Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 2
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 NÁTTÚRA Sprottin er upp sú hug- mynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda, norna- hárinu sem í raun er fínt og gler- kennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson eld- fjallafræðingur sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeld- ar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraun- ið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Norna- gígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hraunið verði þekkt sem Holu- hraun III. Þá sé mikil framleiðsla af norna hári frekar en annað einkenn- andi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið lang- dvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örfín hár, svo líkist einna mest manns- hári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum HEILBRIGÐISMÁL Blámóðan frá Holuhrauni náði til Vestmanneyja í gær, og þess vegna var hætt við að halda norræna skólahlaupið. Elísa Kristmannsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla, segir að loksins þegar vel viðraði til útiveru í Vestmannaeyjum, þá hafi mengunin frá Holuhrauni í fyrsta sinn látið virkilega finna fyrir sér. „Hér eru engir mengunarmælar svo við fengum upplýsingar frá Hvolsvelli og frá Veður- stofunni um að mengunin væri það mikil að forðast ætti áreynslu utan dyra. Því þurftu 540 börn að hætta við að hlaupa – eins og við öll vorum ánægð með að fá loksins sól og blíðu,“ segir Elísa og bætir við að reynt verði að hlaupa í dag. Í versta falli, og verði ekki friður fyrir mengun, þá verði reynt í næstu viku. - shá Mengun frá Holuhrauni náði alla leið til Vestmannaeyja: Skólahlaup blásið af vegna móðu Í VESTMANNAEYJUM Eftir skítaveður síðustu daga spillti blámóðan blíðunni í gær. Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gerir það að tillögu sinni að umbrotin í Holuhrauni dragi nafn sitt af svokölluðu nornahári, fyrirbæri sem mikið fer fyrir við eldstöðina. Fái tillagan hljómgrunn gæti nafnið Nornaeldar öðlast þegnrétt. NORNAHÁR Gasið mótar kvikuna í örfín hár sem kennd eru við nornamakka. MYND/ÞÞ Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrslu- skrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna– smágíga næst aðalgígnum. Það verður þó sveitarstjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbær- unum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur úrskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni– og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi. Sveitarfélagsins að ákveða nafngiftirnar árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekk- ert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegn- rétt. svavar@frettabladid.is ÞORVALDUR ÞÓRÐARSON HOLLAND, AP Uhuru Kenyatta, for- seti Kenía, fer fram á að dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstól- inn í Haag felli niður ákærur á hendur honum vegna glæpa gegn mannkyni og sýkni hann helst í leiðinni. Hann kom til Hollands í gær til að standa fyrir máli sínu, en hann er sakaður um að hafa hvatt til og fjármagnað ofbeldisverk sem kost- uðu meira en þúsund manns lífið og neyddu um það bil 600 þúsund manns til þess að flýja heimili sín. Þetta gerðist í kjölfar forseta- kosninganna í Kenía árið 2007. - gb Forseti Kenía í Haag: Vill að ákærum verði vísað frá DÓMSMÁL Skýrslutaka saksóknara af Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrver- andi bankastjóra Landsbankans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurjón er ákærður ásamt Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, og verðbréfamiðl- urunum Júlíusi Steinari Heiðars- syni og Sindra Sveinssyni, fyrir markaðsmisnotkun í aðdraganda bankahrunsins. Saksóknari spurði Sigurjón út í mörg einstök viðskipti Lands- bankans með eigin bréf á ákæru- tímabilinu en hann vissi