Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 36
9. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR2 ● Geðhjálp
Útgefandi: Geðhjálp | Umsjónarmaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli.bergmann@365.is, s. 512 5457 | Ábyrgðarmaður: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
Afmælisdagur Geðhjálpar er ekki aðeins gleðidagur fyrir félaga í Geð-
hjálp heldur allan almenning. Geðheilbrigði snertir alla, alla daga, allan
ársins hring. Því er vel við hæfi að Geðhjálp bjóði almenningi að taka
þátt í geðmaraþoni og þiggja sneið af afmælistertu í tilefni afmælisins á
Blómatorgi Kringlunnar kl. 17 í dag.
Geðhjálp hefur barist ötullega fyrir bættum aðstæðum og réttindum
fólks með geðraskanir og geðfötlun og aðstandenda þeirra. Öflugt bar-
áttufólk hefur lagst á árarnar og unnið sigra, stóra og smáa í þágu þessa
hóps. Enn er þó langt í land með að baráttan hafi skilað tilætluðum ár-
angri. Fólk með geðræna sjúkdóma stendur í skugga íslensks samfélags,
á víða undir högg að sækja og mætir meiri fordómum og mismunun af
hendi samborgara sinna en nokkur annar hópur í samfélaginu.
Fordómar fela í sér að dæma einhvern fyrirfram án þess að hafa þekk-
ingu eða getu til að setja sig í spor viðkomandi. Besta leiðin til að vinna
gegn fordómum og mismunun er að leiða fólk úr ólíkum áttum saman.
Með því að hlusta á sögur hvert annars færumst við nær hvert öðru og
komumst fljótt að raun um að mun fleira sameinar okkar en sundrar. Í
okkur bærist sama hjarta, sömu tilfinningar og þrár til hvers annars og
lífsins, óháð ytri umbúnaði.
Geðhjálp leiðir fram á sjónarsviðið verðuga fulltrúa fólks með reynslu
af geðrænum erfiðleikum í Geðhjálparblaðinu. Ungu konurnar á forsíð-
unni eru tilbúnar til að segja frá baráttu sinni við geðrænan vanda og
vímuefnavanda í því skyni að leggjast á árarnar með sjálfum sér og bar-
áttunni fyrir auknum skilningi og virðingu gagnvart fólki með geðrösk-
un og geðfötlun. Þær segja sögu sína og kynna hugmyndir sínar um ár-
angursríkt úrræði fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda á málþingi Geð-
hjálpar á Grand Hóteli þann 23. október næstkomandi. Að koma fram úr
skugganum með slíkum hætti krefst bæði hugrekkis og baráttuvilja.
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun,
föstudaginn 10. október. Fyrirmyndir úr hópi fólks með geðklofa sýna
hugrekki með því að segja sögu sína undir yfirskrift dagsins „Lifað með
geðklofa“. Sögur þeirra eru í senn lýsandi fyrir baráttu einstaklinga og
hópsins í heild eins og endurspeglast vel í frásögnum Steingríms Jónas-
sonar og Katrínar Gróudóttur. Sjúkrasaga íslenskrar konu á miðri tutt-
ugustu öldinni og batasaga Sveins Snorra Sveinssonar, formanns deildar
Geðhjálpar á Austurlandi, sýna fram á stórstígar breytingar í meðhöndl-
un fólks með geðklofa á stuttu tímabili í Íslandssögunni og áfram mætti
telja. Við erum svo sannarlega á réttri leið þótt alltaf megi gera betur.
Ekki má heldur gleyma því að gerð er ítarleg grein fyrir dagskrá Al-
þjóðageðheilbrigðisdagsins 10. október í Geðhjálparblaðinu. Geðhjálp
hvetur almenning til að taka þátt í dagskránni og raunar allri geðheil-
brigðisvikunni fram til 15. október. Hægt er að nálgast frekari upplýsing-
ar um dagskrána á www.10okt.com.
