Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 26

Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 26
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í grein hér í Fréttablaðinu í síðustu viku að athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna stæðust ekki skoðun. Þetta skal hér með útskýrt fyrir ráðherranum. Gagnrýni ASÍ snýr að því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru sniðnar að hag tekjuhárra einstak- linga og eignafólks. ASÍ setti fram gagnrýnina undir yfirskriftinni „Ríkisstjórn ríka fólksins“ af þeirri ein- földu ástæðu að sú lýsing passar best við efni þessara aðgerða. 1. Lækkun á miðþrepi tekjuskatts Ef við byrjum á tekjuskattskerfinu, þá lagði ráðherrann upphaflega til að skattprósentan í miðþrepi tekjuskatts yrði lækkuð um 0,8 prósentustig. Áætl- að tekjutap ríkissjóðs af þessari aðgerð voru um 5 milljarðar króna. Samkvæmt þessu áttu skattar einstaklings að byrja að lækka í hægum skrefum við 255.000 kr.mán. tekjur. Skattalegur sparnaður ein- staklings hefði síðan vaxið og náð hámarki við 813.500 kr.mán. Einungis tekjuhæsta tíundin er með tekjur yfir þessum mörk- um þannig að 90% launafólks hefðu fengið minni skattalækkun eða alls enga. Alþýðu- sambandinu tókst að ná fram breytingu á þessum áformum þannig að mörkin milli neðra þrepsins og milliþrepsins voru hækkuð úr 255 þús.kr. í 300 þús. kr., en ríkisstjórnin hafnaði kröfu ASÍ um að hækka skattleysismörk- in og hélt því til streitu að mesta skattalækkunin kæmi til tekju- hæstu tíundarinnar. Þá nefnir ráðherrann ekki fram- göngu ríkisstjórnarinnar gagnvart fyrirtækjunum, en staðreyndin er sú, að auðlindaskattar sjávarút- vegs voru lækkaðir um 9,6 millj- arða króna og VSK á ferðaþjónustu var lækkaður um 600 milljónir króna. 2. Afnám auðlegðarskatts Ráðherranum er tíðrætt um að skatturinn leggist á eldri borgara með litlar tekjur. Rétt er að minna á að auðlegðarskatturinn var lagður á hreinar eignir hjóna yfir 200 mill.kr. og 110 mill.kr. hjá einhleypum. Það kann vel að vera að launatekjur sumra þessara heimila séu ekki háar en fram hjá því verður ekki litið að þau teljast vart meðal þeirra tekjulægstu. Með afnámi auðlegðarskatts varð ríkissjóður af 10 milljörðum króna. 3. Höfuðstólslækkun húsnæðisskulda Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá útfærslu sem ríkisstjórnin valdi til að lækka höfuðstól húsnæðisskulda. Ekki var gerð tilraun til að koma til móts við þá sem eru í mestum greiðslu- og skuldavanda heldur er skattfé (um 80 milljörðum) sér- staklega beint til hópa sem eru tekjuháir og ekki í neinum vanda með sínar skuldir. Þegar Seðlabanki Íslands lagði mat á áhrif almennrar höfuðstólslækkunar taldi hann að tveir þriðju hlutar aðgerðarinnar kæmu þeim tekjuhæstu til góða. Öllu alvarlegri ásýnd þessarar skuldalækkunar er að allt félagslega húsnæðiskerfið í landinu er sniðgengið í þessum aðgerðum og þar með tekjulægsta fólkið í samfélaginu. 4. Virðisaukaskattur og vörugjöld Þegar ráðherrann ræðir um breytingar á virðisaukaskatti sleppir hann iðulega að nefna þá staðreynd að þeir tekjulægstu verja tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunar- tekna sinna til kaupa á matvælum en þeir tekjuhæstu. Ég ætla hins vegar ekki að eyða mörgum orðum í að útskýra hvers vegna 11 þúsund milljóna króna hækkun á matarskatti í landi þar sem matvælaverð er þegar í hæstu hæðum er galin aðgerð. Það eru því miður mjög margar fjölskyld- ur sem alls ekki ná endum saman í sínum heimilisrekstri og mega síst við því að fá hækkun á matvælum. Hvernig sem ráð- herrann vill snúa þessu þá fer þessi hluti aðgerðarinnar algerlega þvert á afstöðu aðildarfélaga ASÍ. 5. Breytingar á lífeyrisgreiðslum Bjarni Benediktsson furðar sig á gagn- rýni ASÍ á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lífeyris málum. Velur hann að nefna ekki áform sín um að afnema framlög til jöfn- unar á örorkubyrði sem skerða mun líf- eyrisréttindi verkafólks og sjómanna um allt að 5% á næstu