ekkert um flest þeirra. Hann bar við að rekstur bank- ans hefði aldrei gengið upp ef hann hefði þurft að skipta sér af öllum viðskiptum. „Ég hafði ekki tíma til að liggja yfir einstökum viðskipt- um. Á meðan ég fékk ekki melding- ar frá áhættustýringu um að það væri verið að gera eitthvað rangt, þá brást ég ekki við,“ sagði Sigur- jón fyrir dómi í gær. Einu viðskiptin sem Sigurjón kannaðist við og viðurkenndi að hafa átt frumkvæði að voru skipti á hlutabréfum í Landsbankanum og Glitni í september 2008. Þegar saksóknari spurði hvort þau við- skipti hefðu verið skynsamleg á þeim tíma sagði Sigurjón svo hafa verið. „Það er alltaf mjög skynsam- legt að eiga stöðu í bankabréfum, það var það líka á þessum tíma. Ég átti aldrei von á því að Davíð Odds- son myndi sprengja Glitni í loft upp nokkrum dögum síðar,“ sagði Sig- urjón um vikurnar áður en ríkið þjóðnýtti Glitni. Aðalmeðferðinni verður fram haldið á morgun og hefjast þá vitnaleiðslur. - skh/glp Heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg: Ekki tími til að sinna eftirliti UNDIRBÚNIR Sigurjón Þ. Árnason og verjandi hans, Sigurður G. Guðjónsson, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL „Ég er afar ánægð með að vera byrjuð að vinna þarna og er rosalega þakklát fólkinu á skrifstofunni,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sem hóf störf í síðustu viku hjá Mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Steinunn er ein af þeim sem rekið hafa kaffihúsið GÆS. „Ég er að kynnast starfinu hægt og rólega,“ segir Steinunn og bætir við að hún stefni að því að vera borginni til sóma. Aðspurð hvernig mannrétt- indamálin standi í Reykjavík segir Steinunn: „Þau standa ágætlega, nema að það vantar kannski meiri umræðu um fatlað fólk og að við séum hluti af sam- félaginu.“ Ýmsar leiðir eru færar til að auka umræðu um fatlaða, að sögn Steinunnar. „Það er hægt með aukinni fræðslu og virðingu og með því sporna gegn fordóm- um,“ segir hún. „Við erum mjög ánægð með að fá hana til starfa,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar. Mikil hjálp sé að Steinunni sem rödd notandans í hinum ýmsu málum. „Svo er hún afskaplega jákvæð og skemmtileg,“ bætir Anna við. Steinunn mun vinna að hinum ýmsu málefnum fatlaðra, meðal annars taka þátt í starfshópi sem mun fjalla um heimilisofbeldi gegn fötluðum og sinna verkefn- um sem snúa að lengri viðveru fatlaðra í framhaldsskólum. - ih Steinunn Ása Þorvaldsdóttir stefnir að því að efla umræðu um fatlaða og þátttöku þeirra í samfélaginu: Ánægð og þakklát á nýjum vinnustað Í NÝJU STARFI Steinunn Ása mun sinna ýmsum verkefnum sem tengjast málefnum fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Bandarísk herþota af gerð- inni F-15 hrapaði í gær á Eng- landi, nánar tiltekið í Weston Hill í Lincolnshire, og var barnaskóli í grenndinni í mikilli hættu. Flugmaðurinn slapp lítið meidd- ur úr slysinu en hann náði að skjóta sér út úr stjórnklefa vélar- innar í tæka tíð. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Samkvæmt heimildum BBC var þotan við æfingar þegar slysið átti sér stað. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli því en það mátti finna brak úr vélinni mörg hundr- uð metra frá slysstað. - glp Bandarísk herþota hrapar: Brakið dreifðist um víðan völl Sigurjón, má búast við mikilli ófærð erlendis á næstunni? „Já, ég spái móðuharðindum um alla Evrópu.“ Sigurjón Kjartansson er einn handritshöf- unda íslensku þáttaraðarinnar Ófærðar, en hún hefur nú þegar verið seld til Frakklands, Þýskalands og Norðurlandanna. SPURNING DAGSINS ➜ Nornahár Kvikan sem kemur upp í Holu- hrauni hefur að mestu runnið sem hraun. Hraunið þekur nú rúmlega 52 ferkílómetra. Það efni sem ekki rennur sem hraun fellur til jarðar sem litlir hraun- molar eða sem Nornahár, sem er fínt og glerkennt basalt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.