Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 56

Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 56
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Ég tók þá ákvörðun að setjast niður og láta á það reyna hvort mér tækist að skrifa skáldsögu,“ segir Orri Harðarson spurður hver kveikjan að fyrstu skáldsögu hans, Stundarfró, hafi verið. „Ég hafði ekki fastmótaðar hugmynd- ir um framvindu sögunnar þegar ég byrjaði, var meira að leitast við að skapa einhverja stemningu sem mér hugnaðist. Svo var ég bara svo heppinn að persónurnar og atburðarásin komu nokkurn veg- inn af sjálfu sér.“ Aðalpersónurnar þrjár, skáld- ið Arinbjörn Hvalfjörð, unglings- stúlkan Dísa og Aðalsteina amma hennar, eiga sér ekki beinar fyr- irmyndir að sögn Orra, en hann viðurkennir þó að hið drykkfellda skáld eigi að einhverju leyti rætur í eigin reynslu. „Það eru örugg- lega þó nokkur prósent af þeim karakter sótt beint í mig sjálfan en reyndar er eitthvað af mér í öllum þessum karakterum. Þegar þessar persónur voru að mótast sótti ég bæði inn á við og í fólk sem maður hefur þekkt.“ Stjörnustjarfur unglingur Spurður hvort það sé ekki glæfra- spil fyrir miðaldra karl að gera átján ára stúlku að einni aðal- persónunni kemur Orri af fjöll- um. „Ha? Er það? Dísa er í mínum huga nánast óður til minna bestu vinkvenna á þeim tíma sem við vorum unglingar seint á níunda áratugnum. Ég get alveg geng- ist við því að auðvitað þekki ég skáldið best af þessum persónum, en hins vegar held ég miklu meira með stelpunni og ömmu hennar. Í þessari bók eru þó engar hetjur. Við erum öll breysk og drögnumst með okkar djöfla, á því er fremur stigsmunur en eðlismunur hvernig fólk vinnur úr því.“ Sögutími bókarinnar er árið 1989 en þá var Orri sjálfur ung- lingur. „Þá bjó ég uppi á Akranesi og var rétt byrjaður að kíkja á kúltúrinn í Reykjavík. Það er þess vegna dálítil nostalgía í frásögn- inni, ég er að lýsa veröld sem var. Þá sá maður þennan listaheim í hillingum og varð stjörnustjarfur ef maður hitti tónlistarmann eða skáld. Það var til dæmis ógleym- anlegt að hitta Steinar Sigurjóns- son í biðskýli Akraborgarinnar eða Dag Sigurðarson í strætóskýli. Það var eins og skáldin væru allt- af leitandi skjóls í einhverjum skýlum á þessum tíma.“ Undirleikur við eldhússtemningar Sögusviðið er Akureyri, þar sem Orri býr í dag, og hann segir það hafa verið auðvelt að teikna upp bæjarbraginn. „Ég var á Akur- eyri sumarlangt 1987 og teikna það samfélag upp eins og það lifir í minninu. Tímarnir voru svo allt aðrir þá. Fólk var til dæmis ennþá að hlusta á plötur.“ Tónlistin sem persónurnar hlusta á og tengja við er einn af rauðu þráðum bókarinnar, kom aldrei annað til greina? „Tónlist- in hefur alltaf leikið stórt hlut- verk í lífi mínu og ég var orðinn dálítið háður henni þegar ég var að skrifa, þurfti að setja ákveðna músík á fóninn til að komast í gang og svo læddust að mér tón- list og textabrot sem fléttuðust inn í söguna. Bæði eru það plöt- ur sem persónurnar hlusta á, Smiths, Cure og Leonard Cohen til dæmis, og eins lög og stemn- ing af Rás 1 sem voru undirleikur við allar eldhússtemningar æsku minnar.“ Þekking og samkennd Eitt sterkasta aflið í Stundarfró er alkóhólismi skáldsins, sem Orri vill reyndar frekar kalla ofneyslu, það afl þekkir hann vel úr eigin fortíð þótt hann hafi snúið af þeirri braut fyrir sjö árum. „Það var langt tímabil í mínu lífi, sirka fimmtán ár, þar sem ég drakk mjög mikið og illa og kynntist þá mjög mörgum í svipuðum eða verri málum en ég var í. Þannig að ég hef bæði þekkingu á ástandinu og samkennd með fólki sem er á þessum stað í lífinu og það hjálp- aði mér auðvitað þegar ég var að skapa þessa persónu og aðstæður hennar. Ég er hins vegar kominn ansi langt frá þessu lífi, er heima- vinnandi heimilisfaðir með tvær ungar dætur og yndislega konu í dag og lífið er eins og best verður á kosið.