Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 112
„Kristín er ekki bara doktor í jarðeðlisfræði
heldur líka frábær söngkona og dansari.
Hún hefur brennandi áhuga á því sem hún
er að gera og ég er mjög stolt af henni og
Pálma. Þau hafa verið á jarðskjálftavaktinni
allan sólarhringinn og haldið sex manna
heimili í leiðinni. Kristín
hefur mikla hæfileika
til að gera allt einstak-
lega skemmtilegt og
áhugavert og er því
fyrsta manneskjan
sem ég hringi í þegar
eitthvað stendur til.“
Hildur Jónsdóttir
systir
Kristín Jónsdóttir
ALDUR: 41 ára
BÖRN: 3
Jarðskjálftafræðingur og fagstjóri Jarðvár
hjá Veðurstofunni, vakti athygli fyrir vask-
lega framgöngu í fréttaflutningnum sem
átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðar-
bungu í síðustu viku.
„Hún er stórkostleg. Einstaklega lifandi
og gefandi persóna. Kristín er einstaklega
ástríðufull og hefur mikla útgeislun. Hún
hefur skemmtilegan húmor og næmi fyrir
samferðafólki sínu. Vís-
indalegur þankagangur
er aldrei langt undan
og alltaf stutt í glens
og gaman í hverju
viðfangsefni.“
Áslaug Haf-
steinsdóttir
vinkona
„Það er alltaf mikið fjör í kringum hana og
næsta skemmtiatriðið er aldrei langt und-
an. Hún er mjög dugleg og framsýn í því að
skipuleggja eitthvað skemmtilegt að gera,
það er til bæði langtíma- og skammtíma-
skemmtiplan, hvort sem það eru ferðalög
eða partí. Svo finnst mér hún
líka vera ótrúlega dugleg í
því að fá fólk í lið með sér
til að gera góða hluti, til
dæmis í vinnunni– eitt-
hvað stórt gerist. Hún
er mikill stjórnandi inn
við beinið svo að jaðrar
næstum við stjórnsemi.“
Pálmi Erlendsson
eiginmaður
Mest lesið
NÆRMYND
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FLJÓTLEGT
OG ÞÆGILEGT
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI
Í ÖLLUM
HERBERGJUM