Fréttablaðið - 09.10.2014, Page 10
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SAMFÉLAG Friðarsúlan verður
tendruð á fæðingardegi tónlist-
armannsins Johns Lennon í dag
og er þetta í sjöunda sinn sem
viðburðurinn er haldinn í Viðey.
Yoko Ono, ekkja Lennons, kom
hingað til lands á sunnudaginn.
Hún er að sjálfsögðu ánægð
með veðrið sem hún fær. „Það er
virkilega fallegt. Flestir halda
að veðrið á Íslandi sé aldrei gott
en það hefur alltaf verið svona
þegar ég hef komið. Nema í
nokkur skipti var það ekki gott.
Þetta er afmælisdagur Johns og
ég held að margir eigi eftir að
mæta,“ segir Yoko, sem gistir
á Hótel Nordica á meðan á dvöl
hennar stendur.
Áður en friðarsúlan verður
tendruð mun Ono afhenda friðar-
verðlaun sín sem hún gerir annað
hvert ár en margir muna þegar
poppsöngkonan Lady Gaga hlaut
verðlaunin fyrir tveimur árum.
Í þetta sinn hljóta fimm mann-
eskjur verðlaunin. Jann Wenner,
útgefandi tímaritsins Rolling
Stone, Jeremy Gilley, stofnandi
Peace One Day, sem er alþjóðleg-
ur friðardagur haldinn 21. sept-
ember ár hvert, Dorren Remen
og Yvonne Force Villareal, stofn-
endur sjóðsins Art Production
Fund, og síðast en ekki síst Jón
Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri
Reykjavíkur.
„Það sem hann gerði er mjög
mikilvægt,“ segir Ono um Jón.
„Hann var grínisti sem ákvað
að gerast stjórnmálamaður. Það
þarf mjög mikið hugrekki til
þess og margir tóku hann ekki
alvarlega í byrjun. Síðan fór
allur heimurinn að gera það og
jafnvel í Bandaríkjunum eru
sumir grínistar byrjaðir að
hugsa með sér: „Ég gæti alveg
orðið borgarstjóri eða þingmað-
ur,“ segir hún. „Ég ber mikla
virðingu fyrir honum. Meira að
segja hvernig hann klæðist. Það
er svo allt öðru vísi. Mjög list-
rænt og skapandi.“
Styrjaldir eru háðar víða í
heiminum og þær valda Ono að
sjálfsögðu miklum áhyggjum.
„Allir segja við mig: „Þú ert að
vinna að friði en samt er eng-
inn árangur“. „Ég veit að þetta
er mjög ofbeldisfullur heimur
en ímyndaðu þér ef við hefðum
ekki gert neitt í friðarbarátt-
unni. Kannski væri allur heim-
urinn horfinn núna.“
Spurð hversu langt sé í að frið-
ur í heiminum náist, segir hún:
„Það fer eftir því hvað við viljum.
Við verðum að ákveða það sjálf.
Ég held að við munum ákveða
okkur mjög fljótlega því þetta er
orðin mjög óþægileg staða, eins
og fólk veit.“
freyr@frettabladid.is
Ber mikla virðingu
fyrir Jóni Gnarr
Kveikt verður á friðarsúlunni á fæðingardegi Johns Lennon í sjöunda sinn í Viðey
í kvöld. Yoko Ono, ekkja hans, mun einnig afhenda friðarverðlaun sín í dag.
SPÁNN, AP Spænska aðstoðar-
hjúkrunarkonan, sem smitaðist
af ebóluveirunni, virðist hafa gert
þau mistök að snerta andlitið á sér
með hanska sem hún hafði notað
við umönnun ebólusmitaðs prests.
Í viðtali við spænska dagblaðið
El Mundo segist aðstoðarhjúkrun-
arkonan, sem heitir Teresa Romero,
halda að þetta hafi gerst þegar hún
var að fara úr hlífðarbúningi, þegar
hún var komin út úr sjúkrastofunni
á sjúkrahúsi í Madrid þar sem prest-
urinn var í einangrun: „Þarna var,
sýnist mér, hættulegasta augnablik-
ið þar sem þetta hefði getað gerst.
En ég er ekki viss.“
Javier Limon, eiginmaður henn-
ar, segir í viðtali við sama blað að
eiginkona hans hafi farið í frí eftir
að presturinn, Garcia Viejo, lést
þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar
veiktist hún og fékk vægan hita,
en fór þó í starfstengt próf ásamt
fleiri nemendum. Hún leitaði lækn-
is á heilsugæslustöð, en tók þar
ekki fram að hún hefði tekið þátt í
umönnun ebólusjúklings.
