Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 22
9. október 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska
ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu
ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta
að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir
spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við.
Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um
að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nær-
liggjandi svæðum með loftárásum Banda-
ríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega
viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til
að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu
við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla?
Því miður er það svo að sagan kennir
okkur að aukinn hernaður af þeim toga
sem nú er rætt um leysir sjaldan þann
vanda sem er fyrir hendi heldur skapar
önnur og stundum verri vandamál. Þannig
halda margir sérfræðingar því fram að
Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið
afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003
og annars hernaðar Vesturlanda á svæð-
inu. Og þessi átök virðast vera enn eitt
dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir
það að verkum að við verðum með reglu-
bundnum hætti að grípa til hernaðar til
þess að bæta þann skaða sem síðasti hern-
aður orsakaði. Til eru þeir sem telja loft-
árásir lausn á öllum vanda, hernaðarvél-
in kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins
vegar telja að til lengri tíma verði loft-
árásir og annar hernaður gegn liðsmönn-
um Íslamska ríkisins til þess að ýta undir
enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og
nærliggjandi svæðum.
Það er því kominn tími til að talað sé
fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir
friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu
fjármuna til uppbyggingar á átakasvæð-
um og að loka á peninga- og vopnastreymi
til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart
saklausum borgurum sem og stuðnings-
manna þeirra. Í þessu sambandi má
minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015
er enn ekki staðið við gefin loforð um þró-
unaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi
frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn
hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra
í vasa almennings. Sem er synd, því aukin
áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið
öflugra framlag til að rjúfa vítahring
ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti
mannkyns glímir við.
Er enn eitt stríð lausnin?
UTANRÍKISMÁL
Katrín
Jakobsdóttir
formaður Vinstri
grænna
➜ Því miður er það svo að sagan
kennir okkur að aukinn hernaður
af þeim toga sem nú er rætt um
leysir sjaldan þann vanda sem er
fyrir hendi heldur skapar önnur og
stundum verri vandamál.
Með skástu ríkisstofnunum
Frumvarp Vilhjálms Árnasonar þing-
manns um afnám einkasölu ríkisins
á áfengi var á dagskrá Alþingis í gær.
Auðvitað er það prinsippmál að ekki
á að vera einokunarsala á löglegum
vörum. Hitt er annað mál að Vín-
búðirnar hafa rækt hlutverk sitt vel.
Sölustaðir eru margir, úrvalið ágætt
og margar verslanir opnar langt fram
á kvöld. Að auki eru Vínbúðirnar
alla jafna staðsettar steinsnar frá
matvöruverslunum. Það er því
alveg víst að Vínbúðirnar sinna
hagsmunum neytenda betur en
margar ríkisstofnanir.
Steinar úr glerhúsi?
Jóhanna Sigurðardóttir
lætur enn í sér heyra,
þótt hún sé hætt í
stjórnmálum. Hún skrifar reglulega
færslur á fésbókarsíðu sína. Í gær
skammaðist hún út í þá ákvörðun
félagsmálaráðherra að semja um
áframhaldandi rekstur unglinga-
heimilisins Háholts, þvert á vilja
Barnaverndarstofu. Reyndar voru
teknar ákvarðanir þvert á vilja Barna-
verndarstofu þegar Jóhanna var
forsætisráðherra. Árni Páll Árnason,
þáverandi félagsmálaráðherra, og
Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra
sömdu í sameiningu
um að greiða
hjónunum sem ráku
meðferðarheimilið í
Árbót í Aðaldal
þrjátíu millj-
ónir í bætur
fyrir lokun
heimilisins. Það var þvert á eindregin
mótmæli Barnaverndarstofu.
Með vindinn í fangið
Það var skammt stórra högga á milli
í gær þegar ESA birti tvö álit um
löggjöf á Íslandi sem stenst ekki
tilskipanir EES-samningsins. Það
var úrskurður um takmarkanir á
innfluttu kjöti og álit um ólöglega
ríkisaðstoð. Sama dag tilkynnti
atvinnuvegaráðuneytið þá niður-
stöðu sína að Sigurður Ingi Jóhanns-
son, umhverfis- og auðlindaráðherra,
hefði komist að rangri niðurstöðu
þegar hann heimilaði sölu og
dreifingu á Hvalabjór og felldi þannig
úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits
Vesturlands sem hafði stöðvað
söluna.
