Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 41

Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 41
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 7Geðhjálp ● Katrín Gróudóttir hefur lifað með geðklofa í 33 ár eða frá því hún var átján ára gömul. „Sjúkdómurinn lýsir sér þannig hjá mér að ég heyri raddir. Það er það eina sem er að hjá mér, ég hef aldrei séð ofsjónir eða neitt slíkt. Að vísu er einbeitingin hjá mér stundum ekki nógu góð og svo er ég svolítið gleymin,“ segir Katrín. Sjúkdómurinn stóð framan af ekki í vegi fyrir því að Katrín gæti unnið. „Ég var úti á vinnu- markaðnum frá því ég var sextán og þar til ég var 35 ára árið 1998. Þá var allt í einu eins og orkan færi frá mér og ég var bara búin á því og þurfti að hætta að vinna. Síðan þá hef ég verið öryrki.“ Hún bætir því við að henni finnist gott að hafa þessa reynslu af vinnumarkaðnum. „Mér finnst að allir ættu að reyna að vinna þrátt fyrir veikindi, ef þeir geta. Það er gott kunna að hugsa rök- rétt og það er hægt að læra það og fá æfingu í því með því að vinna. Auk þess er gaman að fá félags- skap frá vinnufélögunum.“ Katrín býr með móður sinni og bróður sem einnig er öryrki. „Það halda margir að þar sem ég er ekki í vinnu sé ég algjör letihaug- ur. Ég hef ekki úthald til að vinna allan daginn en ég myndi gjarn- an vilja vinna hálfan daginn en það er erfitt að fá þannig vinnu. Það er nú samt ekki þannig að ég sitji bara og geri ekki neitt, ég geri heimilisverk á milli þess sem ég er í tölvunni. Ég set í þvottavél, ryksuga og þríf og bróðir minn tekur til hendinni líka, við skipt- um þessu á milli okkar,“ segir hún. Þó sextán ár séu liðin síðan Katrín hætti að vinna hefur hún alls ekki setið auðum höndum. Hún hefur farið á fjölmörg nám- skeið og verið í bæði sjúkraliða- og skrifstofutækninámi. „Ég sé ekki fram á að geta farið að vinna eins og er og þarf ég því að hafa ofan fyrir sjálfri mér. Mér finnst æðislega gaman að fara á námskeið og hef til dæmis farið á námskeið í silfursmíði, tölvu- vinnslu, á vinnuvélanámskeið og skemmtibátanámskeið. Mér finnst leiðinlegt að hanga og gera ekki neitt og það er gott fyrir hug- ann að hafa eitthvað fyrir stafni. Auk þess að fara á námskeið- in reyni ég að gera mér eitthvað til dundurs eins og að vinna ein- hverja handavinnu, fara í sund og í göngutúra. Ég er líka með lið- veislu sem fer með mér til dæmis á veitingastaði, í Geðhjálp, í keilu og í Hlutverkasetur.“ Katrín stefnir á að búa ein í framtíðinni og jafnvel að fara að vinna aftur. „Ég er að safna fyrir útborgun í eigin íbúð. Það væri gaman að geta búið ein og unnið fyrir mér en ég verð að sjá til með það,“ segir hún og brosir. Gott að hafa reynslu af vinnumarkaðnum Katrín hefur gaman af því að fara á námskeið og hefur farið á nokkur slík. MYND/PJETUR Hafdís Guðmundsdóttir er forstöðumaður Bjargarinnar sem er geðræktarmiðstöð Suðurnesja. Um 35 manns koma daglega í Björgina, sinna áhugamálum sínum og fá huglæga atferlismeðferð. „Við í Björginni erum með þrenns konar lykilþætti í starfseminni. Endurhæfingu, athvarf og eftir- fylgni. Endurhæfingin er einstaklingsmiðuð og við höldum utan um ýmsa þætti tengda henni. Við erum með endurhæfingarhópa, markmiðshópa og einstak- lingsviðtöl. Lögð er áhersla á hreyfingu. Þá er stór hópur sem kemur daglega í athvarfið en hver og einn kemur á eigin forsendum. Við reynum að auka félagslega virkni sjúklinga og veitum þann stuðning sem hver og einn þarf,“ segir Hafdís þegar hún er beðin um að lýsa starfseminni. „Í Björginni er iðjuþjálfun, hádegismatur, göngu- ferðir, menningar- og skemmtiferðir. Hér starfar félagsráðgjafi, sálfræðingur og iðjuþjálfi.