Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 9. október 2014 | SKOÐUN | 23
Kastljósi RÚV var á
mánudagskvöldið beint
að hagsmunatengslum
valdamikils embættis-
manns í atvinnuvegaráðu-
neytinu, sem stýrir meðal
annars nefnd sem tekur í
umboði ráðherra ákvarð-
anir um hvort heimila
skuli tollfrjálsan innflutn-
ing á landbúnaðarvörum.
Tengsl embættismanns-
ins við umsvifamikla inn-
lenda framleiðendur eru
margvísleg og víðtæk,
en um leið er honum falið
vald til að samþykkja eða synja
beiðnum verzlunarfyrirtækja um
að fá að flytja inn búvörur frá
erlendum framleiðendum.
„Við erum til þess“
Sigurður Ingi Jóhannsson land-
búnaðarráðherra var mættur í
Kastljósið á þriðjudagskvöld og
svaraði þar meðal annars þeirri
gagnrýni að nefndin hefði dreg-
ið taum innlendra framleiðenda á
kostnað innflytjenda. „En þannig
er nú akkúrat lagaverkið. Það eru
lögin sem Alþingi setti. Við erum
til þess – lögin eru til þess sett
að tryggja að hér sé innlend mat-
vara á boðstólum og lögin snúast
um það,“ sagði ráðherrann.
Nú er það út af fyrir sig rétt
hjá ráðherranum að lagasetning
Alþingis hyglar einni atvinnu-
grein, landbúnaðinum, kinn-
roðalaust. Landbúnaðurinn er
eina atvinnugreinin sem stjórn-
málamenn telja sig sérstaklega
„vera til þess“ að vernda fyrir
erlendri samkeppni með
ofurtollum og öðrum
innflutningshömlum.
Samþjöppun og einokun
á mjólkurmarkaði, sem
hefur orðið nánast algjör
á undanförnum árum, er
sömuleiðis í boði Alþing-
is, sem gaf mjólkuriðnað-
inum sérstaka undanþágu
frá samkeppnislöggjöf-
inni.
Ekki framleitt á Íslandi
Þrátt fyrir þetta gera
lögin ráð fyrir því að
hægt sé að flytja inn erlenda
búvöru án tolla ef innlend fram-
leiðsla annar ekki eftirspurninni.
Samkvæmt 65. grein búvörulag-
anna skal ráðherra úthluta toll-
kvóta fyrir vörur sem ekki er
nóg til af á innanlandsmarkaði.
Ráðgjafarnefnd ráðherra um
inn- og útflutning á landbúnað-
arvörum hefur ítrekað hafnað
beiðnum fyrirtækja um að fá að
flytja inn erlenda búvöru, sem
er alls ekki framleidd á Íslandi,
þar með talinn lífrænan kjúk-
ling og osta úr ær-, geita- og buff-
alamjólk. Nefndin hefur vísað til
þess að slíka vöru sé hægt að
flytja inn samkvæmt öðrum toll-
kvótum. Þær ívilnanir voru hins
vegar ekki ákveðnar til að mæta
vöruskorti, heldur vegna gagn-
kvæmra skuldbindinga Íslands
samkvæmt alþjóðasamningum.
Það er engin leið að rökstyðja
að innflutningur á búvöru, sem
er ekki framleidd á Íslandi, vinni
gegn því markmiði að innlend
búvara sé á boðstólum. Ef eitt-
hvað er myndi slíkur innflutn-
ingur stuðla að því að innlendir
framleiðendur ykju fjölbreytnina
í eigin vöruframboði, neytendum
til hagsbóta. Að vilja hefta inn-
flutning á ærmjólkurosti til að
vernda innlenda ostaframleiðslu
er dálítið eins og iðnaðarráðherr-
ann vildi hafa ofurtolla á veiði-
stöngum til að vernda innlendar
netagerðir.
Atvinnuvegaráðuneytið vildi
ekki takast á um ákvörðun ráð-
gjafanefndarinnar fyrir dómi og
fékk í vikunni vísað frá Héraðs-
dómi Reykjavíkur stefnu Haga
ehf., sem kröfðust ógildingar á
synjun beiðni um tollfrjálsan inn-
flutningskvóta fyrir osta. Sú frá-
vísun hefur verið kærð til Hæsta-
réttar.
Íslenzk verzlunarfyrirtæki
munu hins vegar halda áfram að
láta reyna á lögmæti ákvarðana
ráðgjafanefndarinnar, sem vel
tengdi embættismaðurinn stýrir.
Það er bæði hagur verzlunarinn-
ar í landinu og neytenda að þær
heimildir, sem þó eru í lögunum
til að flytja inn ódýra búvöru, séu
nýttar. Til lengri tíma litið þarf
að tryggja að landbúnaðurinn
fái erlenda samkeppni í vaxandi
mæli, rétt eins og aðrar atvinnu-
greinar.
Ákvarðanir vel tengda
embættismannsins Aðildin að EES veitir Íslandi aðeins takmark-
aðan aðgang að nýstofn-
uðu bankabandalagi Evr-
ópu, enda þótt það hafi nú
þegar, og muni í framtíð-
inni, hafa víðtæk áhrif á
fjármálastarfsemi hér á
landi. Í ljósi þessa er full
ástæða til þess að fjalla
sérstaklega um aðra af
meginstoðum banka-
bandalagsins – sameigin-
lega bankagjaldþrots-
kerfið – og hvernig Íslandi er
skylt að innleiða Evrópulöggjöf
en nýtur á sama tíma ekki góðs
af þeim „verkfærum“ sem ESB-
ríkin eru að þróa til að geta fram-
kvæmt þessi nýju lög.