misserum. Hann nefnir heldur ekki skerðingu á framlögum til starfsendurhæfingar, sem er helsta von okkar um að hægt sé að draga úr örorku og tryggja fólki farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Hvort tveggja er alvarleg aðför að launafólki. Hins vegar dregur ráðherrann fram þær breytingar sem ríkisstjórnin gerði á almannatryggingum í júní 2013. ASÍ gagnrýndi þær aðgerðir af þeirri einföldu ástæðu að þær bæti hag þeirra sem hafa háan lífeyri úr lífeyrissjóði en gerðu ekk- ert til þess að bæta stöðu þeirra sem eru með undir 200 þús.kr. úr lífeyrissjóði. Að lokum Í fjárlagafrumvarpinu 2015 er innbyggt óréttlæti sem felst í forgangsröðun í þágu hinna ríku. Ákvörðun stjórnvalda um að lækka skatta á ríkustu heimilin og sjávar- útvegsfyrirtækin í landinu um á þriðja tug milljarða króna hefur leitt til niðurskurðar í velferðarkerfinu. ASÍ er ekki í neinum vafa um á hvaða heimilum þess niður- skurður mun bitna. Þetta fjárlagafrum- varp er einfaldlega óréttlátt! Að bæta hag sumra heimila Nú þegar mikið er rætt um náttúru Íslands og mörgu lofað bæði til verndar náttúrunni og mannfólkinu kom í huga mér hugmynd sem skotið var að mér. Í dag eru nær allar framkvæmdir matsskyld- ar og settar í umhverf- ismat, grenndarkynn- ingu o.s.frv. Útvega þarf fjölda leyfa til þess að fá niðurstöðu um það hvort hægt sé eða megi framkvæma hitt og þetta víða um land. Virkj- unarframkvæmdir Landsvirkj- unar eru matsskyldar og fara í umhverfismat. Smæstu verkefni verða að fara í gegnum slíkan hreinsunareld, sem í raun er hið besta mál. Víkka mætti út hug- takið umhverfismat þannig að það nái ekki aðeins yfir hugsan- legar framkvæmdir heldur einn- ig umgang mannsins á hverjum stað. Hvað er umhverfismat? „Mat á umhverfisáhrifum er ferli þar sem metin eru á kerfis- bundinn hátt þau áhrif sem fram- kvæmd kann að hafa á umhverf- ið, áður en tekin er ákvörðun um hvort leyfa skuli fram- kvæmd.“ (skv. skilgr. Skipulagsstofnunar) En hvað með öll ferða- þjónustufyrirtækin? Hvað með t.d. hótel, gistihús, rútufyrirtæki, bílaleigur, ferðaskrifstofur, þyrlu- fyrirtæki og önnur ferða- þjónustufyrirtæki sem nýta náttúru Íslands? Mér er ekki kunnugt um að til sé vottun eða alþjóðlegur eða íslenskur staðall um verndun okkar helstu náttúru- staða sem snýr að ferðaþjónustu- aðilum á Íslandi. Sömu sögu má segja um helstu náttúruperlur Íslands, þær ætti líka að setja í umhverfismat. Ekkert umhverfismat er til í dag. Hversu marga ferðamenn þolir hver náttúruperlan fyrir sig? Hvað má hver ferðaþjónustuað- ili selja mörgum ferðamönnum inn á einstakar náttúruperlur? Í ljósi reynslunnar af gjaldtöku í Reykjahlíð í sumar er slíkt umhverfismat á ferðaþjónustu- fyrirtæki sem og inn á einstaka náttúruperlur nauðsynlegt. Má ekki bæta við nýrri grein/ túlkun í núverandi náttúruvernd- arlög þar sem ferðaþjónustuaðil- um með einhverja lágmarksveltu verði gert skylt að fara í umhverf- ismat? Eiga þessi ferðaþjónustu- fyrirtæki ekki líka að greiða sérstaklega fyrir það að selja við- skiptavinum sínum inn á náttúru- perlur Íslands? Ferðamaðurinn á svo að greiða inn á hvern stað fyrir sig og þá fyrir það sem hann velur að njóta. Ferðamenn heim- sækja Ísland út af náttúrunni og ferðamenn vilja greiða fyrir það. Ættu öll að greiða Stærstu skemmtiferðaskip heims- ins leggjast að bryggju hér á landi og frá þeim streyma tugir þúsunda ferðamanna til að skoða Ísland án nokkurs umhverfismats af hálfu þeirra sem flytja þá inn (Atlantik og Iceland Travel eru umboðsfyr- irtæki fyrir um 100 þúsund manns í yfir 100 skemmtiferðaskipum á ári). Skemmtiferðaskip menga með koltvísýringi á við 10.000 bíla á sólarhring í þá 100 daga sem þau liggja við bryggjur landsins. Í dag fer ekki króna af hafnargjöldum til verndar náttúrunnar. Hér á landi er mjög stór floti rútufyrirtækja (t.d. Iceland Ex- cursions, Allrahanda, Reykjavík Excursion, Kynnisferðir og SBA) með hundruð langferðabíla. Allir ofangreindir ferðaþjónustuaðilar auglýsa og selja skipulagðar hóp- ferðir