“ Björg- in er sérhæfður staður og hinn eini sinnar tegund- ar á landinu. Bæirnir á Suðurnesjum standa á bak við Björgina. „Daglega koma hingað á milli 35–40 manns fyrir utan hópa sem við erum með. Einn hópur er á námskeiði núna sem kallast Hugur og heilsa. Við erum líka með námskeið í huglægri at- ferlismeðferð og tökum á móti öllum sem vilja koma. Við aðstoðum sjúklinga við að finna sér réttan far- veg í lífinu og erum í góðu samstarfi við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Hingað kemur geðlæknir einu sinni í viku. Starfsemin er víðtæk og öflug,“ segir Hafdís en Björgin var opnuð árið 2005. Hægt er að kynna sér starfsemina á bjorgin.is. BJÖRGIN Geðræktarmiðstöð Suðurnesja Tökum vel á móti öllum Hafdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar. MYND/OLGA BJÖRT, VÍKUFRÉTTUM Steingrímur Jónasson fæddist í Hrísey á geðheilbrigðisdaginn 10. október 1945. Tvítugur greindist hann með geðklofa og hefur þurft að læra að lifa með sjúkdómnum. Það er vel hægt að lifa með geðklofa,“ segir Steingrím-ur. „Mér hefur gengið það ágætlega, enda hef ég fylgt lækn- isráðum og tekið lyfin mín. Ég vil benda fólki á sem veikist að leita til læknis og fara eftir því sem hann ráðleggur. Steingrímur man vel eftir því þegar hann veiktist fyrst. „Það var árið 1965. Ég var á vertíð og hætti allt í einu að geta sofið, svaf ekki í marga daga. Ég var kval- inn af áhyggjum af öllum mögu- legu hlutum, sérstaklega vinnunni. Mér fannst ég hafa vakað í margar vikur. Ég var orðinn þreyttur bæði andlega og líkamlega. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var að ger- ast, hélt helst að ég væri að breyt- ast í aumingja. Þetta var skrítin líðan. Bræður mínir og vinur voru með mér á vertíðinni og þegar ég gat ekki mætt í vinnu vegna svefn- leysis hvöttu þeir mig að leita læknis. Ég var settur á lyf og gat klárað vertíðina. Nokkru seinna fór ég aftur á vertíð og veiktist í annað sinn. Ég virtist fá þetta í köstum. Árið 1973 veiktist ég síðan alvarlega og var þá sviptur sjálf- ræði. Þá var ég settur inn á áfeng- ismeðferðardeild á Kleppi. Ég var hins vegar ekki alkóhólisti. Ég átti ekki heima á þeirri deild og var svo sem betur fer fluttur á aðra deild.“ Þegar Steingrímur er spurður hvort sjúkdómurinn sé í fjölskyld- unni, svarar hann. „Nei, ekki er vitað um það. Hins vegar var afa- bróður minn í Hrísey nokkuð sér- stakur og var lagður í einelti. Ég veit ekki hvort hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Það var ekkert sem kom sjúkdómn- um af stað hjá mér, engin áföll eða neitt slíkt. Hann bara kom eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Í gegnum tíðina hef ég verið meira og minna á stofnunum, oft á Kleppi, endurhæfingardeildinni á Grensási og á Kumbaravogi.“ Í dag býr Steingrímur hjá bróð- ur sínum í Reykjanesbæ og líkar það mjög vel. Hann fer daglega í Björgina, geðræktarmiðstöð Suðurnesja. „Ég hef margt fyrir stafni í Björginni, sinni áhugamál- um mínum sem eru mynd- og tón- list. Einnig hjálpa ég til með þvott og geng í ýmis störf. Ég mála mikið en sá áhugi kom með sjúk- dómnum. Það er mjög skemmti- legt og gefandi að mála. Ég hef gefið ættingjum og vinum mynd- ir,“ segir Steingrímur. Tónlistin á einnig hug hans allan og Stein- grímur segist stundum syngja fyrir heimilisfólk í Björginni við góðar undirtektir. „Starfsfólkið í Björginni er yndislegt og ég er mjög ánægður með að vera þar. Maður þarf að sætta sig við að lifa með sjúkdómnum því ekki er hægt að lækna hann. Það er hins vegar hægt að halda honum niðri. Ég sef vel og lifi góðu lífi. Mig dreym- ir alltaf um að komast í Hrísey, jafnvel að halda myndlistarsýn- ingu þar. Það væri skemmtilegt. Ég ætla að hafa það að markmiði á næsta ári.“ Vel hægt að lifa með geðklofa Steingrímur Jónasson nýtur þess að mála myndir og hefur góða aðstöðu til þess í Björginni. MYND/OLGA BJÖRT, VÍKURFRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.