. „Við fjölskyldan eigum hug- myndina að bolunum saman en amma mín hafði mesta frum- kvæðið. Mínir nánustu vinir seldu svo boli í skólanum og þegar ég mætti voru nánast allir í bolum,“ bætir Marteinn Högni við. Systir Marteins Högna, Sigur- laug Tara, var tengiliður við vini hans í skólanum og því vissi hann ekkert fyrr en hann mætti í skól- ann. Bolirnir eru hluti af því sem selt verður til styrktar sjóðnum. Þá fer Söfnunar- og minningar- ganga Kittýjar fram í dag en geng- ið verður frá Héðinsfirði um Héð- insfjarðargöng til Siglufjarðar og að íþróttamiðstöðinni að Hóli þar sem seld verður súpa og brauð. „Mamma ólst upp á Siglufirði og þess vegna fer gangan fram þar,“ bætir Marteinn Högni við. Gangan sem er gjaldfrjáls hefst klukkan 16.00 en fríar rútuferðir verða frá Hóli klukkan 15.00 að upphafsstað göngunnar. Þarna gefst einstakt tækifæri til að fara fótgangandi um Héðinsfjarð- argöng. Stofnaður hefur verið reikningur til minningar um Kittýju og rennur allur ágóði til grunnrannsókna á brjóstakrabba- meini í samvinnu við Göngum saman, reikningsnúmerið er 1102- 26-121264 og kennitala 250645- 3179. gunnarleo@frettabladid.is Á ótrúlega góða vini Marteini Högna, nemanda í Verzlunarskóla Íslands, brá heldur betur í brún þegar fj öldi samnemenda hans klæddist bolum til styrktar móður hans heitinni. SYSTKININ Marteinn Högni og systir hans, Sigurlaug Tara, eru hér í bolunum og með vasaljósið, sem er líka selt til styrktar sjóðnum og verður lykilatriði í göngunni í dag. GÓÐIR VINIR Bekkur Marteins Högna í Versló, 5. F, er svo sannarlega samheldinn og kærleiksríkur. MYND/EINKASAFN BARNALÁN HJÁ LEIKARA Leikarinn Hallgrímur Ólafsson eignaðist dreng með unnustu sinni, Matthildi Magnúsdóttur, fyrir stuttu. Þetta er þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau strák sem er þriggja ára. Þá á Hallgrímur táningsstúlku úr fyrra sambandi. Það er því nóg að gera hjá leikaranum knáa sem fer með hlut- verk Nenna níska í leikritinu Latabæ í Þjóðleikhús- inu á þessu leikári. - ósk „Við héldum námskeiðið því við viss- um af áhuga en samt kom ásóknin okkur á óvart og við þurftum að loka fyrir skráningu,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi sem ásamt Maríu Helgu Guðmunds- dóttur, þýðanda og jarðfræðingi, heldur utan um Æfingabúðir Gettu betur-stelpna sem verða í Útvarps- húsinu í Efstaleitinu um helgina. Búðirnar hófust í gær og standa fram á sunnudag en fimmtíu stúlk- ur víðs vegar að af landinu taka þátt í þeim. Búðirnar eru hugsaðar sem vettvangur þar sem stelpur í grunn- og framhaldsskólum geta upplifað þátttöku í spurningakeppni á eigin forsendum, kynnst jákvæðum fyrir- myndum og brotið ísinn sem aftrar þeim oft frá þátttöku í Gettu betur- starfi innan framhaldsskólanna. Meðal þess sem boðið er upp á eru fyrirlestrar og kennsla frá fyrrverandi nemendum, ratleik og æfingamót í Gettu betur-settinu í sjónvarpssal. - áp Fullt í æfi ngarbúðir Gettu betur-stúlkna Þær Auður Tinna og María Helga eyða helginni með fi mmtíu Gettu betur-stúlkum. SPENNTAR Þær Auður Tinna og María Helga hlakka til. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERÐUR Í TÚNINU HEIMA Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst njóta alls þess besta sem Mosfellsbærinn hefur upp á að bjóða á bæjarhátíðinni Í túninu heima um helgina. Ragneiður verður meðal gesta á stór- tónleikum á Miðbæjar- torginu þar sem Pollapönk, Páll Óskar, Diddú og fleiri munu leika fyrir dansi ásamt því að heimamaðurinn Jógvan Hansen mun kynna tón- leikana. - ih
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.