Góða skemmtun og fróðlega lesningu,
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Innilega til hamingju með
35 ára afmæli Geðhjálpar
í dag, 9. október
hans því til þess þarf oft að segja
óþægilega hluti. Um leið leggj-
um við áherslu á að bera virðingu
fyrir notendum og samstarfsaðil-
um okkar eins og aðilum í öðrum
félögum í stjórnkerfinu og atvinnu-
lífinu. Síðast en ekki síst getum við
ekki gegnt hlutverki okkar nema við
séum fær um að setja okkur í spor
annarra.“
700 ERINDI Á ÁRSVÍSU
Að sögn Hrannars snúa helstu dag-
legu verkefni Geðhjálpar að ráð-
gjöf, hagsmunagæslu og fræðslu.
„Hingað berast mörg erindi á
hverjum degi. Á fyrstu níu mán-
uðum ársins bárust 506 erindi til
félagsins í gegnum síma, tölvupóst
og innlit, eða um 700 erindi á árs-
grundvelli. Hér fá notendur og að-
standendur persónulega ráðgjöf og
stuðning til að leita til annarra úr-
ræða innan kerfisins ókeypis og án
skilyrða. Við hýsum einnig og styðj-
um starf nokkurra sjálfshjálpar-
hópa, þ.e. geðhvarfahóps, kvíða-
hóps, tilveruhóps og batahóps.“
Mikilvægur þáttur í starfsemi
Geðhjálpar snýr að hagsmunagæslu
fyrir notendur. „Við styðjum fólk
til að leita réttar síns, til dæmis
til að skipta um lækni eða kvarta
yfir þjónustu opinberra stofnana,
annarra þjónustuaðila eða félaga.
Þá aðstoðum við fólk við að skrifa
bréf til viðkomandi aðila og förum
fram á úrbætur. Síðan sinnum við
almennri hagsmunagæslu í formi
heimsókna til stofnana og fyrir-
tækja þar sem við tölum við notend-
ur og stjórnendur og förum fram
á ýmis konar úrbætur. Við eigum
líka sæti í fjölmörgum nefndum um
stefnumótun á vegum hins opin-
bera, t.d. um geðheilbrigðisstefnu,
fjölskyldustefnu og vinnumarkaðs-
stefnu. Svo skrifum við greinar,
höldum fundi og málþing um mál-
efni í brennidepli.“
ÞÁTTTAKA STUÐLAR
AÐ AUKNUM SKILNINGI
Eins og áður sagði verður haldið
upp á afmæli Geðhjálpar með Geð-
maraþoni og afmæliskaffi á Blóma-
torgi Kringlunnar í dag. „Með því
að bjóða fólki að taka þátt í af-
mælinu viljum við stuðla að aukn-
um skilningi og virðingu gagnvart
fólki með geðröskun og geðfötlun
í samfélaginu,“ segir Anna Gunn-
hildur og útskýrir að maraþonið
fari þannig fram að fólki sé boðið
að stíga á svið á Blómatorgi Kringl-
unnar og tala, syngja eða leika tón-
list í fimmtán mínútur. Eina skil-
yrðið sé að efnið tengist geðheil-
brigði með einum eða öðrum hætti.
