Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 43
Geðhjálp ●FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 9 erískur læknir fann upp að nota curare til að lama sjúklinginn, árið 1940. Sú uppgötvun komst þó seint í gagnið á Norðurlöndunum. Raflost eru enn notuð til lækn- inga geðsjúkdóma, núorðið aðal- lega til að lækna þunglyndi og er sjúklingi þá bæði gefið vöðvaslak- andi lyf og hann svæfður áður en lostin eru gefin. SJÚKLINGURINN E.J. E.J. veiktist fyrst árið 1933, 27 ára gömul. Árið eftir tók Jón Geirsson til starfa sem heimilis- læknir á Akureyri, nýkominn frá Danmörku. Hann hefur fylgst vel með nýjustu stefnum og straum- um í lækningu geðklofa því þegar hún er þrítug fær hún in- súlínlost. Óvíst er hve oft insúl- ínlostin voru framkölluð í þessar þrjár vikur sem þau voru reynd á E.J. og árangurinn var enginn. Árið eftir fær hún 20 cardia- zol-lost „með allgóðum árangri“, svo sem sagði í tilvitnun í upp- hafi greinar, en batinn hélst stutt. Ekki var búið að finna upp cur- are-gjöf eða önnur vöðvaslak- andi lyf meðfram þessum lækn- isaðgerðum svo þetta hefur verið ólýsanlega hryllileg reynsla fyrir E.J. Rúmlega áratug síðar eru raf- lost reynd á E.J., mögulega með aðstoð curare og eters en raun- ar er allt eins líklegt að hún hafi orðið fyrir þeim ódeyfð og ós- væfð. Árangurinn var enginn. Það er ómögulegt að geta sér til um hvaða áhrif þessi meðferð hefur haft á heilsu og geð kon- unnar en víst er að 1951 er hún send suður til að gangast undir ló- bótómíu, kannski af því að sá góði læknir Jón Geirsson var látinn, kannski af því ættingjar henn- ar hafi trúað því að þessi umtal- aða kraftaverkalækningaraðferð myndi gera hana heila á ný. Á Landakotsspítala kom hún „mjög sljó og slöpp“, að sögn læknisins sem gerði lóbótómíuna (Alfreð Gíslason o.fl., 1952, s. 104). LÓBÓTÓMÍA Portúgalski taugalæknirinn Egan Moniz fann upp lóbótó- míu, skurðlækningu við ýmsum geðsjúkdómum, árið 1935. Fyrir þetta meinta framlag sitt til geð- læknisfræða hlaut hann Nób- elsverðlaun í læknisfræði árið 1949 enda breiddist aðferðin út um allan heim og naut fádæma vinsælda. Mestar voru vinsældir hennar í Danmörku, því þar voru gerðar fleiri lóbótómíur mældar sem hlutfall af mannfjölda en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. (Kragh, 2010). Lóbótómíur voru fram- kvæmdar á nokkuð mismun- andi hátt en áttu sameiginlegt að hrært var í heila sjúklings og taugaþræðir skornir sundur, oft með sérstöku áhaldi, leuko- tom. Leukotom var mjótt rör sem skjóta mátti úr beittum stál- þræði og með því að snúa áhald- inu skar þráðurinn u.þ.b. senti- metra hring að ummáli. Oftast var skurðurinn gerður á ennis- blöðum heilans. Á Íslandi höfðu sjálfstætt starfandi geðlæknar í Reykja- vík mikinn áhuga á lóbótómíu, allir nema Helgi Tómasson, for- stöðumaður Klepps, sem var ein- dregið á móti henni (raunar lost- lækningum líka). Það hljóp því aldeilis á snærið hjá geðlæknun- um þegar Bjarni Oddsson, fjöl- hæfur og velmenntaður læknir, tók til starfa á Landakotsspítala, því hann var til í að framkvæma lóbótómíur fyrir þessa geðlækna. Alls gerði Bjarni Oddson 42 lóbó- tómíur á íslenskum sjúklingum á tímabilinu 1948-1953 (Bjarni Jónsson. 