jonhakon@frettabladid.is
Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn
9. október kl. 20 í Snæfelli, Hótel Sögu ( áður Skáli)
Afturköllum umsóknina - Aðildarbeiðni Íslands
að ESB í sögulegu ljósi
DAGSKRÁ:
1. Erindi: „Um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB og þróun mála
innan sambandsins“
Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri,
höfundur viðauka 1 í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB“
2. Venjuleg aðalfundarstörf
Fundarstjóri Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður
Allir velkomnir
Stjórn Heimssýnar
Þ
essir útlendingar. Geta þeir ekki skilið rök íslensks
ráðafólks? Halda þeir að hér sé fólk að leika sér? Og hvað á
að gera með þau ósköp þegar ESA, eftirlitsstofnun EFTA,
kemst að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningarnir
okkar séu ekki löglegir og að þau vísindalegu gögn sem
íslensk stjórnvöld hafa framvísað, til að hindra innflutning á fersku
kjöti, „… renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert
á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti
sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér
óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.“ Hvað er nú
þetta?
Hér er gnótt stjórnmálamanna,
til að mynda, sem segjast sann-
færðir um að allt fari á versta
veg, matvælaöryggi þjóðarinnar
þoli ekki og megi ekki við að flutt
sé inn ferskt, erlent kjöt. Hvert á
að leiða okkur? Nú verða teknar
upp varnir. Það verður barist.
Við örlitla leit á veraldarvefnum
fannst þetta: „Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins, segist óttast sjúkdómahættu af óheftum innflutn-
ingi á hráu kjöti frá löndum sem meðhöndla dýr öðruvísi en Íslend-
ingar.“ Sigrún talar um hrátt kjöt sem er það sama og ESA kallar
ferskt kjöt. Sem vitanlega er sami kjötbitinn. Og frá þjóðum sem
meðhöndla dýr öðruvísi en Íslendingar. Við lestur orða Sigrúnar má
ætla að nú sé vá fyrir dyrum.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði
í viðtali við Vísi að nokkuð víst væri að íslensk stjórnvöld myndu
grípa til varna út af þessum úrskurði og berjast gegn honum með
öllum ráðum. Varðandi rök ESA um að hverfandi hætta væri á sýk-
ingu vegna fersks kjöts sagði þingmaðurinn: „Hvaða hagsmunamat
er þetta? Jú, það er það hagsmunamat að hagsmunir þjóðarinnar séu
best varðveittir með því að varna því að hér gjósi upp sjúkdómar.“
Mörgum kann að þykja aumt þegar útlendingar skilja ekki
íslensk rök og ætla okkur að stefna matvælaöryggi okkar í voða. Við
munum senda málið til Evrópudómstólsins.
Til að bæta gráu ofan á svart telja útlendingarnir, í ESA, að okkar
ágæta ráðafólk viti ekkert hvað það er að gera þegar gerðir eru
fjárfestingarsamningar til þess að laða til okkur útlendinga í fjár-
festingarhug. Þetta segir um þennan úrskurð á vef atvinnuvegar-
áðuneytisins:
„Samkvæmt ákvörðun ESA er ástæða þess að um ólögmæta ríkis-
aðstoð er að ræða annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum
hafi þegar verið hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi,
og því hafi ekki verið sýnt fram á að sú ívilnun sem í fjárfestingar-
samningi felst væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að
veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisað-
stoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en
slík aðstoð er almennt óheimil samkvæmt reglum EES samningsins
um veitingu ríkisaðstoðar.“
Að íslenskum sið skal berjast. Ráðuneytið segir: „Í tilefni af
ákvörðun ESA skal tekið fram að ákvörðunin hefur ekki áhrif á þau
fjárfestingarverkefni sem eru til skoðunar eða gerðir hafa verið
fjárfestingarsamningar um á þessu ári.“
Útlendingunum gengur illa að skilja Ísland og Íslendinga. Og ekki
er minnsti vafi á að það verða fleiri en Þorsteinn Sæmundsson sem
hefja harða varnarbaráttu. Það er þungt fyrir þjóðarstoltið ef við
getum ekki varist erlendum mat og ef við megum ekki mismuna
fyrirtækjum með fyrirgreiðslusamningum. Já, það er vandlifað í
veröldinni.
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við okkur:
Þessir útlendingar
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is