Fréttablaðið - 09.10.2014, Page 16
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Miðaldra konur sem eru sérstaklega
móttækilegar fyrir streitu eru í meiri
hættu á að fá vitglöp síðar á ævinni,
einkum Alzheimer, heldur en aðrar
konur. Þetta eru niðurstöður rannsókn-
ar vísindamanna við heilbrigðisvísinda-
deild Gautaborgarháskóla.
Rannsóknin hófst árið 1968 og náði
til 800 kvenna á aldrinum 38 til 54 ára.
Fylgst var með konunum með ákveðnu
árabili um 38 ára skeið. Í lok rannsókn-
arinnar kom í ljós að konur, sem varð
auðveldlega órótt, fengu oftar Alzheimer
en aðrar. Samhengið var enn greinilegra
ef konurnar höfðu verið stressaðar um
langt skeið. Samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar höfðu 153 kvennanna
fengið vitglöp fjörutíu árum eftir að
rannsóknin hófst, þar af voru 104 með
Alzheimer. Greint er frá niðurstöðum
rannsóknarinnar í vísindaritinu Neuro-
logy 1. október síðastliðinn.
Á fréttavef Aftonbladet er haft eftir
einum vísindamannanna, Lenu Joh-
ansson, að ekki fái allir stressaðir Alz-
heimer en hafi maður verið stressaður
um langt skeið sé ástæða til að staldra
við, hugsa málin og breyta ef til vill um
lífsstíl.
Rannsóknin í Gautaborg náði aðeins
til kvenna en Johansson segir enga
ástæðu til að ætla að þessu sé öðru vísi
farið hjá körlum. Enn sé þó ekkert vitað
um það.
Önnur rannsókn sem gerð var við heil-
brigðisvísindasvið Gautaborgarháskóla
leiddi hins vegar í ljós að karlar sem eru
undir stöðugu álagi séu í talsvert meiri
hættu en þeir sem ekki eru stressaðir
að fá sykursýki tvö. Þátttakendur í rann-
sókninni voru 7.500 karlar í Gautaborg
og var fylgst með þeim í 35 ár.
Stressuðum miðaldra konum hættara
en öðrum við að fá Alzheimer
Rannsókn við heilbrigðisvísindasvið Gautaborgarháskóla sýndi fram á greinilegt samhengi milli Alzheimer og streitu kvenna um langt
skeið. Gott að kortleggja streituvaldana, segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Sóley Dröfn
Davíðsdóttir,
sálfræðingur og
forstjóri Kvíða-
meðferðarstöðvar-
innar, segir gott að
velta því fyrir sér
hvað það er sem
valdi streitunni
og hvort maður geti haft áhrif
á aðstæðurnar. Hér á eftir fara
nokkur ráð Sóleyjar:
Streituvaldar kortlagðir
Fólk verður stressað þegar það
stendur frammi fyrir aðstæðum
sem það upplifir að það ráði
ekki við. Veltu því fyrir þér hvað
það er sem er að stressa þig. Ert
þú í erfiðum aðstæðum, t.d. að
ganga í gegnum skilnað, veikindi
nákomins ættingja eða breytingar
á vinnustað? Eða stafar streitan
af því að þú stendur frammi fyrir
of mörgum verkefnum? Ertu með
of marga bolta á lofti? Þekkt er
að daglegt amstur valdi enn meiri
streitu en stórviðburðir í lífinu.
Eða tengist streitan þeim kröfum
sem þú gerir til þín, þínu eigin
hugarfari? Ert þú stressaðri en
flestir myndu vera í þessum sömu
aðstæðum? Hugleiddu hvort um
sé að ræða ytri eða innri streitu-
valda hjá þér, eða blöndu af hvoru
tveggja.
Dregið úr ytri streituvöldum
Getur þú haft áhrif á aðstæður
þínar? Fækkað verkefnum, orðið
betri í að setja vinnumörk þannig
að verkefnum þínum fækki? Getur
þú komið einhverjum verkefnum
yfir á aðra? Getur þú í einhverj-
um tilvikum komið þér úr þeim
aðstæðum sem valda þér streitu?
Eða einfaldað líf þitt með einhverj-
um hætti? Fækkað áreitum, t.d.
slökkt oftar á símanum og tölvu-
póstinum? Ef þú stendur frammi
fyrir aðstæðum sem þú getur haft
lítil áhrif á, eins og veikindum ætt-
ingja, getur þú náð betur að sætta
þig við aðstæður eins og þær eru?
