Fréttablaðið - 09.10.2014, Page 30
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Einn maður með
Alzheimergreiningu hefur
haldið erindi um hvernig
hann tæklar lífið, það var
lærdómsríkt.
Guðmunda Steingrímsdóttir
sjúkraliði.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
DAGBJARTUR MAJASSON
frá Leiru í Grunnavíkurhreppi,
síðast búsettur í Sydney, Ástralíu,
lést laugardaginn 4. október síðastliðinn.
Björk Dagbjartsdóttir Gary Potter
Reynir Potter
Erika Hanrahan Sean Hanrahan
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ÞÓR HANSEN
málarameistari,
Hólavegi 11, Sauðárkróki,
sem lést 30. september, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju 11. október kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að leyfa Sauðárkrókskirkju að njóta þess.
Sigurbjörg Egilsdóttir
Kristján Örn Kristjánsson
Egill Jón Kristjánsson
Ásdís Kristjánsdóttir
María Kristjánsdóttir
tengdabörn, barnabörn og langafastelpa.
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug
og samúð við andlát og útför föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS STEFÁNS
SIGURBJÖRNSSONAR
Víðilundi 24, Akureyri.
Fjölskylda hins látna.
Ástkær eiginmaðurinn minn,
faðir, fósturfaðir og afi,
LEIFUR TEITSSON
Prestastíg 6,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þann 4. október sl. Útförin fer fram frá
Guðríðarkirkju föstudaginn 10. október
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir
Kristín Leifsdóttir
Hrafn Leifsson
Skúli Leifsson
Ásta Kristín Guðbjörnsdóttir
Haraldur Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson
Ástkær móðir okkar,
JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR
frá Brekkum í Mýrdal,
lést að kvöldi 6. október á
dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auðbert Vigfússon
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
INGIBJARGAR MARKÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun, hlýju og alúð.
Marta Katrín Sigurðardóttir Halldór Sigdórsson
Áslaug Brynja Sigurðardóttir Birgir Ólafsson
Ármann Óskar Sigurðsson Fríða Björnsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLÍNA G. STEFÁNSDÓTTIR
Víðilundi 24, Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 6. október. Útför hennar fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
13. október kl. 13.30.
Einar Þ. Hjaltalín Árnason
Ásgerður Jónsdóttir Kjartan Hauksson
Jóhanna Rósa Jónsdóttir Ríkarður Guðjónsson
Þórlaug Einarsdóttir
Jón Stefán Hjaltalín Einarsson Lorena Nicoleta Zamfir
ömmu- og langömmubörn.
„Við erum hluti af sönghópi sem var
stofnaður í Eyjum á sínum tíma til að
syngja lög við ljóð Jónasar Árnason-
ar. Nýlega sá ég þátt um Jónas í sjón-
varpinu og datt þá í hug að reyna að
dusta rykið af þessum hópi og fá hann
til að syngja á Alzheimerkaffi, bæði
sérstaka efnisskrá og með gestum,“
segir Guðmunda Steingrímsdóttir
sjúkraliði brosandi, um hóp sem er
staddur heima hjá henni.
Guðmunda er ein þriggja kvenna
sem stofnuðu Alzheimerkaffi í félags-
miðstöðinni í Hæðargarði í Reykjavík
í ársbyrjun 2013 sem tilraunaverk-
efni til tveggja ára og telur það hafa
tekist vel. „Við erum þrjár sem höld-
um utan um verkefnið en fjölmargir
hafa lagt okkur lið. Eiginmenn okkar,
fjölskyldur og tvær konur hafa verið
með okkur allan tímann og fleiri eru
á hliðarlínunni, fyrirtæki hafa stutt
okkur með veitingum og fyrirlesarar
og skemmtikraftar hafa flestir komið
fram endurgjaldslaust. Þetta er allt
ómetanlegt.“
Oftast mæta um þrjátíu manns í
kaffið, mest fastur kjarni. Fólk með
minnissjúkdóma er aðalgestirnir,
ættingjar þeirra fylgja með og einn-
ig kemur fólk sem hefur áhuga á við-
fangsefninu. Fræðsla í léttari kant-
inum er jafnan á dagskrá og stundum
koma skemmtikraftar, að sögn Guð-
mundu.
„Við höfum fengið lækni, sálfræð-
ing, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, uppi-
standara og ljóðahóp, svo nokkuð sé
nefnt. Einn maður með Alzheimer-
greiningu hefur haldið erindi um
hvernig hann tæklar lífið, það var
lærdómsríkt. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir píanóleikari spilar oftast fyrir
okkur, sem er dýrmætt og það er
orðinn til lítill kór sem stendur við
píanóið þegar kemur að söngstund-
inni í lokin. Stundum fær fólk sér líka
snúning. Við sjáum að fólk fer mjög
glatt út og þá er tilganginum náð.“
Alzheimerkaffið er annan hvern
fimmtudag milli klukkan 17 og 19.
Slíkur dagur er í dag. Aðgangur kost-
ar 500 krónur og innifalin er fræðsla,
skemmtun, kaffi og meðlæti. Hvort
framhald verður á starfseminni eftir
áramótin veit Guðmunda ekki á þess-
ari stundu en hún vonar það.
„Fólkið sem mætir þarf á þess-
ari upplyftingu að halda. En þó við
höfum fengið smá styrki og notið
stuðnings á margan hátt erum við
allar að vinna þetta verkefni í sjálf-
boðavinnu, ég veit ekki hvort við
getum haldið því áfram þannig mikið
lengur.“
gun@frettabladid.is
Fólk fer glatt út og þá
er tilganginum náð
Alzheimerkaffi er annan hvern fi mmtudag í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31. Í dag er
þar fræðsla um músíkþerapíu og sönghópur fl ytur lög við ljóð Jónasar Árnasonar.
Í STIGANUM Guðmunda hóaði sönghópnum heim til sín til æfinga fyrir Alzheimerkaffið. Hún er fremst fyrir miðju með hinar umsjónarkon-
urnar, Kolbrúnu Sigurpálsdóttur og Pálínu Skjaldardóttur, hvora á sína hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin á Íslandi, Stöð 2, hóf útsendingar þennan dag árið
1986. Hún var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonar matvælafræðings og
Hans Kristjáns Árnasonar viðskiptafræðings og á grundvelli laga sem tóku gildi í árs-
byrjun 1986 sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar.
Fyrst á dagskrá Stöðvar 2 var ávarp Jóns Óttars sjónvarpsstjóra en eitthvað var
tæknin að stríða því að þótt hann tæki sig vel út á skjánum vantaði allt hljóð svo
áhorfendur heyrðu ekki boðskap hans.
Páll Magnússon var fyrsti fréttastjóri Stöðvar 2 og fljótlega gekk Valgerður Matthías-
dóttir til liðs við stöðina og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð.
ÞETTA GERÐIST: 9. OKTÓBER 1986
Stöð 2 fór í loft ið í fyrsta sinn
FYRSTA ÚTSENDING STÖÐVAR 2 Jón Óttar
Ragnarsson sjónvarpsstjóri flytur ávarp.