Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 38
9. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR4 ● Geðhjálp
Börn og ungmenni með tvíþættan
vanda er yfirskrift málþings Geðhjálpar
og Olnbogabarna á Grand Hóteli þann
23. október. Fjölmargir fagaðilar taka til
máls til að svara spurningum um hvernig
heilbrigðis- og velferðarþjónustan komi
til móts við börn og ungmenni með
geðrænan vanda og vímuefnavanda.
Á málþinginu munu fjórar ungar og
efnilegar konur ræða sína eigin reynslu af
tvíþættum vanda og kynna hugmyndir
sínar að árangursríku úrræði fyrir þennan
hóp. Hér deila konurnar upplifun sinni af
geðsjúkdómum, vímuefnaneyslu, kerfinu
og hvað hjálpaði þeim að ná jafnvægi í
lífinu.
Súsanna Sif Jónsdóttir (23 ára)
Ég byrjaði í neyslu tólf ára en hef verið edrú í tvö og hálft ár,“ segir Súsanna, sem er með geðhvörf en var ekki greind
með þau fyrr en tvítug, árið 2011 þegar hún
varð edrú í fyrsta sinn. „Ég vissi þó alltaf að
það væri eitthvað að mér, fór á milli lækna og
var í viðtölum á Barna- og unglingageðdeild
þegar ég var átta til níu ára og aftur frá því að
ég var þrettán til fjórtán ára samfleytt til sex-
tán ára. Ég var sett á mismunandi þunglyndis-
lyf sem gerðu ekkert fyrir mig, en það var allt-
af talið að maníueinkenni mín væru tengd eit-
urlyfjum. Þegar ég hætti neyslu breyttist hins
vegar hegðunin ekki, þá fékk ég greiningu og
rétt lyf sem ég er á í dag,“ segir Súsanna, sem
líður eðlilega á lyfjunum. „Ég finn þó enn þá
fyrir maníu og þunglyndi og kærastinn minn
þarf að fylgjast vel með mér því ég geri mér
ekki grein fyrir því þegar manían er í gangi.
Mér finnst gott að hann bendi mér á þessa hegð-
un og svo hefur hann samband við geðlækninn
minn ef eitthvað mikið er að gerast. Til dæmis
um daginn þegar ég fékk mér þrjú tattú á
einum degi, alveg út í bláinn,“ segir hún glettin.
Enda þótt Súsanna hafi fengið greiningu
seint segist hún skilja að eiturlyfjunum hafi
verið kennt um. Hins vegar sárni henni að ekki
hafi verið kannað nánar hvort manísk hegðun
hennar gæti átt aðrar orsakir. „En svo er reynd-
ar ekkert víst hvort það hefði verið hægt að
hjálpa mér og hvort ég hefði tekið lyfin,“ segir
hún en vildi óska að stuðningurinn hefði verið
meiri. „Ég hefði þurft viðtalsmeðferð og ein-
hvern til að benda mér á mína eigin ábyrgð,“
segir Súsanna sem þakkar tólf spora kerfinu
sínum bata. „Ég þurfti á hugarfarsbreytingu að
halda. Ég þurfti að vita að ég væri ekki fórnar-
lamb heimsins og að ekki væru allir á móti mér.
Þessu gerði ég mér grein fyrir þegar ég fór að
vinna tólf sporin. Þá fékk ég aðra sýn á heim-
inn.“ Súsanna segist búa að allri þeirri hjálp
sem hún hefur fengið en að hún hefði hins vegar
aldrei orðið edrú ef ekki væri fyrir tólf sporin.