„Fjöldi góðra gesta hefur skráð
sig til leiks og ræður hver og einn
eigin efnistökum. Dagskráin hefst
kl. 10 þegar Kringlan opnar og
stendur yfir til kl. 21. Hápunktur-
inn verður svo kl. 17 í dag þegar
borgarstjórinn, Dagur B. Eggerts-
son, fyllir sínar fimmtán mínút-
ur. Hrannar talar svo í kjölfarið og
býður fólki að bragða á afmæliskök-
unni á meðan Elísabet Eyþórsdótt-
ir söngkona syngur nokkur lög. Við
hvetjum fólk til að fagna áfangan-
um með okkur og leggja baráttunni
lið með því að taka þátt í maraþon-
inu, hlusta á þátttakendur og þiggja
kökubita.“
SUM NÁ ALDREI FÓTFESTU
Geðhjálp stendur fyrir málþingi
í samvinnu við félagið Olnboga-
börn um börn og ungmenni með
tvíþættan vanda á Grand Hóteli
þann 23. október. Anna Gunnhild-
ur segir málefnið brýnt. „Þessi
dýrmæti hópur fer því miður sí-
stækkandi í samfélaginu. Fyrir-
liggjandi úrræði virðast ekki ná
að mæta vandanum. Börnum og
ungmennum er vísað frá stofn-
un til stofnunar án þess að tekist
hafi að leysa vanda þeirra. Sum ná
aldrei fótfestu í lífinu og falla jafn-
vel frá langt fyrir aldur fram eins
og nýleg dæmi sanna.“
Hrannar bætir við að markmið
ráðstefnunnar sé ekki hvað síst
að koma að ólíkum sjónarhornum
þeirra sem tengjast málaflokkn-
um. „Þannig munu raddir ung-
mennanna sjálfra heyrast, foreldra
þeirra, starfsmanna heilbrigðis- og
velferðarkerfisins, fangelsanna og
ýmissa annarra aðila. Við erum sér-
staklega spennt fyrir að heyra hvað
ungmennin sjálf hafa að segja. Þau
munu segja frá eigin reynslu og
kynna til sögunnar úrræði sem þau
telja að henti ungmennum í svipaðri
stöðu og munu bera árangur.“
LITIÐ TIL FYRIRMYNDA
Í ÖÐRUM HÓPUM
Þrátt fyrir vaxandi vanda horfa
Hrannar og Anna jákvæðum
augum til framtíðar. Markmið
Geðhjálpar sé að fólk nái að njóta
sín í samfélaginu, sé virt og verði
ekki fyrir fordómum. Að allir séu
í raun metnir að verðleikum. „Fólk
með geðræna sjúkdóma hefur setið
eftir að svo mörgu leyti. Þessi
hópur er enn í skugganum og verð-
ur fyrir hvað mestri mismunun og
fordómum af öllum hópum í samfé-
laginu. Þótt við gefum okkur tíma
til að fagna höldum við baráttunni
ótrauð áfram því að mikið verk
er óunnið. Við ætlum okkur stóra
hluti í framtíðinni og höfum horft
til fyrirmynda í störfum samtaka
samkynhneigðra og SÁÁ, en bæði
samtökin hafa lyft grettistaki
varðandi viðhorf og ýmis úrræði.
Markmiðið er að fólk með geðræna
sjúkdóma geti lifað innihaldsríku
lífi og verið virkir þátttakendur
í samfélaginu á jafnréttisgrund-
velli. Það er það sem við viljum,
að alls konar fólk komi saman og
myndi mannúðlegt og líflegt sam-
félag.“
Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á
heimasíðu samtakanna www.ged-
hjalp.is. Frekari upplýsingar um fé-
lagið má nálgast á heimasíðunni
og Facebook-síðunni Landssam-
tökin Geðhjálp.
Stjórn Geðhjálpar 2014 til 2015. F.v. Róbert Lagerman, Sveinn Rúnar Hauksson varaformaður, Hrannar Jónsson formaður, Sigrún
Heiða Birgisdóttir, Þórður Ingþórsson gjaldkeri, Sylviane Lecoultre, Bergþór G. Böðvarsson og Maggý Hrönn Hermannsdóttir
ritari. Á myndina vantar Héðinn Unnsteinsson og varamennina Gunnar Einarsson og Jón Tryggva Sveinsson. MYND/GEÐHJÁLP
Birna Þórðardóttir stýrir göngunni „Rangan á Reykjavík” í sumar. MYND/GEÐHJÁLP
Markmiðið er að
fólk með geðræna
sjúkdóma geti lifað
innihaldsríku lífi og
verið virkir þátttakend-
ur í samfélaginu á
jafnréttisgrundvelli.