Yfirvöld fullyrða að hún hafi
aldrei yfirgefið Madrid á þessu
tímabili.
Ebólufaraldurinn, sem hófst í
vestanverðri Afríku fyrr á árinu,
hefur nú kostað um 3.500 manns
lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir
frá ríkjum Afríku til Bandaríkj-
anna, Spánar og Noregs.
Í gær skýrðu bandarísk stjórn-
völd frá því að á flugvöllum þar í
landi yrði nú kannað hvort farþeg-
ar frá vestanverðri Afríku væru
með hita. - gb
Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan virðist hafa gert afdrifarík mistök eftir að hafa sinnt ebólusjúklingi:
Talin hafa snert andlit sitt með hanska
SJÚKRASTOFAN Á SPÁNI Starfsfólk á
sjúkrahúsinu í Madrid þrífur sjúkrastof-
una þar sem ebólusmitaður prestur lést
í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Það er unnið hörðum höndum
að endurskoðaðri viðbragðs-
áætlun hér heima, ef upp kæmi
tilfelli af ebólu eða grunur um
smit,“ segir Guðrún Sigmunds-
dóttir, staðgengill sóttvarnalæknis,
og bætir við að áætlunin sé í
stöðugri endurskoðun. Hún segir
að Landspítalinn, Keflavíkurflug-
völlur, heilsugæslustöðvar ásamt
lögreglu og fleirum taki þátt í
að vinna viðbragðsáætlunina.
Að sögn Guðrúnar er enginn
íslenskur hjálparstarfsmaður við
störf á þeim svæðum þar sem
faraldurinn geisar. Hún segir emb-
ættið hvetja fólk til að ferðast
ekki til Vestur-Afríku að óþörfu.
ENDURSKOÐA
VIÐBRAGÐSÁÆTLUN
KJARAMÁL Skilaboð Viðskiptaráðs um að fjölgun starfa
hjá hinu opinbera hafi verið verulega umfram fjölgun
starfa á almennum vinnumarkaði standa óhögguð. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Tilefnið er til-
kynning BSRB sem birtist í Fréttablaðinu.
„Stærsta misræmið í tölum Viðskiptaráðs og BSRB
má finna í fjölda ríkisstarfsmanna um síðustu alda-
mót. Í tölum BSRB er fullyrt að stöðugildi hjá ríkinu
hafi verið 15.700 árið 2000 og vísað er til upplýsinga
frá fjármálaráðuneytinu án þess að beinnar heimildar
sé getið,“ segir Viðskiptaráð. „Í svari fjármálaráðherra
við fyrirspurn á Alþingi 19. nóvember 2009 kemur fram
að fjöldi stöðugilda hjá ríkinu hafi verið 14.000 árið
2000. Viðskiptaráð notaðist við hinar opinberu tölur, en
ekki kemur fram í tilkynningu BSRB hvers vegna litið
var fram hjá þeim.“
BSRB sagði í sinni tilkynningu að störfum hjá ríkinu
hefði fækkað um 10,6 prósent frá 2008 og vildi meina að
fullyrðingar Viðskiptaráðs um þriggja prósenta fækkun
ríkisstarfsmanna væru rangar. Viðskiptaráð segir að
stór málaflokkur, málefni fatlaðra, hafi verið fluttur frá
ríkinu yfir til sveitarfélaga 2011 og þá hafi 905 stöðu-
gildi færst á milli. „Ef bera á saman tölur fyrir og eftir
þessa tilfærslu ber að leiðrétta fyrir henni. Sé það gert
hverfur um helmingur þeirrar fækkunar stöðugilda
sem BSRB fullyrðir að átt sér hafi stað hjá ríkinu.“ - fb
Misræmi í tölum Viðskiptaráðs og BSRB varðandi fjölda ríkisstarfsmanna:
Óbreytt skilaboð Viðskiptaráðs
FRAMKVÆMDASTJÓRI Frosti Ólafsson er framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs. Í tilkynningu frá ráðinu segist það
standa við fyrri skilaboð sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
YOKO ONO Ekkja
Johns Lennon
tendrar friðarsúl-
una í Viðey í kvöld.
Hún mun einnig
afhenda fimm ein-
staklingum sérstök
friðarverðlaun.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/AN
D
RI
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Amerískir með klakavél
Kynningarverð
frá kr. 199.900
innbyggð klakavél
Hann var grínisti
sem ákvað að gerast
stjórnmálamaður.
Það þarf mjög mikið
hugrekki til þess.