Ísland er samningsbundið, í
gegnum EES, til að innleiða til-
skipun um endurheimt og gjald-
þrot banka en hún á að verja
skattgreiðendur gegn þeim kostn-
aði sem hlotist getur af banka-
gjaldþrotum. Tilskipunin hefur
enn ekki verið leidd í lög hér á
landi. Eitt þeirra verkfæra sem
ESB-ríkin munu nota til að geta,
í raun og reynd, framkvæmt til-
skipunina er samevrópski skila-
sjóðurinn (e. Single Resolution
Fund).
Evrópski skilasjóðurinn verð-
ur fjármagnaður af u.þ.b. sex
þúsund evrópskum bönkum og
á þar með að tryggja að bank-
arnir sjálfir, en ekki skattgreið-
endur, beri skaðann af mögu-
legum gjaldþrotum. Sjóðurinn
dreifir áhættunni á bankana sex
þúsund og færir þannig áhættuna
af ríkissjóðum aðildarríkjanna
og evrópskum skattgreiðendum.
En hvað með íslenska skattgreið-
endur?
Í reglugerð um skilasjóðinn
(806/2014) kemur hvergi fram,
eins og venjan er um EES-lög-
gjöf, að reglugerðin gildi fyrir
EFTA-EES-ríkin og þar með
Ísland. Það bendir því allt til þess
að EES-aðildin veiti Íslandi ekki
aðgang að sjóðnum. Niðurstaðan
verður því ansi hreint öfugsnúin:
EES-samningurinn veitir Íslandi
ekki aðgang að sömu verkfærum
og Evrópusambandsríkin fá til
þess að geta framkvæmt tilskip-
un um bankagjaldþrot en Ísland
er samt skuldbundið til að inn-
leiða þessa sömu tilskipun.
Ef Ísland fær ekki aðgang að
evrópska skilasjóðnum þýðir það
að öll áhættan af bankagjaldþrot-
um mun í reynd hvíla á ríkissjóði
Íslands og þar með á íslenskum
skattgreiðendum. Sagan sýnir að
hættan á að fjármálastofnanir
keyri í þrot er raunveruleg. Þarna
yrðu Íslendingar því í mun verri
stöðu en nágrannar okkar í ESB.
Spurningin er hvort stjórn-
málamennirnir okkar ætli ekki
örugglega að tryggja að íslensk-
ir skattgreiðendur séu jafn vel
varðir gegn bankagjaldþrotum og
nágrannar okkar í Evrópu og þá
hvernig?
Öfugsnúin aukaaðild
INNFLUTNIN-
GUR
Ólafur Þ.
Stephensen
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
➜ Ef Ísland fær ekki
aðgang að evrópska
skilasjóðnum þýðir
það að öll áhættan
af bankagjaldþrotum
mun í reynd hvíla á
ríkissjóði Íslands og
þar með á íslenskum
skattgreiðendum.
EVRÓPUMÁL
Jóna Sólveig
Elínardóttir
alþjóðastjórnmála-
fræðingur
➜ Til lengri tíma litið þarf
að tryggja að landbúnaður-
inn fái erlenda samkeppni
í vaxandi mæli, rétt eins og
aðrar atvinnugreinar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
3
8
1
*
4
KLST.
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Öllum Nissan Leaf rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 3 ára
verksmiðjuábyrgð auk 5 ára verksmiðjuábyrgðar á rafhlöðu
sem tryggir þig fyrir mögulegum bilunum, innköllunum
eða uppfærslum á búnaði sem kunna að koma upp yfir
ábyrgðartímann.
NOTAÐUR BÍLL SEM INNÁBORGUN
Þeir sem kaupa Nissan Leaf Nordic rafbíl frá BL ehf. geta
greitt hluta kaupverðsins með notuðum bíl. Restina er hægt
að taka að láni að hluta eða öllu leyti.
45 DAGA SKIPTIRÉTTUR
Langar þig að prófa en ert ekki viss? Öllum Nissan Leaf Nordic
rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 45 daga skiptiréttur.**
ÞÚ KEMST ALLRA ÞINNA FERÐA Á NISSAN LEAF FYRIR EINUNGIS
BROT AF ELDSNEYTISKOSTNAÐI HEFÐBUNDINS BÍLS
250.000 KR. HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ
SEM HLEÐUR B ÍLINN Á AÐEINS
4 KLST. FYLGIR ÖLLUM NÝJUM
NISSAN L EAF
KAUPAUKI
**Ef viðskiptavinur sem keypt hefur Nissan Leaf Nordic telur bílinn ekki henta
þörfum sínum bjóðum við 45 daga skiptirétt. Viðskiptavinur getur þá skilað bílnum
og látið kaupverðið ganga upp í kaup á sambærilegum eða dýrari nýjum bíl frá
BL ehf. Miðað er við að bíllinn sé ekinn að hámarki 1.500 km á tímabilinu.
BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
NISSAN LEAF NORDIC
VERÐ FRÁ: 4.490.000 KR.
*Miðað við verðskrá ON 10.09.2014 og 1.250 km akstur á mánuði / 15.000 km á ári.
GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080