“ Ekki þessi sviðstýpa Orri er tónlistarmaður og hefur lengi starfað á því sviði, eru skriftirnar búnar að stela honum frá tónlistinni eða var það alltaf draumurinn að fara að skrifa? „Ég er voða mikið að klóra mér í hausn- um yfir þeirri spurningu núna, en ég man ekki til þess. Ég var hins vegar ekki búinn að skrifa lengi þegar mig fór að gruna að ég hefði sennilega alltaf átt að vera að þessu. Skriftabransinn hentar mér mun betur en tónlistarbransinn. Ég var líka orðinn dálítið þreytt- ur á því öllu saman, tónlistin var hætt að gefa mér það sem hún áður gaf en þegar ég fór að skrifa bók- ina fór ég að njóta hennar aftur og meira, bara sem unnandi. Ég var heldur aldrei þessi sviðstýpa þótt ég væri í músík, alltaf lafhræddur við að koma fram á tónleikum. Mér hefur alltaf þótt rosalega gaman að skapa og ég held að ég sé nú búinn að finna bestu leiðina til að fá útrás fyrir þá þörf.“ Fyrsta skáldsagan er stór áfangi, hvernig líður þér núna þegar bókin er komin út, ertu kvíð- inn? „Nei, ég var dálítið kvíðinn í sumar eftir að ég skilaði handrit- inu en núna er í mér meiri tilhlökk- un, jákvæðir víbrar, eftirvænting og gleði innra með mér. Ég er að vísu ekkert farinn að lesa hana aftur sjálfur þannig að það má vel vera að þarna sé eitthvað sem ég sæi núna að ég hefði getað gert betur. En ég treysti því og heyrist á viðbrögðum að þetta sé ekki al- slæmt, svo ég er bara sáttur.“ fridrikab@frettabladid.is Við drögnumst öll með okkar djöfl a Fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar, Stundarfró, er bæði hádramatísk, bráðfyndin og nostalgísk. Sögusviðið er Akureyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og átök sögunnar hverfast í kringum alkóhólisma skálds. Ekkert sjálfsævisögulegt þó. ORRI HARÐAR- SON „Þá sá maður þennan listaheim í hillingum og varð stjörnu- stjarfur ef maður hitti tónlistar- mann eða skáld.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það eru örugglega þó nokkur prósent af þeim karakter sótt beint í mig sjálfan en reyndar er eitthvað af mér í öllum þessum karakterum. ALÞJÓÐLEG BARNA- OG UNGLINGABÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 9.–12. OKTÓBER 2014 WWW.MYRIN.IS WWW.NORRAENAHUSID.IS Framtíðin í barnabókmenntum 10. október kl. 10:00–16:00 Málþing í Norræna húsinu. Fyrirlestrar og pallborðsumræður um stöðu og framtíðarhorfur barnabókarinnar á Norðurlöndum. „Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld þar sem meðal annars verða flutt ný verk eftir mig og Hafdísi Bjarnadóttur og keppninni um Keppinn verður startað,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, einn aðstandenda tónlistarhátíð- arinnar Sláturtíðar sem hefst í dag. Það er S.L.Á.T.U.R. – Sam- tök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík – sem fyrir hátíðinni stendur og hefur hún verið haldin árlega síðan 2009. Samhliða Sláturtíð í ár fer fram keppnin um Keppinn, sem er að þessu sinni keppni í myndlist með frjálsri aðferð. Keppurinn sjálf- ur er járnsteyptur farandverð- launabikar sem veittur verður nú í fjórða sinn. „Verðlaunabik- arinn er afsteypa af raunveru- legum sláturkepp, sem eru nú að verða ansi sjaldgæfir,“ segir Guð- mundur. „Þeir sem vilja taka þátt í keppninni geta mætt með verk klukkan sjö í kvöld. Síðan verða verkin seld hæstbjóðanda og það verk sem selst á hæsta verðinu hlýtur verðlaunin.“ Viðburðir hátíðarinnar eru sambland af tónlist og gjörning- um og fara allir fram í Hafnar- húsinu. Í kvöld, annað kvöld og á laugardagskvöldið hefjast þeir klukkan 20 og klukkan 15 á laug- ardag eru einnig tónleikar þar sem aðeins verður flutt eitt verk sem er óvenjulegt á hátíðinni. Samtök listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík voru stofnuð árið 2005 og hafa staðið fyrir ótal mörgum viðburðum af ýmsum toga sem allir tengjast tilraunamennsku í tónsmíðum á einn eða annan hátt. Á næsta ári munu samtökin halda upp á tíu ára afmælið með veglegum hætti. - fsb Tilraunamennska í tónlist og gjörningum Tónlistarhátíðin Sláturtíð hefst í Hafnarhúsi í kvöld. SLÁTURTÍÐ „Verðlaunabik- arinn er af steypa af raunverulegum sláturkepp,“ útskýrir Guð- mundur Steinn. MYND ÚR EINKASAFNI MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.