inn á náttúruperlur sem eru ýmist í eigu ríkis, sveitarfé- laga og einkaaðila. Þessi fyrirtæki eða eigendur þeirra eiga engar náttúruperlur. Af hverju er þess- um fyrirtækjum leyft að fara um Ísland með viðskiptavini sína án þess að þau séu látin greiða fyrir slíkt og þau sett í umhverfismat? Er ekki kominn tími til að þessi fyrirtæki greiði eitthvað til nátt- úrunnar? Þessi fyrirtæki eða við- skiptavinir þeirra greiða ekki og hafa ekki greitt í tugi ára eina ein- ustu krónu til verndar eða sjálf- bærni náttúrunnar. Og þá að þeim ferðaþjónustuað- ilum sem líka ættu að greiða, t.d. hótel, Bláa lónið/Jarðböðin, gisti- hús, bílaleigur og hvalaskoðunar- fyrirtæki. Viðskiptavinir þeirra telja hundruð þúsunda og það kall- ar einfaldlega á að þessi fyrirtæki fari í umhverfismat. Bæði út af fráveitum, skólpi, lyfjaúrgangi er rennur út í náttúruna og útblást- urs-/affallsmengun ferðamanna. Ferðamenn gera sér líklega ekki grein fyrir afleiðingum þess á náttúruna þegar til lengri tíma er litið. Öll þessi fyrirtæki ættu líka að greiða sérstaklega til verndun- ar náttúrunni. Í raun ætti ferða- þjónustan að fagna því að fara í umhverfismat og fá jafnframt tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, taka þátt í verndun náttúrunnar og stuðla að bættu aðgengi að náttúruperlum. Sýna í verki að atvinnugreinin vill vera ábyrg. Með smábreytingu á frægri tilvitnun úr Njálu, en með nýrri merkingu mætti segja: „Ber er hver að baki nema umhverfismat hafi.“ Ferðaþjónustufyrirtæki í umhverfi smat? Af hverju ekki? Nú í aðdraganda endur- nýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðn- um veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrif- að var undir hinn svo- kallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að mál- flutningur Samtaka atvinnulífs- ins (SA) á þeim tíma var alger- lega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er eng- inn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breyt- ingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugrein- um lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni fram- legð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til stað- ar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggj- ast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verð- bólguna en fyrirtækin, ríkisvald- ið og sveitarfélög velta hækkun- unum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmátt- artryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrir- tækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verð- bólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún sam- kvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólgu- áhrif. En verðbólgan var 4,8 pró- sent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamn- ingagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaup- máttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verð- um að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanleg- ar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirn- ar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því. Ekkert traust til að byggja á FJÁRMÁL Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ➜ Gagnrýni ASÍ snýr að því að að- gerðir ríkisstjórnarinnar eru sniðnar að hag tekjuhárra einstaklinga og eignafólks. FERÐAÞJÓN- USTA Ólafur H. Jónsson náttúruverndar- sinni ➜ En hvað með öll ferða- þjónustufyrirtækin? Hvað með t.d. hótel, gistihús, rútu- fyrirtæki, bílaleigur, ferða- skrifstofur, þyrlufyrirtæki og önnur ferðaþjónustu- fyrirtæki sem nýta náttúru Íslands? Mér er ekki kunn- ugt um að til sé vottun eða alþjóðlegur eða íslenskur staðall um verndun okkar helstu náttúrustaða sem snýr að ferðaþjónustuað- ilum á Íslandi. KJARAMÁL Guðmundur Ragnarsson formaður VM ➜ Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðar- erindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamn- inga sem byggjast á lágum launahækkunum og vænt- ingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.