Á málþinginu þann 23. október fær Sús-
anna ásamt öðrum ungmennum tækifæri til
að koma með sínar hugmyndir um hvers konar
úrræði henti best ungmennum með tvíþættan
vanda upp í 25 ára aldur. „Mig langar að leggja
áherslu á aðstoð fyrir foreldra barna sem eru
með geðsjúkdóm. Þeir vita ekki hvert þeir eiga
að leita eða hvernig eigi að bregðast við þegar
barnið læsir sig inni á baði með hníf eins og ég
gerði,“ segir Súsanna. Hún myndi einnig kjósa
að meðferðir innan BUGL væru einstaklings-
miðaðri. „Ég kynntist frábæru fólki á BUGL
en fannst aldrei neinn einn sjá um mín mál,“
segir hún. Hún bætir við að lokum að aðgangur
að geðlæknum þyrfti að vera mun betri þegar
átján ára aldri er náð. „Það er ekkert djók að fá
tíma hjá geðlækni. Margir eru með fasta sjúk-
linga og taka ekki nýja og fólk kemst ekki að
nema gegnum klíkuskap.“
Sara H. Bjarnadóttir Blöndal (18 ára)
„Ég byrjaði að finna fyrir einkennum þung-
lyndis þegar ég var átta ára gömul og var í
kjölfarið send á BUGL níu ára gömul eftir að
hafa reynt að fremja sjálfsmorð. Þá fékk ég
margar blaðsíður af greiningum,“ segir Sara,
en móðir hennar vildi heldur prófa náttúrulyf
þar sem hún vildi ekki setja svo ungt barn á
þunglyndislyf. „Við það ágerðist þunglyndið
enn meira, ég varð leiðari og leiðari, kvíðinn
bættist við og ég gat ekki mætt í skólann. Ég
braut sjálfa mig niður þegar mér tókst ekki að
ná markmiðum mínum og að lokum komst ég
á það stig að mér fannst ekkert annað að gera
í stöðunni heldur en að deyfa sársaukann með
því að fara í neyslu,“ segir Sara. Henni fannst
á þeim tíma ákveðin lausn fólgin í neyslunni.
„Ég hafði upplifað vanlíðan svo lengi og þarna
losnaði ég við hana um tíma, tólf ára gömul.“
Sara var í harðri neyslu. „Ég prófaði hvert
efnið á fætur öðru og fór mjög fljótt á mjög
slæman stað. Hálfu ári eftir að ég byrjaði að
nota efni var mér loksins boðinn viðtalstími á
BUGL og þá áttuðu menn sig loksins á því að
ég þyrfti þunglyndislyf en sögðu að ég yrði að
hætta neyslu til að fá þau. Í kjölfarið sendu þau
mig á Vog, þrettán ára gamla,“ lýsir Sara sem
er ekki sátt við að það hafi verið eina úrræðið
fyrir óharðnaðan ungling.
Hið jákvæða var þó að eftir meðferðina á
Vogi kynntist Sara tólf spora samtökum. „Þá
fékk ég vonarneista og á næstu mánuðum
reyndi ég og reyndi að vera edrú en alltaf þegar
ég hætti kom upp þunglyndið. Ég náði þrem-
ur mánuðum þegar ég var nýorðin fjórtán ára
en fyrir þremur og hálfu ári náði ég að hætta
alveg, þá enn þá fjórtán ára,“ segir Sara stolt.
Sara segir að margt hefði mátt betur fara í
hennar máli. „Til dæmis að vera send í óskipu-
lagða rannsókn á BUGL níu ára gömul þar sem
ég svaraði sama spurningalistanum hjá sjö mis-
munandi læknum. Að vera send á Vog þrettán
ára gömul. Að það sé ekki búið að endurskoða
lyfin mín í þrjú ár og að ég fái enga viðtals-
tíma,“ segir Sara sem nú er orðin átján ára og
þarf því að leita aðstoðar utan BUGL.
Hún er þó bjartsýn á framhaldið. „Já, auð-
vitað. Lífið breyttist þegar ég fékk loksins rétt
úrræði fjórtán ára gömul, komst í einstak-
lingsmiðaða langtímameðferð á Laugalandi og
komst í kynni við tólf spora samtök þar sem ég
náði stjórn á eigin lífi.“
Glódís Tara Fannarsdóttir (24 ára)
„Ég var tólf ára þegar ég byrjaði í neyslu og
var send á Stuðla þrettán eða fjórtán ára gömul.
Þar var ég hjá geðlækni sem gerði lítið annað
en að skrifa upp á sama lyfið fyrir mig og alla
hina á Stuðlum. Síðan var ákveðið að senda mig
á Hvítárbakka í langtímameðferð. Þar var ég
aðeins í mánuð og síðan var ég send til baka í
neyðarvistun þar sem ekki var hægt að hafa
mig, þeir vissu ekkert hvað var að mér,“ segir
Glódís Tara. Þaðan lá leiðin í meðferðarheimil-
ið Háholt. „Þeir töldu að hegðunarvanda minn
mætti skýra með uppeldi en voru ekkert að at-
huga hvort þetta ætti sér einhverjar aðrar skýr-
ingar.“ Glódís var síðar meir greind með geð-
hvörf en bendir á að ekki sé hægt að fá grein-
ingu við því fyrr en eftir átján ára aldur. „Ég
þvældist því í gegnum kerfið án þess að fá neina
lausn. Maður lærir vissulega punkta um hvern-
ig eigi að halda sér edrú en ekki meira en það.“
Glódís var 17 ára þegar hún fór frá Háholti.