1988). Þá tók snögglega fyrir aðgerðirnar því Bjarni lést í bílslysi. BJARNI LÝSTI AÐGERÐINNI ÞANNIG: Undirbúningur. Kvöld- ið fyrir aðgerðina fær sjúklingur- inn 30 cg. luminal [róandi barbít- úrlyf] og 1 klst. fyrir aðgerðina 20 cg. luminal. Ég hef fram- kvæmt 21 af aðgerðunum í stað- deyfingu einni saman, og 7 með staðdeyfingu ásamt evipan [bar- bítúrlyfi]. Tækni. Borað er 1 cm breitt gat á hauskúpuna báðum megin ... Dura [bast, þ.e. ysta himnan um heilann] er opnuð og cortex [heilabörkur] koaguleruð [brennt fyrir smáæðar] á litlum bletti á æðalausum stað. Skorin er sund- ur heilahvíta beggja ennislobi … Lobotomían er framkvæmd með mjóum spaða eða hnúðkanna, eða sérstöku áhaldi, svokölluð- um leucotom. Blæðing er venju- lega lítil, en stundum getur blætt talsvert frá æðum í heilaberki og dura, og er blæðingin þá stöðv- uð með electro-koagulation [raf- brennslu] … Eftirmeðferð. Fyrstu dag- ana er sjúklingurinn látinn liggja í rúminu með hátt undir höfði og herðum. Blóðþrýsting- ur er mældur og æðaslög talin á klukkustundar fresti fyrsta sól- arhringinn … Flestir sjúkling- ar gætu farið af spítalanum 1-2 vikum eftir aðgerð … (Alfreð Gíslason o.fl., 1952, s. 102-103). Dánartala við svona lóbótó- míuaðferð er frá 2-6%, sagði Bjarni. Helstu hættur samfara henni eru að æð sé skorin í sund- ur; blæðing í heilahol og að skor- ið sé of aftarlega í heilahvítuna því þá verða sjúklingarnir sljó- ir og sinnulausir og „getur það endað í dái (coma) og dauða“. Þetta síðasttalda var einmitt það sem henti þegar lóbótómían var gerð á E.J. Hún „fékk strax hita eftir aðgerðina, varð sljórri með hverjum deginum og dó á áttunda degi“ (Alfreð Gíslason o.fl., 1952, s. 104). E.J. var jarðsett í sinni heima- sveit rúmum hálfum mánuði síðar og hvílir þar við hlið systk- ina sinna og foreldra. HEIMILDIR Alfreð Gíslason, Bjarni Oddsson og Kristján Þorvarðsson. (1952). Lobo- tomia. Læknablaðið 36(7), 97-112. Bjarni Jónsson. (1988). Á Landakoti. Reykjavík:Setberg. Kragh, Jesper Vaczy. (2008). »Det er som et Mirakel!« Chokbehandling med insulin og cardiazol 1937-1954. Í Jesper Vaczy Kragh (ritstjóri), Psykiatriens Historie i Danmark (s. 198-221). Kaupmannahöfn: Hans Reitzels Forlag. Kragh, Jesper Vaczy. (2010). Shock Therapy in Danish Psychiatry. Medical History 54(3), 341-364. Kragh, Jesper Vaczy. (2010). Det hvide snit. Psykokirurgi og dansk psyki- atri 1922-1983. Odense: Syddansk Universitetsforlag. Manntöl 1910 og 1920; Íslendingabók; Gardur.is og upplýsingar um ætt- ingja E.J. úr gömlum dagblöðum á Timarit.is. Cardiazol var notað til að framkalla krampaflog til lækn- ingar á geðklofa. Edvard Munch. Munstur eftir Hörpu Hreinsdóttur „Ég gekk eftir veginum ásamt tveimur vinum – svo settist sólin. Himinninn varð skyndilega blóð- rauður. Ég nam staðar, hallaði mér dauðþreyttur að handriðinu; yfir blásvörtum firðinum og borg- inni leiftraði blóð í eldtungum. Vinir mínir héldu áfram og ég stóð eftir skjálfandi af ótta og ég skynjaði risavaxið óendanlegt óp streyma um náttúruna.“ Þannig lýsti norski málarinn Edvard Munch (1863-1944) upp- lifun sinni áður en hann hóf að vinna fyrstu drög að Ópinu, einu frægasta og verðmætasta mál- verki heims. Ópið er til í nokkr- um útgáfum en munstrið er hluti af þeirri þekktustu sem var máluð 1893. Þótt það hljómi sem þversögn kann að vera að angist, ótta og kvíða létti við að sauma út Ópið eða myndprjóna það. Munstrið er endurteikning af einu af höfundarréttarlausum munstrunum á vefsíðunni Tricksy Knitter, http://www.tricksyknit- ter.com. Munstur af Ópinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.