Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 6
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað kostuðu slys í umferðinni ríkið á síðasta ári? 2. Hvað er gígurinn Baugur orðinn hár? 3. Hvaða íslenska kvikmynd hefur verið tilnefnd til verðlauna á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Chicago? SVÖR: 1. 40 til 50 milljarða. 2. 100 metrar. 3. París norðursins. LÖGREGLUMÁL Fangi á Kvíabryggju var handtekinn af lögreglu í lok síðasta mánaðar vegna gruns um aðild að skipulagningu, fjármögn- un og innflutningi á fíkniefnum til landsins. Alls voru fjórir karlmenn hand- teknir og settir í gæsluvarðhald í tengslum við málið. Handtakan var þáttur í umfangs- miklum aðgerðum lögreglu sem lagði hald á um hálft kíló af amfeta- míni við rannsókn, en við húsleit var einnig lagt hald á MDMA, stera og umtalsverða peningafjárhæð sem er talin vera til komin vegna fíkni- efnasölu. Fangar á Kvíabryggju hafa aðgang að interneti og er frjálst að hafa farsíma sem þeir þurfa þó að skila til fangavarða fyrir nóttina. Tugur manna var yfirheyrður vegna málsins sem telst nú upplýst. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, á sakaferil sem nær aftur til 2003 og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var að taka út dóm fyrir fíkniefna-, vopna- og umferð- arbrot á Kvíabryggju þegar lögregl- an handtók hann vegna brotanna. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn segir ekkert eins- dæmi að fangi sé tekinn við glæp- samlegt athæfi innan fangelsismúra og að slík brot séu alltaf litin alvar- legum augum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að það komi fyrir annað slag- ið að fangar verði uppvísir að lög- brotum innan fangelsisins. Slíkt hafi áhrif á framgang í refsivistinni. Fangar sem brjóta af sér eru ýmist settir í gæsluvarðhald eða lokað fangelsi og missa öll fríðindi. „Þetta hefur auðvitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunar- stað og svo framvegis. Ef upp koma grunsemdir um að fangi sé að gera eitthvað af sér fara þær upplýsing- ar beinustu leið til lögreglu og við gerum þá okkar besta til að aðstoða lögreglu við að upplýsa brot,“ segir Páll. hannarut@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? Þetta hefur auð- vitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunarstað og svo framvegis. Páll Winkel fangelsismálastjóri. FERÐALÖG Efla verkfræðistofa og Studio Grandi sigruðu í samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðar- innar um hönnun göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Dómnefndin segir helstu kosti vinningstillögunnar þá að brúin falli nokkuð vel inn í umhverfið og sé látlaus. „Form brúarinnar er einfalt, svíf- andi og látlaust. Það er sniðið að landslaginu báðum megin árinnar og fellur eðlilega að landi í um níu metra hæð yfir Markarfljótsaurum,“ segir í greinargerð hönnuðanna. Brúin á verða 168 metra löng. Vinir Þórsmerkur voru stofnað- ir árið 2010 af ferðaþjónustuaðilum með starfsemi í Þórsmörk. Þetta eru Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Úti- vist, Farfuglar og Kynnisferðir auk Rangárþings eystra og Skógræktar ríkisins. - gar Samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um hönnun göngubrúar yfir Markarfljót lokið: Horfa gegnum brúna níu metra yfir ánni BRÚARHAFIÐ „Bil verður á milli borða og eykur það á nánd ferðalanga við vatns- fallið án þess að ógna öryggi þeirra,“ segja höfundar vinningstillögunnar. TÖLVUR Hádegisfundur var haldinn í Verkfræðingahúsinu að Engjateig í Reykjavík í gær í tilefni af Evr- ópsku forritunarvikunni sem fer fram 11.–17. október. Hún hefur það að markmiði að vekja áhuga og auka skilning fólks og fyrirtækja á for- ritun. Þessa viku fer fólk um alla Evrópu á námskeið og viðburði til að læra og kynnast faginu. „Þetta var fyrst haldið erlendis í fyrra. Þá tóku 26 ESB-ríki þátt, þrjú hundruð viðburðir voru í boði og tíu þúsund þátttakendur. Nú eru þátttökuþjóðirnar orðnar 38 og við tökum þátt í fyrsta sinn,“ segir Árdís Ármannsdóttir, framkvæmdastjóri Skema, en fyrirtækið er fulltrúi for- ritunarvikunnar á Íslandi. Árdís segir vikuna mikilvæga, enda sé forritun að finna í nánast öllu sem fólk horfir á í kringum sig. „Allir samskiptamiðlarnir og tölv- urnar. Stór hluti Íslendinga situr fyrir framan tölvur allan daginn og þær byggja á forritun.“ Hún bætir við að mikill skortur sé á forriturum og ef fram heldur sem horfir vantar í 900 þúsund störf í Evrópu árið 2020. „Við þurfum að kynna þetta fyrir börnunum sem fyrst og það höfum við hjá Skema verið að gera.“ - fb Hádegisfundur var haldinn í gær í tilefni af Evrópsku forritunarvikunni: Vilja auka skilning á forritun ÁRDÍS ÁRMANNSDÓTTIR Hádegis- fundurinn í gær gekk vel fyrir sig. Auka þarf áhuga á forritun, að mati Árdísar Ármannsdóttur. M YN D /EFLA VERKFRÆ Ð ISTO FA - STU D IO G RAN D I Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Kringlan 588 2300 Nýjar vörur vikulega 1.795 8.995 5.495 Opið til 21 í kvöld Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Umfangsmikil aðgerð lögreglu leiddi til handtöku fanga á Kvíabryggju. Lögreglan lagði hald á stera, MDMA og peninga við húsleit vegna málsins. KVÍABRYGGJA Maður var að afplána dóm á Kvíabryggu þegar hann var handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutn- ingi og dreifingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 900.000 Líklegur skortur á forriturum árið 2020. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.