Hún var edrú í smátíma eftir það en féll aftur.
„Ég fór í tólf spora samtök og byrjaði að taka á
mínum málum í lok ársins 2009. Í kjölfarið fór
ég í endurhæfingu hjá Hringsjá og fékk aðstoð
sálfræðings.“ Það var síðan eftir slæmt kast
sem Glódís endaði á bráðamóttöku geðsviðs
Landspítalans. Hún fór í framhaldinu á göngu-
deild geðsviðs þar sem hún var loks greind með
geðhvörf og byrjað var að finna lyf sem gætu
hjálpað. „Ég held ég sé búin að prófa sjö mis-
munandi lyf og það sem ég tók síðast virkaði
ágætlega. Ég er reyndar lyfjalaus núna af því
ég er ólétt,“ segir Glódís sem á fyrir einn fjög-
urra ára son. Hún hefur verið edrú frá því í
janúar á þessu ári. Glódís segist ekki óttast
að vera lyfjalaus á meðgöngunni. „Það er vel
fylgst með mér þar sem ég er í áhættumeð-
göngu. Það er teymi sem heitir FMB sem hitt-
ir mig vikulega og ef eitthvað kemur upp á get
ég farið á lyf sem hjálpa.“
Innt eftir því hvernig bæta mætti þjón-
ustu við ungmenni með tvíþættan vanda svar-
ar Glódís; „Þetta þarf allt að vera meira ein-
staklingsmiðað. Í flestum tilfellum er eitthvað
undirliggjandi hjá þeim sem fara snemma illa
í neyslu. Þá þurfa viðbrögð kerfisins að vera
fljótari. Það vantar sem sagt fleiri og einstak-
lingsmiðaðri úrræði.“
Sunneva Ýr Sævarsdóttir (19 ára)
„Mér fannst alltaf vera eitthvað öðru vísi við
mig. Mér fannst skrítið að allir gætu ráðið við
skap sitt nema ég, enda þurfti lítið til að ég
yrði mjög þunglynd eða ofsareið,“ segir Sunn-
eva Ýr sem greind var með ADHD sem barn
og seinna með geðhvörf. „Þegar ég var tólf að
verða þrettán var ég orðin rosalega ofbeld-
isfull. Ég sá rautt og fékk brjálæðisköst, var
þunglynd og alltaf að tala um að fremja sjálfs-
morð. Ég tók æðisköst og var bara algjörlega
stjórnlaus,“ lýsir Sunneva. Hún drakk nánast
daglega á þessum tíma og misnotaði rítalínið
sem hún átti að taka við ofvirkninni, tók það í
staðinn í nefið.
Móðir hennar fékk tíma hjá geðlækni og
í framhaldinu var hún tekin í bráðainnlögn
á BUGL. „Fyrst var ég í neyðarvistun í þrjá
daga og síðan lögð inn í mánuð.“
Sunnevu fannst innlögnin sjálf ekki hjálpa
sér mikið en segist hafa verið svo lánsöm að
kynnast geðhjúkrunarfræðingi sem heitir
Ragna. „Ég var alltaf með hroka og leiðindi
við alla lækna og sálfræðinga en Ragna náði til
mín því hún talaði við mig sem jafningja. Hún
á rosa stóran þátt í því að ég er enn á lífi í dag.“
Sunneva hélt þó áfram á rangri braut. „Fjór-
tán ára byrjaði ég að reykja gras og ári síðar
var ég farin að reykja á hverjum degi enda
Þvældust um kerfið í fjölmörg ár
Mér fannst alltaf vera
eitthvað öðru vísi við mig. Mér
fannst skrítið að allir gætu ráðið við
skap sitt nema ég.
Sunneva
Þeir töldu að hegðunar-
vanda minn mætti skýra með
uppeldi en voru ekkert að athuga
hvort þetta ætti sér einhverjar aðrar
skýringar.
Glódís Tara
Mig langar að leggja
áherslu á aðstoð fyrir foreldra barna
sem eru með geðsjúkdóm. Þeir vita
ekki hvert þeir eiga að leita eða
hvernig eigi að bregðast við þegar
barnið læsir sig inn á baði með hníf
eins og ég gerði.
Súsanna
Í kjölfarið sendu þau mig á
Vog, þrettán ára gamla
Sara