Hugsað að „þetta er svona núna“,
í stað þess að hugsa um hvernig
þú vildir að allt væri? Getur þú lagt
betri rækt við þig, t.d. tileinkað
þér slökun, hugleiðslu og sett fleiri
skemmtilegar athafnir á dagskrá?
Þarft þú að æfa þig í að slæpast og
sóa tíma?
Dregið úr innri streituvöldum
Ert þú stressaðri en flestir myndu
vera í þessum aðstæðum? Getur
verið að þú aukir á streituna með
neikvæðum hugsunum um að
þú ráðir ekki við aðstæður, þótt
raunin sé önnur? Ert þú að ofmeta
líkur á að eitthvað slæmt gerist og
vanmeta getu þína til að fást við
aðstæður? Lærðu að endurmeta
þessar hugsanir. Veltu því einnig
fyrir þér hvort þú gerir of miklar
kröfur til þín. Getur þú dregið úr
þeim kröfum? Æft þig að gera
hlutina til hálfs eða kannski 70%
í stað 100%? Myndu himinn og
jörð farast dragir þú úr frammi-
stöðu þinni eða gerðir smávægileg
mistök af og til viljandi? Ég hvet
þig til að prófa, en það gæti verið
mun skemmtilegra líf!
Nokkur ráð til að draga úr streitu
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
ibs@frettabladid.is
STRESSUÐ Samhengi milli streitu og Alzheimers var enn greinilegra þegar kon-
urnar höfðu verið stressaðar um langt skeið. NORDICPHOTOS/GETTY
Gæði fara aldrei úr tísku
Hin árlega samkeppni Tóbakslaus
bekkur er að hefjast og er hún nú
haldin hér á landi í sextánda sinn,
að því er segir á vef landlæknis. Í ár
geta allir sjöundu, áttundu og níundu
bekkir í grunnskólum landsins tekið
þátt í samkeppninni ef enginn nem-
andi í viðkomandi bekk notar tóbak.
Er þetta í fyrsta skipti sem níunda
bekk gefst kostur á að taka þátt í
keppninni.
Skráning er hafin og þarf að skrá
bekki í síðasta lagi 14. nóvember.
Þátttaka í samkeppninni hefur alltaf
verið mjög góð og er vonast til þess að
svo verði einnig í ár. Allir nemendur
fá litla gjöf eftir áramót sem umbun
fyrir þátttöku.
Alls tíu bekkir sem senda inn loka-
verkefni vinna til verðlauna.
Bekkir sem velja að senda inn
lokaverkefni geta unnið fé til að ráð-
stafa eins og bekkurinn sjálfur kýs
að gera. Upphæðin nemur 5.000
krónum fyrir hvern skráðan nem-
anda í bekknum.
Möguleika á að vinna til verð-
launa eiga aðeins þeir bekkir sem
senda inn lokaverkefni. Verkefnin
geta verið með ýmsu móti, t.d. vegg-
spjöld, auglýsingar, stuttmyndir
eða fræðsluefni um tóbaksvarnir.
Reyklausir bekkir keppa
Meðal innlendra fæðutegunda
sem eru ríkar af ómega-3 fitu-
sýru er kjöt sem framleitt er af
grasi, þ.e. einkum kindakjöt og
hrossakjöt, einnig mjólk úr kúm
sem fá að mestu beit og grasfóð-
ur, að sögn Ólafs R. Dýrmunds-
sonar, ráðunautar hjá Bænda-
samtökunum. Hann segir
íslenskar kýr þekktar fyrir
að nýta vel slíkt fóður.
„Erlendis er farið að greiða
mjólk sem framleidd er með
þeim hætti hærra verði (e.
grassfed), aðallega vegna
ómega-3,“ greinir Ólafur frá.
Fæða sem er rík
af ómega-3
Á vef Umhverfisstofnunar, ust.is,
segir að oft sé efnalykt af nýjum
fötum því við framleiðslu á fatnaði
og skóm séu notuð ýmis efni og
geti sum þeirra setið eftir í vör-
unni þegar hún er tilbúin til sölu.
Ný föt geti því innihaldið skaðleg
efni sem komast í snertingu
við húð barnsins. Mælt er
með því að barnaföt séu ætíð
þvegin áður en þau eru
notuð í fyrsta skipti. Við
þvottinn hverfa lang-
flest þeirra skaðlegu
efna sem notuð voru
við framleiðsluna.
Þvoið ný barnaföt
fyrir notkun